Hamingjustund með Kvennalistakonum.

 Hér fyrir neðan er tilkynning sem sett var á facebook. Frekar fyndin, en samt :-)

Mikið óskaplega var þetta skemmtileg samverustund og gaman að vera með gömlum vinkonum og nýjum. Fyrrum ráðherrum, nýjum og gömlum alþingiskonum og svo okkur hinum sem erum að fást við ýmiskonar málefni. Samfundurinn hepnaðist svo vel að þær ákváðu að taka þetta upp einu sinni í mánuði. Frábært að vita að næst þegar ég kem get ég gengið að þeim vísum á barnum á Grand…meir að segja tókst einni að fá þjónana til að vera með 2 fyrir 1 milli 17.00 og 19.00.

Ég hlakka til að fá fundargerð (eða þannig) eftir næsta hitting.

Takk fyrir mig :-)  

  

Hamingjustund með Kristínu Bergmann ;)

gleði gleði

Host:

Kvennalistakonur

Type:

Party - Cocktail Party

Network:

Global

Date:

06 May 2009

Time:

17:00 - 19:00

Location:

Grand hótel, Sigtúni

Street:

Sigtún

Town/City:

Reykjavík, Iceland

Description

Kristín Bergmann er á landinu og hefur ekki hitt nógu margar skemmtilegar konur. Til að bæta úr því ætlum við að hittast á barnum á Grand Hótel í Sigtúni og eiga saman gleðistund. Í anda hinnar hagsýnu húsmóður veljum við Happy hour þegar hægt er að kaupa 2 drykki á verði eins (og gerum auðvitað ráð fyrir því að konur deili með sér skammt, því ekki erum við að hvetja til aukinnar áfengisneyslu, ó nei).
En ath Happy hour er milli 17 og 18, þá hækka drykkirnir í verði… svo verið stundvísar.

 

Fært undir . 1 ummæli »

Að kostningum liðnum.

Í dag, sunnudaginn 26. apríl sit ég við elshúsborðið í rauða húsinu númer 3 við Bókhlöðustíg í Stykkishólmi. Úti skýn sólin og inn um opin gluggann heyri ég fuglasöng og til barna að leik. Lygn Breiðafjörðurinn blasir við og fannhvít flöllin í baksýn. Það er stórkostlegt þetta land, Ísland. Svona út um gluggan séð :-)

Nafnan mín litla sefur eftirmiðdags lúrinn sinn, móðir hennar lærir fyrir próf sem bíður hennar í fyrramálið og faðirinn er önnum kafin við ljósmyndavinnu á skrifstofu sinni. Amman sem komin er langt að, sötrar sitt te og nýtur sveitarinnar.

Alþingiskostningar fóru fram í gær. Í þessu húsi eru allir ánægðir með niðurstöðurnar og full vonar leggjum við traust okkar á þá menn og konur sem valist hafa til forystu. Mikil er ábyrgð þeirra.

Hér ætla ég að vera fram yfir næstu helgi, það er; í viku í viðbót. Daníel fer í ferðalag á morgun og Sigga Rúna er í próflestri, svo ég tók að mér ráðskonustarfið. Við erum glaðar saman nöfnurnar, en í fyrramálið fer hún í leikskólann og þangað mun ég sækja hana kl. 16.00. Þá er spurning hvort við förum beint í sundlaugina eða gerum eitthvað annað skemmtilegt. Í gær fórum við, Daníel, Tara Kristín og ég í skeljafjöruna hér. Þar lékum við okkur við ýmislegt skemmtilegt. Merkilegt að vera á svona strönd, þar sem maður sekkur í skeljar, en ekki sand eins og ég á að venjast heiman frá mér. Við dömurnar eigum örugglega eftir að fara fleiri ferðir í fjöruna. Ég hvarf í huganum til eigin barnæsku þegar ég lék mér í svartri fjörunni við Vík í Mýrdal, eða lækinn góða, Hundakofalækinn sem var austan við þorpið.

Merkilegt hvað maður verður léttur, ljóðrænn og rómantískur í svona fallegu umhverfi.

Ég sendi öllum bestu óskir héðan úr Hólminum og vona að allir séu sáttir að kostningum liðnum.

Fært undir . 1 ummæli »

Páskar á Akureyri.

Ég hoppa yfir töluvert langan tíma frá komu minni til landsins þar til nú. En það hefur ýmsar skýringar. Allt mun þó koma að lokum, þó ég fari aftur bak, en það verður kanske enn meira spennandi.

Hér er ég í höfuðstað norðurlands, Akureyri. Úti er snjór og fallegt veður.

Síðan ég kom hingað á Skírdag eftir ánægjulega bílferð með vinum mínum Nönnu og Helga ásamt 9 vikna gamalli dóttur þeirra, flutti ég inn á tengdaforeldra Guðmundar sonar míns, og það ekki í fyrsta skipti. Það er einstaklega gott að vera hjá þeim.

Ég hef hitt góða vini hér höfuðstað norðurlands, skoað margt og notið þess að vera til.

Á skírdaskvöld fórum við Toný tengdadóttir mín að sjá “Fúlar á móti” í leikhgúsnu hér. Stórkostleg sýning og við erum enn að hlæja.

Föstudagurinn langi fór í að gera margt skemmtilegt, endaði á því að  stórfjölskyldan borðaði hér. Börnin 3, makar þeirra og börn svo og langafi og langamma+amman frá Spáni.

Eftir einstaklega skemmtilegan dag í gær, laugadag, fór ég til Dóru vinkonu minnar og fyrrum sambýliskonu. Við bjuggum smana og vorum saman í námi á Englandi um árið. Hjá Dóru hitti ég fjölskylduna, bóndann Begga, nöfnu mína Eddu Kristínu, Jóhann og Álfheiði. Beggi spilar með hljómsveit hér fyrir norðan og gaf mér disk sem þeir félagar voru að gefa út. Fyrsti diskur þeirra og lofar mjög góðu. Við Dóra skelltum okkur svo í bæinn og borðuðum saman á Strikinu, mjög góðan mat, fórum svo á bar til frerkari skemmtunar. Við hlóum mikið að því að það var eins og við mættum hvergi koma, þá upphófst diskó með ljósagangi og látum. Meir að segja á veitingastaðnum var diskó tónlist og ljósagangur. Ungur maður stóð þar og þeytti skífur, ekki tók svo betra við á barnum, en kvöldið var frábært, mikið talað og hlegið.

Nú er Páskadagur og öll páskaeggin fundin og farið að gæða sér á súkkulaði í húsinu.

Gleðilega páska öll og njótið þeirra nú vel!!! 

Fært undir . 1 ummæli »

Komin til fósturjarðarinnar.

Jæja, þá er ég komin og búin að vera hér í nokkra daga. Veðrið er auðvitað búið að sýna sínar ýmsu hliðar. Það var mjög gaman að koma til sonar-sonarins eftir langan ferðadag. Sá stutti vakti eftir ömmu sinni og tók vel á móti mér. Morguninn eftir fór ég með honum og mömmu hans á fótboltaæfingu, hann er ansi liðtækur í boltanum :-) Þetta var sl. laugardag. Seinna um daginn kom hann svo til okkar ammanna, lang+stutt ömmu og gisti hjá okkur þar sem foreldrarnir fóru í veislu. Svo ég fékk heilmikið að njóta hans um helgina. Ömmustelpuna hef ég talað við á skype og þar sem við erum með myndavélar á tölvunum er þetta enn skemmtilegra. Hana mun ég svo hitta eftir rúma viku.

Það er heilmikið sem mig langar að blogga, en við ömmurnar erum orðnar langeygðar eftir draumalandinu svo ég læt þetta duga núna og kem bara fljótt aftur :-)  

Fært undir . 2 ummæli »

Sunnudags blogg.

Enn einn sunnudagurinn runninn upp, og gott betur því það fer að kvölda. Klukkan er 17.30 og enn skýn sólin og það er svo heitt að ég er með alllt opið út. Gabriel sem fór á skíði á föstudaginn og kom heim í dag, liggur og sefur í sófanum. Eftir að hafa farið saman í 2ja tíma gögnu hér í fjallinu og borðað gott salat (hann steik með), sofnaði garpurinn og ég hef verið að undirbúa Íslandsferð ofl. Við vorum búin að tala um að fara í bíó eins og við gerum gjarnan á sunnudögum, en ég bara tími ekki að vekja hann. Bíó byrjar eftir 15 mín :-) Vil frekar fara í bæinn í kvöld, bjóða honum á indverskan veitingastað og ganga svo um. Það er mjög mikið fólk hér núna vegna Davis Cup, sem er merkileg tenniskeppni, eins og þið kanske vitið öll. En þetta er í fyrsta skipti sem spilað er á Benidorm. Spænska landsliðið í tennis með Rafael Nadal, hetju okkar allra, er hér og sumir hafa veri heppnari en aðrir þegar kemur að því að sjá fólkið. Gabriel var í veislu hjá borgarstjóra fyrir helgina þar sem hann barði hetjurnar augum.

En, það er heldur betur farið að styttast í að ég stigi á fósturjörðina. Kem á föstudaginn kemur, 13. mars. Mér finnst tíminn frá því eg bókaði ferðina þar til nú hafa flogið áfram. Samt eru 2 mánuðir síðan. En, ég er á förum og eins gott að láta hendur standa fram úr ermum.

Skrifstofan loks komin með síma og net-tengingu þannig að á morgun flytja tölvur, fax, prentari ofl. úr stofunni minni á sinn framtíðarstað. Ég á ekki von á að ég muni vera mikið við vinnu á skrifstofunni þessa viku, ýmislegt sem þarf að huga að heima og annarsstaðar fyrir brottför. Þið verðið að átta ykkur á því að ég er ekki að fara í viku eða tvær ;-) Ó, nei. Alls óvíst hvenær ég fem aftur heim. Algjör lúxuspía :-)

Það bíður mín brúðkaup, afmælisveislur, alls konar “hittingur” ofl. Ég ætla að skella mér í pólitíkina, ekki sem frambjóðandi, heldur flækjast fyrir vinum mínum á kostningarskrifstofunni, sitja fundi…fá gamla fílinginn. Aldrei að vita hvort það kemur annað tækifæri.

Barnabörnin verða í 1. sæti og ég vona að ég geti verið eins mikið með þeim og hægt er.

En, núna bíður mín pökkun og ýmis skipulagning. Ég fer með tölvuna með mér og mun vinna frá Íslandi, þannig að ég verð áfram á facebook, blogga og skrifa e-mail.

Hasta pronto :-)  

Fært undir . Engin ummæli »

Stór dagur í lífi ESPIS.

1. mars, sólríkur og fallegur sunnudagur hér á Benidorm. Við hjónin sitjum hér við sitthvora tölvuna, borðstofuborðið orðið að hjarta fyrirtækis okkar ESPIS. Í gær fluttum við frá skrifstofunni við Ráðhusið, þar sem við erum búin að vera frá upphafi, eða í 8 ár. Við fluttum í Gemelos 22, sem eru 3 turnar í ca. 7 mín. göngufjarlægð frá heimili okkar. En, Gemelos er líka sá staður þar sem við höfum mest umsvif, eða 30 íbúðir til leigu. Það hefur lengi verið löngun okkar að færa okkur í þennan enda bæjarins, því þar eru okkar mestu umsvif, og loks varð af því. En þar til símalínur og net-tenging hefur verið komið fyrir mun aðaltölva fyrirtækisins vera hér heima, og síminn hefur verið yfirfærður á mobil. Þetta þýðir að ég fæ að vera heima næstu daga:-) VEI!!! Mér þykir svo gaman að vera heima.

Á meðan starfsstúlkur okkar undir stjórn Gabriels munu standsetja nýja vinnustaðinn og koma öllu á sinn stað, verð ég, skrifstofustjórinn, heima. Baka skonsur á morgnanna og elda í hádeginu. Strákarnir og Guðjón munu örugglega mæta í morgunkaffi þessa morgna og Gabriel vonandi skýst heim áður en hann fer í líkamsræktina, en hann eyðir matartímanum í það;-) Nú, svo gefst mér vonandi stund og stund til að undirbúa mig fyrir Íslandsferðina.

Kreppa er bannorð, svo ég segi, ástand í fjármálum er ástæða þess að við loks tókum þessa ákvörðun. Ekki förum við á stóra glæsilega skrifstofu á jarðhæð, heldur í íbúð á 3. hæð. Og bara ekkert að því. Þarna erum við komin í nálægð við viðskiptavini okkar og öll þjónusta mun tvímælalaust batna. Bensínkostnaður mun hríðfalla svo og margur annar kostnaður. Fyrir svo utan það að við getum tekið sundfötin með okkur í vinnuna og buslað í sundlaugunum í garðinum eða bara legið í sólbaði í hádeginu:-) Þið getið séð Gemelos með því að fara inná vefinn okkar; www.espis.net og þaðan á “rentals”, síðan finnið þið Gemelos 22.

En nú, þegar þetta er skrifað höfum við átt skemmtilegan sunnudagsmorgun við tölvuvinnu og ætlum að fara að vinna á nýja staðnum. Byrja á því að koma hlutum fyrir og ákveða skiipulag skrifstofunnar.  Við ætlum líka að skreppa á sunnudagsmarkaðinn og kaupa grænmeti, síðan stefnum við að því að fara í bíó í kvöld.

Auðvitað munum við sakna þess að vera ekki í hjarta bæjarins og alls þess góða fólks sem við höfum haft dagleg samskipti við, en það er stutt að fara í heimsókn á kaffihúsin okkar þar og hitta fastagestina sem við höfum drukkið kaffi/te/vín með í gegnum árin.

Svo, bjartsýn höldumst við í hendur eins og áður, Gabriel og ég.

Fært undir . 1 ummæli »

Fegursta kona veraldar á 19. öld.

Elísabeth hét hún og fæddist á jólum 1837 í Munchen. Hún var af aðli komin og ólst upp í kastala í Þýskalandi, í uppvextinum kom í ljós að hún var mjög viðkvæmur persónuleiki.

Aðeins 15 ára hitti hún Franz Joseph Austurríkiskeisara, þá 23 ára. Hann var um það bil að giftast systur hennar, en keisarinn varð ástfangin af hinni ungu Elisabeth. Þegar móðir hennar komst að því stöðvaði hún fyrirhugað brúðkaup eldri dóttur sinnar og keisarans sem varð til þess að Franz Joseph og Elisabeth gengu í hjónaband 1854 í Vínarborg. Unga keisarainjan fékk viðurnefnið Sisi af “paparazzi” og málurum hirðarinnar.

Sisi átti erfitt með að aðlagast siðum og kröfum hirðarinnar og tengdamóðir hennar Prinsess Sofie af Bavaria þótti ekki mikið koma til þessarar óþekku tengdadóttur sinnar. Sisi og Franz Joseph eignuðust 2 dætur með árs millibili og loks kom krónprinsinn tveim árum eftir yngri dótturinni. Svo hún fæddi 3 börn á fjórum árum. Það ásamt öðru gekkk mjög nærri henni og hún veiktist í lungum. Ævintýraprinsessan fallega var endalaust undir smásjá þegna sinna, sem voru 50 miljónir,  maður hennar hafði lítinn tíma fyrir hana vegna umfangs ríkis síns. Ástfanginn eins og hann þó var. Sisi varð tískutákn, klæðaburður hennar var konum um allan heim til fyrirmyndar. Hún var mjög upptekin af líkama sínum og útliti öllu, gætti mataræðis síns mjög vel og stundaði íþróttir af miklum krafti. Markmið hennar var að mittismál hennar yrði aldrei meira en 50 cm. Nú þykir ljóst að hún hafi þjáðst af anorexiu. 

Þegar sonurinn var aðeins eins árs fór hún frá manni og börnum og flutti til Korfu og Madeira. En hún kom aftur. Tengdamóðir hennar hafði aldrei leyft henni að taka þátt í uppeldi eða menntun barnanna og var það henni þungur baggi. Hún hins vegar sýndi mikin styrk og reis upp gegn karlaveldinu og tengdamóður sinni, sem hafði stimplað hana veika á geði. Fljótlega eftir heimkomuna voru þau hjónin krínd konungshjón Ungverjalands og 10 mánuðum seinna fæddist þeim dóttir, Maria Valerie sem kölluð var “ungverska barnið” því móðir hennar sem talaði ungversku, sá til þess að barnið lærði málið,og menntun hennar færi fram á málinu, tengdamóður sinni til mikillar reiði. En Sisi fann ekki frið við hirðina heldur eyddi tíma sínum að mestu í Budapest.

Miklir fjölskyldu harmleikir höfðu átt sér stað, elsta dóttir hennar dó aðeins tveggja ára gömul og nánir ættingjar voru myrtir. Einkasonurinn og ríkisarfinn fyrirfór sér 31 árs gamall og gat Sisi aldrei horfst í augu við dauða hans sem hún sagði að hefði verið morð. 

51 árs var svo þessi fallega, óhamingjusama kona stungin til bana þegar hún var að fara um borð í skip sem átti að taka hana frá Genf til Kanada.

Sorgir, erfiðleikar í einkalífi, fegurð og aðdáun sem einkenndu líf hennar þykja minna mjög á líf Díönu prinsessu af Wales.  

Smá mannkynssaga á sunnudegi :-)

Fært undir . 1 ummæli »

Valentínusarhelgin.

Helgin okkar í Elche var ein al besta helgi sem við höfum átt í svona helgarferðum. Hótelið mjög gott, í miðbænum. Fallegt rúmmgott herbergi og ekki var móttakan slæm. Okkar beið kampavín og jarðaber í súkkulaði þegar við komum upp á herbergi. Súkkulaðimolar lágu á koddunum. Við ákváðum að bíða með að njóta góðgætisins, heldur pakka upp okkar dóti og fara út. Við vorum svöng og langaði að ganga um einhvern af pálmagörðunum. Nokkrum skrefum frá hótelinu gengum við fram hjá tyrkneskum veitingastað sem okkur leist mjög vel á, eftir að hafa kannað umhverfið aðeins betur snérum við til baka og settumst inn á þann tyrkneska. Og ekki urðum við fyrir vonbrygðum. Staðurinn sjálfur, þ.a. er allar innréttingar og skraut á veggjum var eins og að vera komin til Afríku. Ég fékk grænmetisdisk og Gabriel disk hússins. Diskarnir reyndust hins vegar vera meðal stór föt. Minn innihélt ýmis konar smárétti úr grænmeti og baunum ásamt salati, feta osti, og sósum, Gabriels svipaður, nema hann var með kjúkling og lambi. Með drukkum við ljómandi gott rauðvín. Á eftir fengum við okkur svo te, en það er bara skylda á svona stöðum. Ég fékk tyrksneskt en Gabriel marakóskt. Munurinn er talsverður, hvort tveggja jurtate, en það marakóska er með sykri og myntulaufum. Það er hreint ótrúlegt hvað glas af þessum drykkjum hefur góð áhrif á meltinguna, maður er bara ekki saddur lengur eftir að hafa klárað úr glasinu.

Eftir þessa dásamlegu máltíð og ekki síður áhrif staðarins, fórum við í langa göngu. Enduðum í einum af mörgum pálmagörðum Elche og nutum sólarinnar. Í þessum garði eru ræktaðar dvergappelsínur, sem eru á stærð við vínber og má maður tína af trjánum. Við auðvitað tíndum nokkrar, þær eru sérlega góðar, mátulega súr-sætar og mikið notaðar hér í salöt og eftirrétti. En, ekkert jafnast á við að tína ávöxtinn og borða beint af trénu.

Þegar við svo komum til baka á hótelið smökkuðum við jarðaberin sem við dyfum í súkkulaði og dreyptum á kampavíni með. Eftir það var komið að siestu, maður verður jú að sofa bjútí blundinn áður en farið er huggulega út að kvöldi.

Þessi uppáhalds vetingastaður okkar í Elche sveik ekki þetta kvöld. Fagurlega skreytt borð og á disk dömunnar lá keramik hjarta með merki staðarins, snæri stungið í gegnum gat á hjartanu og bundið utan um servíettuna.

Forrdrykkur að eigin vali, síðan 5 forréttir hver öðrum flottari, þá fyrri aðalrétturinn sem var ýsa vafin í kálblöð og gufusoðin, borin fram með léttsoðnu grænmeti og ostrusósu. Síðan kom síðari aðalrétturinn sem var kjöt, en þar sem frúin borðar nú helst ekki dýr ;-) og alls ekki kjöt fékk ég flatfisk með ræjum og grænmeti, sem ég svona potaði í, fiskurinn var mjög góður en ég var orðin svo södd, fyrir svo utan það að ég var búin að brjóta öll boðorð grænmetisætunnar þetta kvöld, en ég var staðráðin frá upphafi í að ég skildi njóta þess og hugsa ekki um dýr, meðan það héti ekki kjöt. Að lokum var borin fram meiriháttar eftirréttur, sem erfitt er að lýsa. Vínin öll fyrsta flokks, hvítvín með öllu þar til kom að aðalrétti no.2, kjötinu, þá var borið fram rauðvín og síðan kampavín með eftirréttinum. Síðan gengum við heim á hótel, södd og sæl. Svifum um rétt eins og nýtrúlofuð.

Daginn eftir þurftum við ekki að fara af hótelinu fyrr en 12.00 svo það var nægur tími til að borða morgunmat af hlaðborði og taka sig til. Eftir að hafa kvatt hótelið gngum við um en þar sem það var rigningarúði ákváðum við að halda í áttina heim. Komum við í litlum bæ á leiðinni og fengum okkur drykk og svo beint heim.

Þessi helgi verður lengi í minnum höfð. Við tókum mikið af myndum, en ég kann ekki að setja myndir á bloggið, hins vegar er ég búin að setja valdar myndir frá helginni inn á facebook, svona fyrir ykkur sem eruð á facebook :-)

Saga Sisi, fegurstu komu veraldar á 19. öld bíður næstu færslu.

Góða nótt:-)

Fært undir . 1 ummæli »

Valentínusardagur og ég á leið í helgarfrí.

Mjög fallegur, sólríkur morgun. Spáð er yfir 20C eins og verið hefur sl. daga. Við hjónin erum að leggja af stað til Elche, sem er útborg Alicante. Elche er frægust fyrir það að þar eru stærstu pálmagarðar Evrópu með yfir 200.000 tegundir. Frægastur þeirra er Prestagarðurinn, þar sem m.a. er að finna risapálma, Keisarapálmann, sem getið hefur af sér 9 afkvæmi sem ekki öll lifðu, eftir eru 7. Merkilegast við þetta er að þau vaxa öll upp frá rótinni sem er mjög sjalgæft. Einnig að pálminn er karlkyns. Þungi þessa listaverks er slíkur að því er haldið uppréttu með járnstöngum sem mynda eins og stjörnu á jörðunni og liggja upp að eftir föðurpálmanum. Annars myndi hann falla undan eigin þunga. UNESCO hefur gert pálmagarðana að alþjóðlegu verndarsvæði. Heimsgarða, eins og það heitir.

Annar pálmi, mjög fallegur er þarna einnig og heitir Sisi, eftir keisaradrottningu Ungverjalands, en hún þótti fegursta kona veraldar meðan hún lifði. Ekki var þó líf hennar auðvelt og hefur Díönu prinsessu af Wales og Sisi oft verið líkt saman. Sisi, Elisabeth var skírnarnafn hennar, heimsótti Prestagarðinn 1894 og var presturinn, eigandi garðsins þá enn á lífi og gaf henni einn pálmann í garðinum, sem ber nafn hennar. Segi ykkur kanske sögu hennar seinna:-)

Ég bjó til og fór margar skoðunarferðir með íslendinga til Elche, þar er fleira að sjá en pálmana. Daman frá Elche, höggmynd sem ungir dregnir fundu grafna í jörð um miðja síðustu öld og er reyndar geymd í Þjóðmynjasafninu í Madrid, en eftilíking er í Elche. Dómkirkjan, stórkostlegt listaverk. Ekki auðvelt verk að fikra sig upp örmjóan stigann upp í turninn og út á þak hennar, en þaðan sér maður yfir alla Alicante, út á haf og langt inn til fjalla.

Nú erum við sem sagt að halda af stað til þessarar fallegu borgar sem er sú þriðja stærsta í Valencia héraði. Við munum byrja á að koma okkur fyrir á hótelinu þar sem við eigum bókað næstu nótt, síðan njóta dagsins á þessum fallega stað. Í kvöld eigum við svo bókað á uppáhalds veitingahúsi okkar þar, Valentínusarmálatíð. Þangað mætum við kl. 21.00 og munum væntanlega sitja að snæðingi langt fram eftir, því matseðilinn er stór.

Hótelið er með sérstaka Valentínusarhelgi, eins og reyndar flest eða öll önnur á landinu, svo þar mun væntanlega bíða okkar góðgæti þegar við komum inn í herbergið okkar.

Eigið dásamlegan Valentínusardag öll sömul, ég ætla svo sannalega að njóta hans.

Skrifa eftir heimkomuna :-)

Fært undir . Engin ummæli »

Aftur á bak til skógareldanna.

Ég byrjaði að skrifa um daginn, nánar fyrir nær 2 vikum um skógarela sem kviknuðu hér í mesta óveðri sem við höfum haft í langan tíma. Gat ekki vistað skrifin :-(   Þetta byrjaði með mjög heitum vindi, hægum vindi í 2 daga (eins og oftast kemur þetta frá Afriku) síðan á aðfaranótt laugardags fyrir nær 2 vikum var komið óveður/hvirfilbilur. Snemma morguns fauk um koll rafmagnsmastur hér á jafnsléttu sem orsakaði íkveikju í fjallinu þar sem við hjónin og Binni hófum búskap okkar á Spáni. Vegna vindhraðans barst eldurinn mjög hratt út. Þarna í fjallinu eru garðarnir frægu Terra Mitica og Terra Natura, en hann er dýragarður. Strax var farið að bjarga dýrunum og voru þau flutt burt í stórum gámabílum. Eitthvað varð þó eftir af fuglum. Sem við vitum núna að dóu og hluti af garðinum brann, en því var haldið leyndu í fyrstu. Nú eru öll dýrin komin til síns heima. Eldurinn teygði sig yfir 4 bæjarfélög og mannlegur máttur var lítill sem engin vegna vinds. Ekki var hægt að nota flugvélar né þyrlur, og þeir sem ekki hafa upplifað svona lagað, geta ekki ímyndað sér örvæntingu þeirra sem berjast geng þessu mikla eyðingarafli sem eldurinn er. Öll slökkvulið voru við vinnu, sérhæfðar hjálparsveitir og að lokum var herinn kallaður til. 15.000 íbúar þurftu að yfirgefa heimili sín. Við fengum 4 fjölskyldur til að koma fyrir, ættingja Gabriels og Birgittu og Helga vini okkar. Sem betur fer höfðum við íbúðir til að setja 3 fjölskyldur inn í strax, en Birgittta og Helgi, börnin og 3 hundar voru hjá okkur fram eftir kvöldi að við komum þeim í íbúð hér í húsinu. Það versta fyrir okkur var allt þetta dýrafár, allir virðast eiga hunda og ketti, Birgitta og Co, komu með 3 hunda en fundu ekki köttinn þegar þau yfirgáfu heimili sitt, sem þá var komið í það ástand að þau þurftu að halda blautum handklæðum fyrir vitunum til að anda.

Morguninn eftir var lyngt og fóru því margar flugvélar og þyrlur á loft til slökkvistarfa. Við Gabriel vorum í Albir, næsta bæ við Benidorm um hádegi (fórum til að borða) og fylgdumst með flugvélunum koma inn til lendingar, að öllu heldur fyllingar á sjónum. Það þarf góða flugmenn til að leika þetta eftir.

Aðeins 5 hús brunnu, en eitt þeirra var nýbyggð endurvinslustöð sorphreinsunnar á Benidorm og hafði kostað 10 miljónir evra að byggja hana. 

Það hefur tekið þennan tíma frá því eldarnir kviknuðu að þrýfa sótið, meir að segja hér hjá okkur við ströndina, því vindurinn var ekki búin, lyngdi í 1 dag, reif sig upp aftur mátulega til að steypa sóti yfir okkur þann næsta. En nú er þessu lokið, við höfum haft rigningu af og til og hún hreinsaði loftið.

Nú ætla ég í rúmmið með bókina mína góðu, Bátur með segli og allt.

Njótið hvers dags, því engin veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér.

Fært undir . 1 ummæli »