Dagur 12.
6. desember 2009 — spanjolaSunnudagur.
Fótboltasnillingurinn okkar fer á æfinguklukkan 11.00. Pabbinn, Gabriel og ég erum tilbún að fylgja honum og vera áhorfndur, Og við urðum ekki fyrir vonbrygðum, Óskar Marinó skoraði 3 af 4 mörkum sem hans liði tókst að skora
Restinni af deginum eyddum við Gabriel í síðustu innkaupin og síðan borðaði fjölskyldan saman heimagerðar pizzur.
Síðasta kvöldið okkar í Álaborg. Við höfum átt dásamlegan tíma hér og hlökkum til að koma aftur. Reyndar förum við ekki fyrr en annað kvöld, en morgundagurinn fer í að pakka hjá okkur, Óskar Marinó verður í skólanum og foreldrarnir við vinnu.
Næsta blogg verður frá Benidorm, en þar mun bíða okkar litla ömmustelpan Tara Kristín og pabbi hennar. Mamma, Sigga Rúna er í erfiðum prófum og feðginin koma til Benidorm á morgun, nokkrum tímun á undan ömmu og Gabríel. Svo það verður áframhaldandi ömmuleikur hjá mér. Ó, ég hlakka svo til