Dagur 12.

Sunnudagur.

Fótboltasnillingurinn okkar fer á æfinguklukkan 11.00. Pabbinn, Gabriel og ég erum tilbún að fylgja honum og vera áhorfndur, Og við urðum ekki fyrir vonbrygðum, Óskar Marinó skoraði 3 af 4 mörkum sem hans liði tókst að skora :-)

Restinni af deginum eyddum við Gabriel í síðustu innkaupin og síðan borðaði fjölskyldan saman heimagerðar pizzur.

Síðasta kvöldið okkar í Álaborg. Við höfum átt dásamlegan tíma hér og hlökkum til að koma aftur. Reyndar förum við ekki fyrr en annað kvöld, en morgundagurinn fer í að pakka hjá okkur, Óskar Marinó verður í skólanum og foreldrarnir við vinnu.

Næsta blogg verður frá Benidorm, en þar mun bíða okkar litla ömmustelpan Tara Kristín og pabbi hennar. Mamma, Sigga Rúna er í erfiðum prófum og feðginin koma til Benidorm á morgun, nokkrum tímun á undan ömmu og Gabríel. Svo það verður áframhaldandi ömmuleikur hjá mér. Ó, ég hlakka svo til :-)

Fært undir . Engin ummæli »

Dagur 11.

Laugardagur. (gætrdagurinn). Í dag eigum við pantað borð á fínum veitingastað til að borða Dansk Julefrukost.

Allir voru tílbúnir í tíma, klæddir eins og jólin séu í dag. Við mættum á staðinn og var fylgt að borðinu okkar, og hvað…fengum við ekki bara besta borðið í salnum, með útsýni yfir göngugötuna fyrir neðan (við vorum á annari hæð) og í þessu líka flotta horni, alveg privat eins og kóngafólkið. Hvílíkt jólahlaðborð, við höfðum aldrei séð annað eins. Ég var bún að fara víða og skoða hvað var í boð áður en þassi staður var ákveðinn. Ekkert okkar á orð til að lýsa deginum.

Þegar við komum heim fengum við okkkur heitt súkkulaði og síðan sofnuðu flestir, ekta spænskur helgardagur.

I love Denmark :-)   

Fært undir . Engin ummæli »