Dagur 10.
5. desember 2009 — spanjolaLoks er hætt að rigna. Allavega í bili. Fyrst þegar ég fór fram úr, rétt undir morgun, var snjóföl yfir öllu. Ekkert að gera annað en skríða uppí aftur, enda klukkan ekki orðin 7.
Komin á fætur og til í allt. Tony keyrði okkur um borgina til að sýna okkur hin ýmsu hverfi. M.a. skoðuðum við hverfið þar sem aðallinn reysti herragarða á 19. öld. Það var vinsælt þá að ríkt fólk sem bjó í Kaupmannahöfn reysti sér stóra herragaða í Álaborg. Þetta var eins og að detta inn í gamla rómantíska sveitasögu, að virða gamla tímann fyrir sér og gleyma umhverfinu utan við þetta ævintýraland.
Toný lét okkur út í miðbænum og við gengum og gengum og skoðuðum fallegu húsin, þröngar göturnar, fólkið og búðirnar. Borðuðum smörrebröð og gleymdum heiminum utan við Álaborg. Ég get ekki hætt að dást að gamla bænum. Tók myndir af húsum og ýmsu fleiru sem fallegt er.
Óskar Marinó er komin í helgarfrí og margt á dagskrá þessa helgi. Byrjar með dansk julefrukost í hádeginu á morgun.
Eigið góða helgi öll saman