Dagur 10.

Loks er hætt að rigna. Allavega í bili. Fyrst þegar ég fór fram úr, rétt undir morgun, var snjóföl yfir öllu. Ekkert að gera annað en skríða uppí aftur, enda klukkan ekki orðin 7.

Komin á fætur og til í allt. Tony keyrði okkur um borgina til að sýna okkur hin ýmsu hverfi. M.a. skoðuðum við hverfið þar sem aðallinn reysti herragarða á 19. öld. Það var vinsælt þá að ríkt fólk sem bjó í Kaupmannahöfn reysti sér stóra herragaða í Álaborg. Þetta var eins og að detta inn í gamla rómantíska sveitasögu, að virða gamla tímann fyrir sér og gleyma umhverfinu utan við þetta ævintýraland.

Toný lét okkur út í miðbænum og við gengum og gengum og skoðuðum fallegu húsin, þröngar göturnar, fólkið og búðirnar. Borðuðum smörrebröð og gleymdum heiminum utan við Álaborg. Ég get ekki hætt að dást að gamla bænum. Tók myndir af húsum og ýmsu fleiru sem fallegt er.

Óskar Marinó er komin í helgarfrí og margt á dagskrá þessa helgi. Byrjar með dansk julefrukost í hádeginu á morgun.

Eigið góða helgi öll saman :-)

Fært undir . Engin ummæli »

Dagur 9.

Óskar Marinó kom ekki að kyssa ömmu í morgun. Hann hefur líklega verið feiminn þar sem Gabriel var komin í rúmmið til hannar og þeir sáust ekki í gærkvöldi þar sem litli maðurinn var sofnaður áður en hann kom. Það er ansi langt síðan þeir sáust síðast.

Kvöldið var yndislegt. Súpan góða sló í geng eins og við var að búast við sátum lengi við spjall í fallegu stofunni, með kertaljós allt um kring.

Hvað skal gera í dag? Jú, ég hafði nú ætlað mér að  sýna Gabriel bæinn og eins gott að standa við það. Við ákváðum að ganga, það tæki varla meir en 45 mínútur. Í hellirigningu héldum við af stað…bölvað rok er þetta, rigningin ein nægir. Við héldum sem leið liggur upp hæðina og niður hinum megin. Vorum komin að flottu einbýlishúsunum hér rétt fyrir neðan þega við sáum strætó. Hoppuðum rennblaut upp í hann og sátum sem fastast þar til hann stoppaði í miðbænum. Ekki gátum við nú mikið skoðað vegna rigningarinnar svo við settumst inn á fallegann veitingastað og fengum okkur að borða. Gamalt hús í þröngri götu, málað bleikt. Þar sátum við svo í klukkutíma, svona að spænskum sið, og fylgdumst með fólki koma og fara og horfðum út á skautasvell sem er þar fyrir utan. Það er svo gott að borða í Danmörku.

Eftir að heim kom, fóru karlmennirnir í skoðunarferð og við dömurnar dáðumst að Gestgjafanum sem dottið hafði í póstkassan fyrr um daginn, svo og öðrum fallegum blöðum.

Bara að við þyrftum ekki að fara heim aftur ;-)

Fært undir . Engin ummæli »