Dagur 8.
2. desember 2009 — spanjolaDagurinn í dag hófst eins og allir dagar með kossi frá ömmustráknum. Hann átti skemmtilegan dag í skólanum og hafði frá ýmsu að segja við heimkomuna. Foreldrarnir þurftu að fara á fund í skólanum hans svo við vorum tvö heima. Okkur líður afskaplega vel saman.
Frænka Tony og fjölkylda sem búa í bæ hér ekki langt frá komu í heimsókn og borðuðu kvöldmat með okkur. Börnin þeirra tvö og Óskar Marinó skemmtu sér mjög vel. Ég nartaði aðeins í salat því ég ætla að borða mexikósku súpuna góðu með Gumma og Gabriel sem bráðum fara að renna í hlað. Klukkan er að verða 22.00 og þeir koma á hverrri mínútu.
Þeir eru mættir
Góða nótt!!!