Tveggja vikna ferð til Danmerkur.
29. nóvember 2009 — spanjola23.nóvember 2009. Ég vakna eftir 2ja tíma svefn. Er að fara til Álaborgar í Danmörku í dag. Þar ætlla ég að vera hjá Gumma, Toný og Óskari Marinó ömmustráknum mínum í tvær vikur.
Þó svo ég hafi vakað nær alla nóttina er ég ekki farin að pakka né gera ýmislegt sem ég ætlaði mér að gera áður en ég færi, s.s. að skreyta jólatréð svo það tæki á móti mér/okkur þegar við kæmum heim. Gabriel kemur þann 2. des. og saman förum við svo heim að kvöldi 7. des.
Mér líður hálfpartinn eins og timbraðri eftir svona stuttan svefn, en þegar við leggjum á sta á flugvöllinn um hádegi er ég orðin sjálfri mér lík, og þó…. Ég er alltaf búin að pakka að minnsta kosti degi fyrir brottför svo þetta hentaði mér mjög illa. Þó var merkilegt að ég gleymdi ekki nema 2 hlutum sem Gabriel kemur með. En slíkt er ég stressuð yfir öllu þessu að ég gleymi að læsa tölvulásnum á ferðatöskunni minni, það hefur aldrei gerst þau ca. 20 ár sem ég hef átt hana. Ég þarf reyndar að fara að fá mér nýja, þessi er dásamleg, hárauð Samsonite en hún vegur 6 kg. og nú á dögum þegar flugfélögin eru svona ströng á viktinni er eins gott að taskan sé létt. Nú má ég hafa 15 kg og 10 kg í handfarangur. Aðeins 1 stykki í handfarangur, ekki halda á yfirhöfninni…nei takk, ég þarf að standa þarna í pelsinum í 28C. En, mikið ljómandi gengur nú innritunin vel, maður er jú búin að prenta út “boarding” passann sinnn áður en maður mætir á flugvöllinn. Komin í gegn, búin að fara í fríhöfnina og sest með rauvínsglas. Í fríhafnarpokanum er kassi með andlitskremum, og 1 lítið nammi handa Óskari M. Þá er loks kallað í vélina og ég komin í röðina þar sem síðasta blessun er lögð yfir mann áður en gengið er um borð. Þá er röðin komin að mér, vei…kallar á mig ungur maður og segir “Frú, þér megið bara hafa eitt stykki í handfarangri”, ha segi ég. Hann endurtekur setninguna og nú verð ég að gjöra svo vel og tæma fríhafnarpokann og troða innihaldinu í tölvutöskuna. Úff, hvað ég svitna í þessu pels.
Komin um borð og vélin á leið í loftið. Góð flugfrerð, lendum hálftíma fyrir áætlun.
Ég komin út. Þarna stendur Gummi minn og bíður eftir mér. Tæpum tveim tímum seinna geng ég inn í húsið þeirra. Hvílíkur fögnuður. Kertaljós um allt, utandyra sem innan, dásamleg mexikósk súpa ofl. borið á borð og við njótum samverunnar.
En fallegt heimili. Amma fær fínt herbergi og er nú lögst í rúmmið. Ég er þreytt en óskaplega glöð. Góða nótt.