Halló :-) Langt síðan síðast.

Blessuð og sæl vinir og fjölskylda.

Það er heldur betur langt síðan ég hef bloggað. Síðast var það á afmælisdaginn minn í júní. En margt hefur gerst og mikið verið að gera.

Við fluttum skrifstofuna okkar heim 1. júlí, vorum þá búin að segja upp starsfólki á skrifstofu. Svo, nú erum við tvö, auk þrifnaðarfólksins. Það kom fljótt í ljós að þetta var hin besta ákvörðun, en um leið að við yrðum mjög upptekin allt sumarið og erum reyndar enn. Það eina neikvæða er að heimilið lítur dálítið út eins og vöruhús, en núna þegar veturinn læðist yfir verður minna að gera í daglegu ati, þar sem flestar okkar íbúðir eru uppteknar af gestum sem eru hér nokkra mánuði yfir veturinn. Svo ég er aðeins byrjuð að fara í gegnum pappíra og koma okkur almennilega fyrir. Bæði aukaherbergin á efri hæðinni eru skrifstofur og stigapallurinn skjalageymsla. En þetta hefur verið mjög skemmtilegur tími.

Nú ætla ég að bregða mér niður og sækja einn jóla CD og sjá hvernig það legst í mig.

Þá hefur Sigga Beinteins. vikið fyrir Íslesku dívunum. Ég er ein af þeim sem hef yfirleitt byrjað að undirbúa jólin á haustin, en hvernig á maður að komast í jólaskap þegar enn er um 30C og sól alla daga? En ég lít þó svo á að ég sé byrjuð, með því að koma efri hæðinni í gott lag. Svo er engin vafi á því að ég kemst í alvöru jólaskap 23. nóvember þegar ég fer til Álaborgar í Danmörku að heimsækja Guðmund Óskar og fjölskyldu sem þangað fluttu 1. júní sl. Hjá þeim verð ég í tvær vikur og Gabriel mun sameinast okkur síðustu 5 dagana. Svo eigum við von á mjög góðri og skemmtilegri vinkonu í 10 daga heimsókn yfir jólin.

En, þar sem ég hef nú loks hafið blogg á ný, mun ég vonandi gefa mér tíma til að segja frá sumrinu og fleiru á næstunni.

Farið vel með ykkur og engar áhyggjur af A-flensu, hún er bara flensa eins og aðrar….

Besos úr miklum hausthita.

Fært undir . 1 ummæli »