Afmælisdagur.

Það er komið kvöld. 14. júní, afmælisdagurinn minn. Ég vissi fyrirfram að hann yrði vinnusamur dagur þó það sé sunnudagur. Gabriel fór að kafa snemma í morgun, ég keyrði hann að höfninni. Hann tekur þátt í að hreinsa strandlengjuna undan baðströndunum árlega. Og hefur mikið gaman af. Fyrir mig var það ekki mál að sjá um vinnuna í morgun, hann yrði hvort sem komin úr kafi um kl. 14.00.

Morguninn byrjaði rólega, eftir að hafa keyrt hann fór ég heim og fékk mér te, skoðaði tölvuna, vinnupartinn og facebook. Svo um 10.00 hófst vinnan, og auðvitað komu óvænt atvik upp á, svo maður þurfti að hafa hraðar hendur og enn hraðari hugsun ;-)

Um kl. 12.00 var ég laus í bili…og fór að hitta Gaua minn í tapas í Albir. Við sátum þar á yndislegum spænskum stað þegar Gabriel hringdi og var komin á þurrt. Svo við fórum að snekkjuhöfninni í Altea þaðan sem hann kafar út frá, hittum hann og félaga hans. Það var okkur boðið upp á smárétti (tapas) og drykki. Síðan tók við meiri vinna.

Okkur tókst þó að ljúka fyrir 17.30 svo við kæmumst í bíó, nokkuð sem við reynum að gera alla sunnudaga. Við förum og horfum á myndir á frummáli, oftast ensku. Í dag sáum við Viktoriu drottningu, mynd um þessa ástsælu ensku drottningu, en mér til undrunar og gleði, fjallaði myndin aðeins um hennar ungu ár,þ.e. fram yfir 20 ára. Mjög góð mynd.

Við tók meiri vinna, mjög óvænt. En að lokum komumst við heim. Og röðuðum á borðið afgöngum frá gærkvöldinu. Hjá okkur voru Birgitte og Helgi vinir okkar i mat í gærkvöldi. Og það voru miklir afgangar.

Við áttum dásamlegt kvöld saman.

Á matseðlinum voru pönnukökur fylltar með rjómaostmauki og reyktum íslenkum laxi, graskersúpa borin fram í litlum staupum, linsubaunapaté, salat og hnetur ýmiskonar. Síðan kom stórt laxaflak bakað í ofni, en ég hafði smurt flakið þversum í ca 5 cm rendur, annar vegar grænt pestó og hins vegat tómat pestó. Bakaði síðan flakið við hægan hita í ca 30 mín. Með laxinum bar ég fram allt sem var á borðinu fyrir auk ofnbakaðs grænmetis. Við enduðum svo máltíðina með kampavíni sem þau hjón færðu okkur, ferskum jarðaberjum og ostum.

Afgangarnir hafa síðan verið á borðum í kvöld og okkur kemur á óvart að laxinn er enn betri kaldur en heitur.

Ég á enn eftir að blogga heilmikið um Íslandsferðina, og vonandi fer ég í gang fljótlega. Maður getur jú ekki endalaust verið að vinna ;-)

Fært undir . Engin ummæli »