Andlausir dagar.

Frekar hef ég nú verið andlaus þessa síðustu viku. Það var engin vínsmökkun á föstudaginn var, en hins vegar fórum við hjónin á grískan stað að borða og í framhaldi duttum við inn á lokakvöld læknaráðstefnu sem hefur staðið hér yfir. Ætluðum nú bara að nota VIP kortin okkar á Benidorm Palace sem er flottur kabarett staður hér. En sem sagt lokakvöld læknanna stóð sem hæst þegar við komum og við þurftum ekki einu sinni að framvísa kortunum okkar. Áttum hins vegar í basli með að fá þjónana til að skilja að við værum ekki svöng og vildum þar af leiðandi ekki borða fjórréttaða máltíð kvöldsins. Hins vegar vildum við gjarnan flösku af kampavíni, og ætluðum auðvitað að borga það eins og lög gera ráð fyrir, en nei, við vorum augljóslega svona læknaleg í útliti að flaskan var frí svo og aðrir drykkir kvöldsins. Úr varð mjög skemmtilegt kvöld, þar sem við sáum nýjasta dans-show staðarins. Komum skelfilega seint heim ;-)

Annars erum við búin að vera að vinna helgina eins og allar helgar. Gabriel fór reyndar að kafa í morgun, endalaust að leita hafmeyja. Ég átti góðan fyrripart dags með GB syni mínum. Ég er búin að vera einka- þerna/þjónustupía/hreingerningardama hans í viku. Hann flutti úr íbúðinni sinni og við ætlum að leigja hana ferðamönnum í sumar, svo allt þurfti að þvo, gera hreint… :-) Rosalega gaman. Hann hlýtur að bjóða mér út að borða fyrir verkið.

Svo hér er lífið allega vinna, vinna…reyna að lifa af kreppuna. Hei!!! svona tal er bannað á minni bloggsíðu. Hér býr bara jákvæðni.

Á laugardaginn kemur verðum við með matarboð. Mikið hlakka ég til. Birgitta og Helgi vinir okkar koma í mat, sá fyrverandi, GÓ líka :-) Ég er búin að vera að setja saman matseðil í huganum. Margt spennandi í boði, en er þó að fæðast. Set hann inn hér þegar gripurinn verður fullburða.

Binni minn litli var í Fraklandi um helgina svo ég hef haft umsjón með kettinum og fleiri smáverkum hjá honum.

Svo eins og þið sjáið, engin stórtíðindi héðan. Hef ekki einu sinni haft almennilegan tíma til að fylgjast með fréttum.

Nema hvað 60 ár voru liðin frá brúðkaupi foreldra minna þann 4. júní sl.

Hasta la vista amigos :-)

Fært undir . Engin ummæli »