Jarðhræringar á Suðurnesjum.

Hingað berast fréttir frá vinum í Grindavík (og mbl.is) um jarðhræringar þær sem hafa gengið yfir Reykjanesið og höfuðborgarsvæðið. Þetta tók mig til baka til þess dags er ég kvaddi fósturjörðina síðast, þann 13. maí. Ég var komin snemma á flugvöllinn í Keflavík. Antonía, tengdadóttir mín keyrði mig og við höfðum svo góðan tíma að þegar ég var búin að tjekka inn settumst við á kaffihúsið í salnum. Ég meir að segja fékk hvítvín :-) Svo kvöddumst við með tárum og ég hélt leiðar minnar eftir pílum og skiltum.

Sjáið til !!! ég var að koma þarna í fyrsta skipti eftir stækkun flugstöðvarbyggingarinnar. Og, mikið varð ég hrifin. Marga stóra og mis skemmtilega flugvelli hef ég farið um, en ég er heilluð að KEF. Allur sá tími sem ég hafði nægði mér ekki til að skoða og dást að því hversu vel hefði tekist til. Rétt náði að setjast á kaffihús sem var að opna sama dag og borða mína heimasmurðu, unaðslegu samloku…keypti rauðvín af kaffihúsinu svo ég gæti notið samlokunnar betur og með góða samvisku.

Ég hreinlega tapaði mér í búðunum, og ég sem aldrei kaupi neitt á flugvöllum, nema vera beðin sérstaklega um það. Þarna voru tilboð á laxi og hérumbil öllu sem sér íslenskt er. Ég keypti heilmikin lax, reyktan og grafinn, Egils appelsín og sælgæti, snyrtivörur (halló!!!ég kaupi þær ekki á flugvöllum, þær eru venjulega svo dýrar þar). Það voru glaðir strákar sem tóku á móti mér þegar ég kom…

Og, þar sem ég hafði geymt fram á síðustu stundu að kaupa gjöf handa manninum mínum (stólaði á flugvöllinn eða vélina) fór ég inn í Hugo Boss búð…datt aldrei í hug að slík búð væri í KEF, og þar fékk ég þennan líka flotta polo bol fyrir sumarið.

Svo um borð í vélina fór ég svo klyfjuð að þegar til Alicante kom þurfti ég aðstoð konu sem sat með mér til að bera handfarangurinn :-) Þetta var bara hérumbil eins og í gamla daga.

Næst þegar ég kem, ætla ég að fara með tóma handfarangurstösku á flugvöllinn svo ég lendi ekki í því sama aftur.

Flott flugstöð!!!

Fært undir . Engin ummæli »