Föstudagur og önnur vínsmökkun.

Ég veit að ég hef staðið mig illa í bloggi undanfarna 2-3 mánuði. Það eru ýmsar mis-skemmtilegar ástæður fyrir því. T.d. eftir að ég kom heim frá Íslandi ákvað ég að vinna upp hrúgu af verkefnum og þar sem ég blogga á kvöldin eftir að ég er komin heim úr vinnu hefur rúmmið verið meira freistandi, eða ég skilið tölvuna eftir á skrifstofunni.

Alla vega, hér er ég nú. Eldhress nýkomin úr rauðvíns-smökkun með bóndanum. Þetta var hin skemmtilegasta smökkun, þó ekki hafi hún nálgast kampavíns-smökkunina í sl. viku. En þarna var verið að kynna fyrir okkur Miðjarðarhafsvín og það var bara heilmikil saga sem vínræktandinn hafði að segja, þó hann hafi ekki byrjað ræktun fyrr en 1991. En það sekmmtilegasta var að hann talaði um afa Gabriels, því hann kynnti sér m.s. skrif hans um nýungar í vínræktun þegar hann var að byrja. (Ég geri ráð fyrir að allir viti að afi Gabriels var vínbóndi).

En það sem ég sökkti mér niður í á meðan á þessu stóð (fyrir utan að sötra á 4 mismunandi vínum) var að Íslendingar almennt vita ekki svo mikið um spænsk vín. Allir þekkja jú Rioja, sem eru almennt mjög gó vín, en Rioja héraðið er norður í landi og mjög ólíkt t.d Murcia þaðan sem vínin í kvöld komu frá. Í Rioja rignir heilmikið, en hér við ströndina ekki. Berin hér eru mjög ólík berjunum fyrir norðan og þar af leiðandi vínin líka. Okkar uppáhalds hérað hefur alltaf verið Rivero del Duero, sem er rétt við Rioja, og það er líka allra besta vínhéraðið á Spáni. Hvílík vín sem þaðan koma.  

En vinur okkar hér í næsta nágreni ræktar líka vín. Vínhúsið hans er mjög þekkt, aðallega fyrir það að þar skipta gæðin öllu máli en ekki magnið. Svo, hann framleiðir lítið magn ár hvert, en leggur alla áherslu á gæðin. Við Gabriel höfum farið með íslenska víninnflytjendur í heimsókn til hans, en það virðist ekki borga sig að flytja vínin hans til fósturjarðarinnar. Kanske ekki skrýtið, því hann hefur ekki undan eftirspurn innanlands. En, við njótum þeirra forréttinda að geta sest niður á Bodegunni (vínbúgarðinum) hans sem er aðeins í 10 mínútna akstursfjarlægð og átt góðar stundir með skemmtilegu fólki.

Eftir heimkomuna í kvöld vorum við svolítið þung af rauðvíninu, svo við opnuðum Lambrusco og það er alveg að gera sig flott:-)  

Svo er bara komin svefntími, eða þannig…vinna framundan alla helgina.

Fært undir . Engin ummæli »