Spánn á morgun.

Þá er komið að heimför. Ég fer á morgun um hádegið eftir 68 daga dvöl á fósturjörðinni. Óskar Marinó, ömmustrákurinn minn er með allt slíkt á hreinu. Hann er mikill starðfræðingur þó hann sé aðeins 5 ára. Sama gildir um afmælisdaga og aldur fólks, hann klikkar aldrei á slíku. En eftir mjög skemmtilegt Eurovision kvöld, er komin tími til að setja síðustu tuskurnar í töskuna og fara á vit draumalandsins. Óskar Marinó og móðir hans borðuðu með okkur ömmunum og skemmtu sér síðan með okkur yfir forkeppninni þar sem Ísland komst áfram…Húrra :-) Gummi pabbi er í vinnunni í Danmörku þessa viku en kemur heim næsta föstudagskvöld og síðan fer litla fjölskyldan til síns nýja heimalands þann 1. júní.

Ég þakka öllum, fjölskyldu og vinum fyrir frábæra samveru. Það er mikið efni sem ég fer með heim til að blogga úr. Svo verið viðbúin, það gæti jafnvel farið í gang daglegt blogg.

Verið góð hvert við annað og ég vona svo innileg að verðuguðirnir fari að vera góðir við ykkur :-) Ég er farin í sólina og hitann!!!

Fært undir . 1 ummæli »