Hamingjustund með Kvennalistakonum.

 Hér fyrir neðan er tilkynning sem sett var á facebook. Frekar fyndin, en samt :-)

Mikið óskaplega var þetta skemmtileg samverustund og gaman að vera með gömlum vinkonum og nýjum. Fyrrum ráðherrum, nýjum og gömlum alþingiskonum og svo okkur hinum sem erum að fást við ýmiskonar málefni. Samfundurinn hepnaðist svo vel að þær ákváðu að taka þetta upp einu sinni í mánuði. Frábært að vita að næst þegar ég kem get ég gengið að þeim vísum á barnum á Grand…meir að segja tókst einni að fá þjónana til að vera með 2 fyrir 1 milli 17.00 og 19.00.

Ég hlakka til að fá fundargerð (eða þannig) eftir næsta hitting.

Takk fyrir mig :-)  

  

Hamingjustund með Kristínu Bergmann ;)

gleði gleði

Host:

Kvennalistakonur

Type:

Party - Cocktail Party

Network:

Global

Date:

06 May 2009

Time:

17:00 - 19:00

Location:

Grand hótel, Sigtúni

Street:

Sigtún

Town/City:

Reykjavík, Iceland

Description

Kristín Bergmann er á landinu og hefur ekki hitt nógu margar skemmtilegar konur. Til að bæta úr því ætlum við að hittast á barnum á Grand Hótel í Sigtúni og eiga saman gleðistund. Í anda hinnar hagsýnu húsmóður veljum við Happy hour þegar hægt er að kaupa 2 drykki á verði eins (og gerum auðvitað ráð fyrir því að konur deili með sér skammt, því ekki erum við að hvetja til aukinnar áfengisneyslu, ó nei).
En ath Happy hour er milli 17 og 18, þá hækka drykkirnir í verði… svo verið stundvísar.

 

Fært undir . 1 ummæli »