Jarðhræringar á Suðurnesjum.

Hingað berast fréttir frá vinum í Grindavík (og mbl.is) um jarðhræringar þær sem hafa gengið yfir Reykjanesið og höfuðborgarsvæðið. Þetta tók mig til baka til þess dags er ég kvaddi fósturjörðina síðast, þann 13. maí. Ég var komin snemma á flugvöllinn í Keflavík. Antonía, tengdadóttir mín keyrði mig og við höfðum svo góðan tíma að þegar ég var búin að tjekka inn settumst við á kaffihúsið í salnum. Ég meir að segja fékk hvítvín :-) Svo kvöddumst við með tárum og ég hélt leiðar minnar eftir pílum og skiltum.

Sjáið til !!! ég var að koma þarna í fyrsta skipti eftir stækkun flugstöðvarbyggingarinnar. Og, mikið varð ég hrifin. Marga stóra og mis skemmtilega flugvelli hef ég farið um, en ég er heilluð að KEF. Allur sá tími sem ég hafði nægði mér ekki til að skoða og dást að því hversu vel hefði tekist til. Rétt náði að setjast á kaffihús sem var að opna sama dag og borða mína heimasmurðu, unaðslegu samloku…keypti rauðvín af kaffihúsinu svo ég gæti notið samlokunnar betur og með góða samvisku.

Ég hreinlega tapaði mér í búðunum, og ég sem aldrei kaupi neitt á flugvöllum, nema vera beðin sérstaklega um það. Þarna voru tilboð á laxi og hérumbil öllu sem sér íslenskt er. Ég keypti heilmikin lax, reyktan og grafinn, Egils appelsín og sælgæti, snyrtivörur (halló!!!ég kaupi þær ekki á flugvöllum, þær eru venjulega svo dýrar þar). Það voru glaðir strákar sem tóku á móti mér þegar ég kom…

Og, þar sem ég hafði geymt fram á síðustu stundu að kaupa gjöf handa manninum mínum (stólaði á flugvöllinn eða vélina) fór ég inn í Hugo Boss búð…datt aldrei í hug að slík búð væri í KEF, og þar fékk ég þennan líka flotta polo bol fyrir sumarið.

Svo um borð í vélina fór ég svo klyfjuð að þegar til Alicante kom þurfti ég aðstoð konu sem sat með mér til að bera handfarangurinn :-) Þetta var bara hérumbil eins og í gamla daga.

Næst þegar ég kem, ætla ég að fara með tóma handfarangurstösku á flugvöllinn svo ég lendi ekki í því sama aftur.

Flott flugstöð!!!

Fært undir . Engin ummæli »

Föstudagur og önnur vínsmökkun.

Ég veit að ég hef staðið mig illa í bloggi undanfarna 2-3 mánuði. Það eru ýmsar mis-skemmtilegar ástæður fyrir því. T.d. eftir að ég kom heim frá Íslandi ákvað ég að vinna upp hrúgu af verkefnum og þar sem ég blogga á kvöldin eftir að ég er komin heim úr vinnu hefur rúmmið verið meira freistandi, eða ég skilið tölvuna eftir á skrifstofunni.

Alla vega, hér er ég nú. Eldhress nýkomin úr rauðvíns-smökkun með bóndanum. Þetta var hin skemmtilegasta smökkun, þó ekki hafi hún nálgast kampavíns-smökkunina í sl. viku. En þarna var verið að kynna fyrir okkur Miðjarðarhafsvín og það var bara heilmikil saga sem vínræktandinn hafði að segja, þó hann hafi ekki byrjað ræktun fyrr en 1991. En það sekmmtilegasta var að hann talaði um afa Gabriels, því hann kynnti sér m.s. skrif hans um nýungar í vínræktun þegar hann var að byrja. (Ég geri ráð fyrir að allir viti að afi Gabriels var vínbóndi).

En það sem ég sökkti mér niður í á meðan á þessu stóð (fyrir utan að sötra á 4 mismunandi vínum) var að Íslendingar almennt vita ekki svo mikið um spænsk vín. Allir þekkja jú Rioja, sem eru almennt mjög gó vín, en Rioja héraðið er norður í landi og mjög ólíkt t.d Murcia þaðan sem vínin í kvöld komu frá. Í Rioja rignir heilmikið, en hér við ströndina ekki. Berin hér eru mjög ólík berjunum fyrir norðan og þar af leiðandi vínin líka. Okkar uppáhalds hérað hefur alltaf verið Rivero del Duero, sem er rétt við Rioja, og það er líka allra besta vínhéraðið á Spáni. Hvílík vín sem þaðan koma.  

En vinur okkar hér í næsta nágreni ræktar líka vín. Vínhúsið hans er mjög þekkt, aðallega fyrir það að þar skipta gæðin öllu máli en ekki magnið. Svo, hann framleiðir lítið magn ár hvert, en leggur alla áherslu á gæðin. Við Gabriel höfum farið með íslenska víninnflytjendur í heimsókn til hans, en það virðist ekki borga sig að flytja vínin hans til fósturjarðarinnar. Kanske ekki skrýtið, því hann hefur ekki undan eftirspurn innanlands. En, við njótum þeirra forréttinda að geta sest niður á Bodegunni (vínbúgarðinum) hans sem er aðeins í 10 mínútna akstursfjarlægð og átt góðar stundir með skemmtilegu fólki.

Eftir heimkomuna í kvöld vorum við svolítið þung af rauðvíninu, svo við opnuðum Lambrusco og það er alveg að gera sig flott:-)  

Svo er bara komin svefntími, eða þannig…vinna framundan alla helgina.

Fært undir . Engin ummæli »

Kampavín með mat.

Ekki var ég búin að vera lengi heima þegar ég mætti með Gabriel í vínsmökkun. Nú var verið að kynna og smakka kampavín. Vínhúsið, eða fyrirtækið (hvort sem þið viljið) sem kynnt var, er franska húsið Veuve Clicquot. Víngerðarmaðurinn sem kynnti, (og nú verður maður að vita að víngerðarmaður er titill rétt eins og efnafræðingur ofl.) er spænskur og hefur unnið við frönsk hús lengi. Kynningin var óvenjulöng og við lærðum ótrúlega mikið. Ég, leikmanneskjan var heilluð af frásögn hans og Gabriel sem komin er með diploma fyrir nokkrum árum sem útlærður vínsmakkari, bætti heilmiklu í sinn viskubrunn. Smökkuð voru 2 hvít og 1 rósa kampavín. Geysi góð vín, en annað hvíta mun betra en hitt, enda eitt af “drottningum” hússinis. Það rósa var einnig mjög gott, en ekki fengum við þó að smakka “greifynjuna” í hópi rósa kampavíns hússins enda kostar hver flaska tæpar 400 evrur. Svo við hjónin geymum það til betri tíma, en ég er viss um að við eigum eftir að kaupa eina slíka til að njóta með morgunmatnum einhverntíma.

Aðal þema þessa bráðskemmtilega víngerðarmanns var að fá þáttakendur til að skilja að kampavín er eitthvað það al besta vín sem hægt er að hafa með mat, og það næstum öllum mat. Hann sagði þó, að klassa rauðvín yrði aldrei toppað ef verið væri að borða osta. En þar fyrir utan væri ekki til sá matur sem kampavín gengi ekki með. Gott og vel! Ég get næstum samþykkt þetta. Í mínu húsi er Cava, sem er spænska heitið yfir kampavín framleitt í landinu, mikið notað. Fyrir mat, með mat, með eftirréttum og sem hressingardrykkur. Þó vorum við að ræða það í morgun að einhvernveginn gætum við ekki hugsað okkur kampavín með síld, hangikjöti né öðru sem kemur úr svipuðum fæðuflokkum (meðhöndlun).

Ef ég bregð mér af bæ, þ.e. til útlanda, kemur Gabriel ætíð með Cava og 2 kampavínsglös á flugvöllinn þegar hann tekur á móti mér. Við skálum síðan í bílnum áður en við höldum af stað heim. Athugið!!! hann drekkur bara 1 glas, svo venjulega geymi ég flöskuna þar til við komum heim að við getum noti hennar saman.

Mjög algengt er að Gabriel geri sérstaka spænska eggjahræru í morgunmat á sunnudögum og við drekkum Cava með. Þetta vita allir sem hafa verið gestir okkar, hvort heldur í London eða hér á Spáni, og notið vel :-)  

En, tilgangur þessarar bloggfærslu er tvíþættur. Annarsvegar, að hvetja ykkur öll til að prófa ykkur áfram í freyði- og kampavínum með mat, og hinns vegar að vekja athyggli á að ég er auðvitað búin að taka upp spænska siði og farin að sötra vín alla daga :-)

Fært undir . 1 ummæli »

Spánn á morgun.

Þá er komið að heimför. Ég fer á morgun um hádegið eftir 68 daga dvöl á fósturjörðinni. Óskar Marinó, ömmustrákurinn minn er með allt slíkt á hreinu. Hann er mikill starðfræðingur þó hann sé aðeins 5 ára. Sama gildir um afmælisdaga og aldur fólks, hann klikkar aldrei á slíku. En eftir mjög skemmtilegt Eurovision kvöld, er komin tími til að setja síðustu tuskurnar í töskuna og fara á vit draumalandsins. Óskar Marinó og móðir hans borðuðu með okkur ömmunum og skemmtu sér síðan með okkur yfir forkeppninni þar sem Ísland komst áfram…Húrra :-) Gummi pabbi er í vinnunni í Danmörku þessa viku en kemur heim næsta föstudagskvöld og síðan fer litla fjölskyldan til síns nýja heimalands þann 1. júní.

Ég þakka öllum, fjölskyldu og vinum fyrir frábæra samveru. Það er mikið efni sem ég fer með heim til að blogga úr. Svo verið viðbúin, það gæti jafnvel farið í gang daglegt blogg.

Verið góð hvert við annað og ég vona svo innileg að verðuguðirnir fari að vera góðir við ykkur :-) Ég er farin í sólina og hitann!!!

Fært undir . 1 ummæli »

Hamingjustund með Kvennalistakonum.

 Hér fyrir neðan er tilkynning sem sett var á facebook. Frekar fyndin, en samt :-)

Mikið óskaplega var þetta skemmtileg samverustund og gaman að vera með gömlum vinkonum og nýjum. Fyrrum ráðherrum, nýjum og gömlum alþingiskonum og svo okkur hinum sem erum að fást við ýmiskonar málefni. Samfundurinn hepnaðist svo vel að þær ákváðu að taka þetta upp einu sinni í mánuði. Frábært að vita að næst þegar ég kem get ég gengið að þeim vísum á barnum á Grand…meir að segja tókst einni að fá þjónana til að vera með 2 fyrir 1 milli 17.00 og 19.00.

Ég hlakka til að fá fundargerð (eða þannig) eftir næsta hitting.

Takk fyrir mig :-)  

  

Hamingjustund með Kristínu Bergmann ;)

gleði gleði

Host:

Kvennalistakonur

Type:

Party - Cocktail Party

Network:

Global

Date:

06 May 2009

Time:

17:00 - 19:00

Location:

Grand hótel, Sigtúni

Street:

Sigtún

Town/City:

Reykjavík, Iceland

Description

Kristín Bergmann er á landinu og hefur ekki hitt nógu margar skemmtilegar konur. Til að bæta úr því ætlum við að hittast á barnum á Grand Hótel í Sigtúni og eiga saman gleðistund. Í anda hinnar hagsýnu húsmóður veljum við Happy hour þegar hægt er að kaupa 2 drykki á verði eins (og gerum auðvitað ráð fyrir því að konur deili með sér skammt, því ekki erum við að hvetja til aukinnar áfengisneyslu, ó nei).
En ath Happy hour er milli 17 og 18, þá hækka drykkirnir í verði… svo verið stundvísar.

 

Fært undir . 1 ummæli »