Að kostningum liðnum.

Í dag, sunnudaginn 26. apríl sit ég við elshúsborðið í rauða húsinu númer 3 við Bókhlöðustíg í Stykkishólmi. Úti skýn sólin og inn um opin gluggann heyri ég fuglasöng og til barna að leik. Lygn Breiðafjörðurinn blasir við og fannhvít flöllin í baksýn. Það er stórkostlegt þetta land, Ísland. Svona út um gluggan séð :-)

Nafnan mín litla sefur eftirmiðdags lúrinn sinn, móðir hennar lærir fyrir próf sem bíður hennar í fyrramálið og faðirinn er önnum kafin við ljósmyndavinnu á skrifstofu sinni. Amman sem komin er langt að, sötrar sitt te og nýtur sveitarinnar.

Alþingiskostningar fóru fram í gær. Í þessu húsi eru allir ánægðir með niðurstöðurnar og full vonar leggjum við traust okkar á þá menn og konur sem valist hafa til forystu. Mikil er ábyrgð þeirra.

Hér ætla ég að vera fram yfir næstu helgi, það er; í viku í viðbót. Daníel fer í ferðalag á morgun og Sigga Rúna er í próflestri, svo ég tók að mér ráðskonustarfið. Við erum glaðar saman nöfnurnar, en í fyrramálið fer hún í leikskólann og þangað mun ég sækja hana kl. 16.00. Þá er spurning hvort við förum beint í sundlaugina eða gerum eitthvað annað skemmtilegt. Í gær fórum við, Daníel, Tara Kristín og ég í skeljafjöruna hér. Þar lékum við okkur við ýmislegt skemmtilegt. Merkilegt að vera á svona strönd, þar sem maður sekkur í skeljar, en ekki sand eins og ég á að venjast heiman frá mér. Við dömurnar eigum örugglega eftir að fara fleiri ferðir í fjöruna. Ég hvarf í huganum til eigin barnæsku þegar ég lék mér í svartri fjörunni við Vík í Mýrdal, eða lækinn góða, Hundakofalækinn sem var austan við þorpið.

Merkilegt hvað maður verður léttur, ljóðrænn og rómantískur í svona fallegu umhverfi.

Ég sendi öllum bestu óskir héðan úr Hólminum og vona að allir séu sáttir að kostningum liðnum.

Fært undir . 1 ummæli »

Páskar á Akureyri.

Ég hoppa yfir töluvert langan tíma frá komu minni til landsins þar til nú. En það hefur ýmsar skýringar. Allt mun þó koma að lokum, þó ég fari aftur bak, en það verður kanske enn meira spennandi.

Hér er ég í höfuðstað norðurlands, Akureyri. Úti er snjór og fallegt veður.

Síðan ég kom hingað á Skírdag eftir ánægjulega bílferð með vinum mínum Nönnu og Helga ásamt 9 vikna gamalli dóttur þeirra, flutti ég inn á tengdaforeldra Guðmundar sonar míns, og það ekki í fyrsta skipti. Það er einstaklega gott að vera hjá þeim.

Ég hef hitt góða vini hér höfuðstað norðurlands, skoað margt og notið þess að vera til.

Á skírdaskvöld fórum við Toný tengdadóttir mín að sjá “Fúlar á móti” í leikhgúsnu hér. Stórkostleg sýning og við erum enn að hlæja.

Föstudagurinn langi fór í að gera margt skemmtilegt, endaði á því að  stórfjölskyldan borðaði hér. Börnin 3, makar þeirra og börn svo og langafi og langamma+amman frá Spáni.

Eftir einstaklega skemmtilegan dag í gær, laugadag, fór ég til Dóru vinkonu minnar og fyrrum sambýliskonu. Við bjuggum smana og vorum saman í námi á Englandi um árið. Hjá Dóru hitti ég fjölskylduna, bóndann Begga, nöfnu mína Eddu Kristínu, Jóhann og Álfheiði. Beggi spilar með hljómsveit hér fyrir norðan og gaf mér disk sem þeir félagar voru að gefa út. Fyrsti diskur þeirra og lofar mjög góðu. Við Dóra skelltum okkur svo í bæinn og borðuðum saman á Strikinu, mjög góðan mat, fórum svo á bar til frerkari skemmtunar. Við hlóum mikið að því að það var eins og við mættum hvergi koma, þá upphófst diskó með ljósagangi og látum. Meir að segja á veitingastaðnum var diskó tónlist og ljósagangur. Ungur maður stóð þar og þeytti skífur, ekki tók svo betra við á barnum, en kvöldið var frábært, mikið talað og hlegið.

Nú er Páskadagur og öll páskaeggin fundin og farið að gæða sér á súkkulaði í húsinu.

Gleðilega páska öll og njótið þeirra nú vel!!! 

Fært undir . 1 ummæli »