Komin til fósturjarðarinnar.

Jæja, þá er ég komin og búin að vera hér í nokkra daga. Veðrið er auðvitað búið að sýna sínar ýmsu hliðar. Það var mjög gaman að koma til sonar-sonarins eftir langan ferðadag. Sá stutti vakti eftir ömmu sinni og tók vel á móti mér. Morguninn eftir fór ég með honum og mömmu hans á fótboltaæfingu, hann er ansi liðtækur í boltanum :-) Þetta var sl. laugardag. Seinna um daginn kom hann svo til okkar ammanna, lang+stutt ömmu og gisti hjá okkur þar sem foreldrarnir fóru í veislu. Svo ég fékk heilmikið að njóta hans um helgina. Ömmustelpuna hef ég talað við á skype og þar sem við erum með myndavélar á tölvunum er þetta enn skemmtilegra. Hana mun ég svo hitta eftir rúma viku.

Það er heilmikið sem mig langar að blogga, en við ömmurnar erum orðnar langeygðar eftir draumalandinu svo ég læt þetta duga núna og kem bara fljótt aftur :-)  

Fært undir . 2 ummæli »

Sunnudags blogg.

Enn einn sunnudagurinn runninn upp, og gott betur því það fer að kvölda. Klukkan er 17.30 og enn skýn sólin og það er svo heitt að ég er með alllt opið út. Gabriel sem fór á skíði á föstudaginn og kom heim í dag, liggur og sefur í sófanum. Eftir að hafa farið saman í 2ja tíma gögnu hér í fjallinu og borðað gott salat (hann steik með), sofnaði garpurinn og ég hef verið að undirbúa Íslandsferð ofl. Við vorum búin að tala um að fara í bíó eins og við gerum gjarnan á sunnudögum, en ég bara tími ekki að vekja hann. Bíó byrjar eftir 15 mín :-) Vil frekar fara í bæinn í kvöld, bjóða honum á indverskan veitingastað og ganga svo um. Það er mjög mikið fólk hér núna vegna Davis Cup, sem er merkileg tenniskeppni, eins og þið kanske vitið öll. En þetta er í fyrsta skipti sem spilað er á Benidorm. Spænska landsliðið í tennis með Rafael Nadal, hetju okkar allra, er hér og sumir hafa veri heppnari en aðrir þegar kemur að því að sjá fólkið. Gabriel var í veislu hjá borgarstjóra fyrir helgina þar sem hann barði hetjurnar augum.

En, það er heldur betur farið að styttast í að ég stigi á fósturjörðina. Kem á föstudaginn kemur, 13. mars. Mér finnst tíminn frá því eg bókaði ferðina þar til nú hafa flogið áfram. Samt eru 2 mánuðir síðan. En, ég er á förum og eins gott að láta hendur standa fram úr ermum.

Skrifstofan loks komin með síma og net-tengingu þannig að á morgun flytja tölvur, fax, prentari ofl. úr stofunni minni á sinn framtíðarstað. Ég á ekki von á að ég muni vera mikið við vinnu á skrifstofunni þessa viku, ýmislegt sem þarf að huga að heima og annarsstaðar fyrir brottför. Þið verðið að átta ykkur á því að ég er ekki að fara í viku eða tvær ;-) Ó, nei. Alls óvíst hvenær ég fem aftur heim. Algjör lúxuspía :-)

Það bíður mín brúðkaup, afmælisveislur, alls konar “hittingur” ofl. Ég ætla að skella mér í pólitíkina, ekki sem frambjóðandi, heldur flækjast fyrir vinum mínum á kostningarskrifstofunni, sitja fundi…fá gamla fílinginn. Aldrei að vita hvort það kemur annað tækifæri.

Barnabörnin verða í 1. sæti og ég vona að ég geti verið eins mikið með þeim og hægt er.

En, núna bíður mín pökkun og ýmis skipulagning. Ég fer með tölvuna með mér og mun vinna frá Íslandi, þannig að ég verð áfram á facebook, blogga og skrifa e-mail.

Hasta pronto :-)  

Fært undir . Engin ummæli »

Stór dagur í lífi ESPIS.

1. mars, sólríkur og fallegur sunnudagur hér á Benidorm. Við hjónin sitjum hér við sitthvora tölvuna, borðstofuborðið orðið að hjarta fyrirtækis okkar ESPIS. Í gær fluttum við frá skrifstofunni við Ráðhusið, þar sem við erum búin að vera frá upphafi, eða í 8 ár. Við fluttum í Gemelos 22, sem eru 3 turnar í ca. 7 mín. göngufjarlægð frá heimili okkar. En, Gemelos er líka sá staður þar sem við höfum mest umsvif, eða 30 íbúðir til leigu. Það hefur lengi verið löngun okkar að færa okkur í þennan enda bæjarins, því þar eru okkar mestu umsvif, og loks varð af því. En þar til símalínur og net-tenging hefur verið komið fyrir mun aðaltölva fyrirtækisins vera hér heima, og síminn hefur verið yfirfærður á mobil. Þetta þýðir að ég fæ að vera heima næstu daga:-) VEI!!! Mér þykir svo gaman að vera heima.

Á meðan starfsstúlkur okkar undir stjórn Gabriels munu standsetja nýja vinnustaðinn og koma öllu á sinn stað, verð ég, skrifstofustjórinn, heima. Baka skonsur á morgnanna og elda í hádeginu. Strákarnir og Guðjón munu örugglega mæta í morgunkaffi þessa morgna og Gabriel vonandi skýst heim áður en hann fer í líkamsræktina, en hann eyðir matartímanum í það;-) Nú, svo gefst mér vonandi stund og stund til að undirbúa mig fyrir Íslandsferðina.

Kreppa er bannorð, svo ég segi, ástand í fjármálum er ástæða þess að við loks tókum þessa ákvörðun. Ekki förum við á stóra glæsilega skrifstofu á jarðhæð, heldur í íbúð á 3. hæð. Og bara ekkert að því. Þarna erum við komin í nálægð við viðskiptavini okkar og öll þjónusta mun tvímælalaust batna. Bensínkostnaður mun hríðfalla svo og margur annar kostnaður. Fyrir svo utan það að við getum tekið sundfötin með okkur í vinnuna og buslað í sundlaugunum í garðinum eða bara legið í sólbaði í hádeginu:-) Þið getið séð Gemelos með því að fara inná vefinn okkar; www.espis.net og þaðan á “rentals”, síðan finnið þið Gemelos 22.

En nú, þegar þetta er skrifað höfum við átt skemmtilegan sunnudagsmorgun við tölvuvinnu og ætlum að fara að vinna á nýja staðnum. Byrja á því að koma hlutum fyrir og ákveða skiipulag skrifstofunnar.  Við ætlum líka að skreppa á sunnudagsmarkaðinn og kaupa grænmeti, síðan stefnum við að því að fara í bíó í kvöld.

Auðvitað munum við sakna þess að vera ekki í hjarta bæjarins og alls þess góða fólks sem við höfum haft dagleg samskipti við, en það er stutt að fara í heimsókn á kaffihúsin okkar þar og hitta fastagestina sem við höfum drukkið kaffi/te/vín með í gegnum árin.

Svo, bjartsýn höldumst við í hendur eins og áður, Gabriel og ég.

Fært undir . 1 ummæli »