Dagur 11.

Laugardagur. (gætrdagurinn). Í dag eigum við pantað borð á fínum veitingastað til að borða Dansk Julefrukost.

Allir voru tílbúnir í tíma, klæddir eins og jólin séu í dag. Við mættum á staðinn og var fylgt að borðinu okkar, og hvað…fengum við ekki bara besta borðið í salnum, með útsýni yfir göngugötuna fyrir neðan (við vorum á annari hæð) og í þessu líka flotta horni, alveg privat eins og kóngafólkið. Hvílíkt jólahlaðborð, við höfðum aldrei séð annað eins. Ég var bún að fara víða og skoða hvað var í boð áður en þassi staður var ákveðinn. Ekkert okkar á orð til að lýsa deginum.

Þegar við komum heim fengum við okkkur heitt súkkulaði og síðan sofnuðu flestir, ekta spænskur helgardagur.

I love Denmark :-)   

Fært undir .

Lokað hefur verið fyrir ritun ummæla.