Dagur 7.

Mánudagur og litlu hendurnar tóku um hálsinn á mér í rúmminu, klæddur í úlpuna og var að fara í skólann. Komin að sækja sinn koss.

Ég dundaði mér heima við ýmislegt þar til tími var komin til að sækja litla manninn í skólann, þá fórum við Gummi og vorum mætt tímalega. Hann kom alsæll út því í gær var fyrsti dagur í jólum eins og hann sagði. Kennarinn var með jólasveinahúfu og Óskar Marinó hafði fengið verlaun því hann var sá sem fann falinn pakka í skólastofunni. Þeim var gefið sælgæti og hollusta. Hér er mikið lagt upp úr hollustu og t.d. var mandarína, ávaxtastangir og fleira góðgæti sem ekki þykir óhollt í pokanum frá jólasveininum sem við hittum um daginn.

Mér var skutlað í bæinn og feðgarnir fóru í vinnuna. Bókasafnið sem Toný les á er í miðbænum. Svo söfnuðumst við öll saman á torgi bæjarins og fórum í innkaupaleiðangur. Gaman, gaman.

Á morgun kemur Gabriel :-)  

Fært undir .

Lokað hefur verið fyrir ritun ummæla.