Dagur 6.

Fyrsti sunnudagur í Aðventu.

Þegar við mættum klár í Real Madrid fótboltabúning á æfinguna, haldið ekki að það hafi verið badmintonmót og börnin þurft að víkja með sína æfingu.

Svo í staðinn fórum við að skoða nærliggjandi bæi svo mamman gæti lært, því í eftirmiðdaginn ætlaði hún að vera í fríi. Þetta var mjög skemmtileg ferð.

Svo var farið heim til mömmu. Kvöldið áður hafði hún skreytt mjög fallega fyrir aðventuna, lítill kringlóttur rauður dúkur þar sem hún raðaði litlum jólabjöllum sem amma hennar málaði og fleira fallegu ásamt aðventukerti, aðventuljósið komið í stofugluggann. Þegar við komum, útbjó hún heitt súkkulaði og setti ýmisskonar góðgæti á borðið. Kveikt var á aðventukertinu og jólastemming í hámarki.

Eftir að hafa notið veitinganna, fórum við að skoða stórmarkaðinn. Þar var jólasveinn sem talaði  við börnin og gaf þeim poka með ýmsu góðgæti. Mér hafði tekist að finna kaffihús í þessari “Kringlu” sem bauð upp á ekta smörrebröd, og brá mér þangað til að láta eftir mér sneið á meðan fjölskyldan sinnti versluninni. Hreinn unaður :-)

Ámorgun er 1. des. og þá má opna jóladagatalið.

Fært undir .

Lokað hefur verið fyrir ritun ummæla.