Dagur 4.

Í dag er föstudagur og Óskar Marinó fékk frí í skólanum til að vera með ömmu sinni. Það hefur verið alveg himneskt að fá þennan litla fallega mann að rúmminu á hverjum morgni til að kyssa ömmu bless áður en hann fer í skólann.

Allir fjöslkyldumeðlimir verða í fríi frá hádegi. Í dag á að opna jólaland í bænum. Mörg lítil söluhús, tívolí, jólasveinar og jólaálfar. Við héldum öll spennt af stað. Þegar við höfðum verið svolitla stund að skoða okkur um í þessu fallega jólalandi fór að hellirigna, svo við stungum okkur inn á fallegan veitingastað og biðum af okkur rigninguna þar. Þegar komið var fram undir kvöld héldum við heim og amma eldaði Risottoið. Annað var með sveppum, hitt tómat og chili. Sterkt þetta með chilli, en okkur Guðmundi þótti það betra en það með sveppunum.

Kvöldið leið eins og hin á undan, við spjall, sjónvarp, tölvur og lestur. Þetta er sannkölluð hvíldar og gleði dvöl hjá yndislegri fjölskyldu.

Fært undir .

Lokað hefur verið fyrir ritun ummæla.