Dagur 2.

Að hefðbundnum morgunverkefnum loknum tók við lestur á bókinni frábæru um hana Karitas, Órói á striga. ég hafði tekið hana með mér að heiman þó stór sé, því mér var ómögulegt að skilja hana eftir hálf lesna. Toný var á bókasafninu. Gummi sótti mig svo og fór með mig í bílferð um nágrenið. Fórum víða og margt skoðað. Barnið sótt í skólann og farið í stórmarkaðinn aftur þar sem feðgarnir spiluðu fótboltaspil í einni af mörgum tölvum sem þar eru. Svo sóttum við mömmu á bókasafnið og héldum heim á leið. 

Fært undir .

Lokað hefur verið fyrir ritun ummæla.