Álaborg. Dagur 1.

Fyrsta morguninn vakti ömmustrákurinn mig til að fá koss áður en hann færi í skólann. Amma var fljót að sofna aftur. Loks þegar ég var komin á fætur og búin að setja á mig andlitið ofl. var farið að huga að því hvernig deginum skyldi eytt. Antonía tendgadóttir mín er í masternámi og að ljúka lokaverkefninu þannig að hún hefur mikið að gera. Hún vann  hér heima þennan dag og við sóttum Óskar Marinó snemma í skólann. Fórum í bæinn þar sem drengurinn leiddi ömmu sína um þröng stræti gamla bæarins og hafði frá mörgu að segja. Við lékum okkur í dásamlegum litlum listigarði, hoppuðum á milli steina ofl. Fórum á mjög skemmtilegt kaffihús og fengum okkur nammi gott að snarla. Síðan var pabbinn sóttur í vinnuna og farið í rosalega stóran súðermarkað. Þetta var allt mjög gaman.

Heim komum við svo þreytt og glöð borðuðum afganginn af yndislegu súpunni sem Toný hafði gert fyrir komu mína.

Fært undir .

Lokað hefur verið fyrir ritun ummæla.