Að kostningum liðnum.

Í dag, sunnudaginn 26. apríl sit ég við elshúsborðið í rauða húsinu númer 3 við Bókhlöðustíg í Stykkishólmi. Úti skýn sólin og inn um opin gluggann heyri ég fuglasöng og til barna að leik. Lygn Breiðafjörðurinn blasir við og fannhvít flöllin í baksýn. Það er stórkostlegt þetta land, Ísland. Svona út um gluggan séð :-)

Nafnan mín litla sefur eftirmiðdags lúrinn sinn, móðir hennar lærir fyrir próf sem bíður hennar í fyrramálið og faðirinn er önnum kafin við ljósmyndavinnu á skrifstofu sinni. Amman sem komin er langt að, sötrar sitt te og nýtur sveitarinnar.

Alþingiskostningar fóru fram í gær. Í þessu húsi eru allir ánægðir með niðurstöðurnar og full vonar leggjum við traust okkar á þá menn og konur sem valist hafa til forystu. Mikil er ábyrgð þeirra.

Hér ætla ég að vera fram yfir næstu helgi, það er; í viku í viðbót. Daníel fer í ferðalag á morgun og Sigga Rúna er í próflestri, svo ég tók að mér ráðskonustarfið. Við erum glaðar saman nöfnurnar, en í fyrramálið fer hún í leikskólann og þangað mun ég sækja hana kl. 16.00. Þá er spurning hvort við förum beint í sundlaugina eða gerum eitthvað annað skemmtilegt. Í gær fórum við, Daníel, Tara Kristín og ég í skeljafjöruna hér. Þar lékum við okkur við ýmislegt skemmtilegt. Merkilegt að vera á svona strönd, þar sem maður sekkur í skeljar, en ekki sand eins og ég á að venjast heiman frá mér. Við dömurnar eigum örugglega eftir að fara fleiri ferðir í fjöruna. Ég hvarf í huganum til eigin barnæsku þegar ég lék mér í svartri fjörunni við Vík í Mýrdal, eða lækinn góða, Hundakofalækinn sem var austan við þorpið.

Merkilegt hvað maður verður léttur, ljóðrænn og rómantískur í svona fallegu umhverfi.

Ég sendi öllum bestu óskir héðan úr Hólminum og vona að allir séu sáttir að kostningum liðnum.

Fært undir .

Ein ummæli við “Að kostningum liðnum.”

  1. peta ritaði:

    loksins komið eitthvað til að lesa..
    það má örugglega sækja litlu dömuna svolítið fyrr í leikskólann svo þið getið dundað ykkur saman,,, það er örugglega kaffitími kl 3-3.15 svo er ekkert voða spennandi til 4… örugglega meira gaman að leika með ömmu í fjörunni,, eða eitthvað annað skemmtilegt,, sérstaklega ef amma stoppar bara í eina viku,,, knús á ykkur öll