Páskar á Akureyri.

Ég hoppa yfir töluvert langan tíma frá komu minni til landsins þar til nú. En það hefur ýmsar skýringar. Allt mun þó koma að lokum, þó ég fari aftur bak, en það verður kanske enn meira spennandi.

Hér er ég í höfuðstað norðurlands, Akureyri. Úti er snjór og fallegt veður.

Síðan ég kom hingað á Skírdag eftir ánægjulega bílferð með vinum mínum Nönnu og Helga ásamt 9 vikna gamalli dóttur þeirra, flutti ég inn á tengdaforeldra Guðmundar sonar míns, og það ekki í fyrsta skipti. Það er einstaklega gott að vera hjá þeim.

Ég hef hitt góða vini hér höfuðstað norðurlands, skoað margt og notið þess að vera til.

Á skírdaskvöld fórum við Toný tengdadóttir mín að sjá “Fúlar á móti” í leikhgúsnu hér. Stórkostleg sýning og við erum enn að hlæja.

Föstudagurinn langi fór í að gera margt skemmtilegt, endaði á því að  stórfjölskyldan borðaði hér. Börnin 3, makar þeirra og börn svo og langafi og langamma+amman frá Spáni.

Eftir einstaklega skemmtilegan dag í gær, laugadag, fór ég til Dóru vinkonu minnar og fyrrum sambýliskonu. Við bjuggum smana og vorum saman í námi á Englandi um árið. Hjá Dóru hitti ég fjölskylduna, bóndann Begga, nöfnu mína Eddu Kristínu, Jóhann og Álfheiði. Beggi spilar með hljómsveit hér fyrir norðan og gaf mér disk sem þeir félagar voru að gefa út. Fyrsti diskur þeirra og lofar mjög góðu. Við Dóra skelltum okkur svo í bæinn og borðuðum saman á Strikinu, mjög góðan mat, fórum svo á bar til frerkari skemmtunar. Við hlóum mikið að því að það var eins og við mættum hvergi koma, þá upphófst diskó með ljósagangi og látum. Meir að segja á veitingastaðnum var diskó tónlist og ljósagangur. Ungur maður stóð þar og þeytti skífur, ekki tók svo betra við á barnum, en kvöldið var frábært, mikið talað og hlegið.

Nú er Páskadagur og öll páskaeggin fundin og farið að gæða sér á súkkulaði í húsinu.

Gleðilega páska öll og njótið þeirra nú vel!!! 

Fært undir .

Ein ummæli við “Páskar á Akureyri.”

  1. peta ritaði:

    ánægjulegt að þú skyldir njóta dvalarinnar,, enda ekki amalegt að heimsækja Gest og Ingu,, þau eru svo dásamlegt fólk,, heil út í gegn… Ég sé ykkur Dóru í anda á pöbbarölti á Akureyri, það hefur ekki verið amalegt,,, en hittirðu ekki gamla bossinn minn (Þórgný),,, knús á þig elskuleg