Komin til fósturjarðarinnar.

Jæja, þá er ég komin og búin að vera hér í nokkra daga. Veðrið er auðvitað búið að sýna sínar ýmsu hliðar. Það var mjög gaman að koma til sonar-sonarins eftir langan ferðadag. Sá stutti vakti eftir ömmu sinni og tók vel á móti mér. Morguninn eftir fór ég með honum og mömmu hans á fótboltaæfingu, hann er ansi liðtækur í boltanum :-) Þetta var sl. laugardag. Seinna um daginn kom hann svo til okkar ammanna, lang+stutt ömmu og gisti hjá okkur þar sem foreldrarnir fóru í veislu. Svo ég fékk heilmikið að njóta hans um helgina. Ömmustelpuna hef ég talað við á skype og þar sem við erum með myndavélar á tölvunum er þetta enn skemmtilegra. Hana mun ég svo hitta eftir rúma viku.

Það er heilmikið sem mig langar að blogga, en við ömmurnar erum orðnar langeygðar eftir draumalandinu svo ég læt þetta duga núna og kem bara fljótt aftur :-)  

Fært undir .

2 ummæli við “Komin til fósturjarðarinnar.”

  1. peta ritaði:

    halló gamla
    mikið held ég að stúfurinn hafi orðið glaður að geta knúsað ömmu sína í tætlur,,, og líklega bíður stubbalínan eftir að geta gert eins,,, knús á þig mín kæra,,, skilaðu góðri kveðju til mömmu,,, hvar býr hún núna,,, ekki þó í Langagerðinu ?

  2. spanjola ritaði:

    ´Takk fyrir kveðjuna. Jú, mamma býr enn í Langagerðinu og er alsæl þar.