Sunnudags blogg.

Enn einn sunnudagurinn runninn upp, og gott betur því það fer að kvölda. Klukkan er 17.30 og enn skýn sólin og það er svo heitt að ég er með alllt opið út. Gabriel sem fór á skíði á föstudaginn og kom heim í dag, liggur og sefur í sófanum. Eftir að hafa farið saman í 2ja tíma gögnu hér í fjallinu og borðað gott salat (hann steik með), sofnaði garpurinn og ég hef verið að undirbúa Íslandsferð ofl. Við vorum búin að tala um að fara í bíó eins og við gerum gjarnan á sunnudögum, en ég bara tími ekki að vekja hann. Bíó byrjar eftir 15 mín :-) Vil frekar fara í bæinn í kvöld, bjóða honum á indverskan veitingastað og ganga svo um. Það er mjög mikið fólk hér núna vegna Davis Cup, sem er merkileg tenniskeppni, eins og þið kanske vitið öll. En þetta er í fyrsta skipti sem spilað er á Benidorm. Spænska landsliðið í tennis með Rafael Nadal, hetju okkar allra, er hér og sumir hafa veri heppnari en aðrir þegar kemur að því að sjá fólkið. Gabriel var í veislu hjá borgarstjóra fyrir helgina þar sem hann barði hetjurnar augum.

En, það er heldur betur farið að styttast í að ég stigi á fósturjörðina. Kem á föstudaginn kemur, 13. mars. Mér finnst tíminn frá því eg bókaði ferðina þar til nú hafa flogið áfram. Samt eru 2 mánuðir síðan. En, ég er á förum og eins gott að láta hendur standa fram úr ermum.

Skrifstofan loks komin með síma og net-tengingu þannig að á morgun flytja tölvur, fax, prentari ofl. úr stofunni minni á sinn framtíðarstað. Ég á ekki von á að ég muni vera mikið við vinnu á skrifstofunni þessa viku, ýmislegt sem þarf að huga að heima og annarsstaðar fyrir brottför. Þið verðið að átta ykkur á því að ég er ekki að fara í viku eða tvær ;-) Ó, nei. Alls óvíst hvenær ég fem aftur heim. Algjör lúxuspía :-)

Það bíður mín brúðkaup, afmælisveislur, alls konar “hittingur” ofl. Ég ætla að skella mér í pólitíkina, ekki sem frambjóðandi, heldur flækjast fyrir vinum mínum á kostningarskrifstofunni, sitja fundi…fá gamla fílinginn. Aldrei að vita hvort það kemur annað tækifæri.

Barnabörnin verða í 1. sæti og ég vona að ég geti verið eins mikið með þeim og hægt er.

En, núna bíður mín pökkun og ýmis skipulagning. Ég fer með tölvuna með mér og mun vinna frá Íslandi, þannig að ég verð áfram á facebook, blogga og skrifa e-mail.

Hasta pronto :-)  

Fært undir .

Lokað hefur verið fyrir ritun ummæla.