Stór dagur í lífi ESPIS.

1. mars, sólríkur og fallegur sunnudagur hér á Benidorm. Við hjónin sitjum hér við sitthvora tölvuna, borðstofuborðið orðið að hjarta fyrirtækis okkar ESPIS. Í gær fluttum við frá skrifstofunni við Ráðhusið, þar sem við erum búin að vera frá upphafi, eða í 8 ár. Við fluttum í Gemelos 22, sem eru 3 turnar í ca. 7 mín. göngufjarlægð frá heimili okkar. En, Gemelos er líka sá staður þar sem við höfum mest umsvif, eða 30 íbúðir til leigu. Það hefur lengi verið löngun okkar að færa okkur í þennan enda bæjarins, því þar eru okkar mestu umsvif, og loks varð af því. En þar til símalínur og net-tenging hefur verið komið fyrir mun aðaltölva fyrirtækisins vera hér heima, og síminn hefur verið yfirfærður á mobil. Þetta þýðir að ég fæ að vera heima næstu daga:-) VEI!!! Mér þykir svo gaman að vera heima.

Á meðan starfsstúlkur okkar undir stjórn Gabriels munu standsetja nýja vinnustaðinn og koma öllu á sinn stað, verð ég, skrifstofustjórinn, heima. Baka skonsur á morgnanna og elda í hádeginu. Strákarnir og Guðjón munu örugglega mæta í morgunkaffi þessa morgna og Gabriel vonandi skýst heim áður en hann fer í líkamsræktina, en hann eyðir matartímanum í það;-) Nú, svo gefst mér vonandi stund og stund til að undirbúa mig fyrir Íslandsferðina.

Kreppa er bannorð, svo ég segi, ástand í fjármálum er ástæða þess að við loks tókum þessa ákvörðun. Ekki förum við á stóra glæsilega skrifstofu á jarðhæð, heldur í íbúð á 3. hæð. Og bara ekkert að því. Þarna erum við komin í nálægð við viðskiptavini okkar og öll þjónusta mun tvímælalaust batna. Bensínkostnaður mun hríðfalla svo og margur annar kostnaður. Fyrir svo utan það að við getum tekið sundfötin með okkur í vinnuna og buslað í sundlaugunum í garðinum eða bara legið í sólbaði í hádeginu:-) Þið getið séð Gemelos með því að fara inná vefinn okkar; www.espis.net og þaðan á “rentals”, síðan finnið þið Gemelos 22.

En nú, þegar þetta er skrifað höfum við átt skemmtilegan sunnudagsmorgun við tölvuvinnu og ætlum að fara að vinna á nýja staðnum. Byrja á því að koma hlutum fyrir og ákveða skiipulag skrifstofunnar.  Við ætlum líka að skreppa á sunnudagsmarkaðinn og kaupa grænmeti, síðan stefnum við að því að fara í bíó í kvöld.

Auðvitað munum við sakna þess að vera ekki í hjarta bæjarins og alls þess góða fólks sem við höfum haft dagleg samskipti við, en það er stutt að fara í heimsókn á kaffihúsin okkar þar og hitta fastagestina sem við höfum drukkið kaffi/te/vín með í gegnum árin.

Svo, bjartsýn höldumst við í hendur eins og áður, Gabriel og ég.

Fært undir .

Ein ummæli við “Stór dagur í lífi ESPIS.”

  1. peta ritaði:

    Frábært hjá þér að fá stundum að dúllast heima,,, það er alveg bráð nauðsýnlegt,,, en geturðu þá notið þess,,, Það er ekkert verið að tala um kreppu, bara smá aðhald á sumum sviðum,,, ertu ekki farin að hlakka til að fá litlu snúðana þína í fangið,,, hafðu það gott mín kæra,,, kveðja á allan strákaflotann þinn,,, knús á þig