Fegursta kona veraldar á 19. öld.

Elísabeth hét hún og fæddist á jólum 1837 í Munchen. Hún var af aðli komin og ólst upp í kastala í Þýskalandi, í uppvextinum kom í ljós að hún var mjög viðkvæmur persónuleiki.

Aðeins 15 ára hitti hún Franz Joseph Austurríkiskeisara, þá 23 ára. Hann var um það bil að giftast systur hennar, en keisarinn varð ástfangin af hinni ungu Elisabeth. Þegar móðir hennar komst að því stöðvaði hún fyrirhugað brúðkaup eldri dóttur sinnar og keisarans sem varð til þess að Franz Joseph og Elisabeth gengu í hjónaband 1854 í Vínarborg. Unga keisarainjan fékk viðurnefnið Sisi af “paparazzi” og málurum hirðarinnar.

Sisi átti erfitt með að aðlagast siðum og kröfum hirðarinnar og tengdamóðir hennar Prinsess Sofie af Bavaria þótti ekki mikið koma til þessarar óþekku tengdadóttur sinnar. Sisi og Franz Joseph eignuðust 2 dætur með árs millibili og loks kom krónprinsinn tveim árum eftir yngri dótturinni. Svo hún fæddi 3 börn á fjórum árum. Það ásamt öðru gekkk mjög nærri henni og hún veiktist í lungum. Ævintýraprinsessan fallega var endalaust undir smásjá þegna sinna, sem voru 50 miljónir,  maður hennar hafði lítinn tíma fyrir hana vegna umfangs ríkis síns. Ástfanginn eins og hann þó var. Sisi varð tískutákn, klæðaburður hennar var konum um allan heim til fyrirmyndar. Hún var mjög upptekin af líkama sínum og útliti öllu, gætti mataræðis síns mjög vel og stundaði íþróttir af miklum krafti. Markmið hennar var að mittismál hennar yrði aldrei meira en 50 cm. Nú þykir ljóst að hún hafi þjáðst af anorexiu. 

Þegar sonurinn var aðeins eins árs fór hún frá manni og börnum og flutti til Korfu og Madeira. En hún kom aftur. Tengdamóðir hennar hafði aldrei leyft henni að taka þátt í uppeldi eða menntun barnanna og var það henni þungur baggi. Hún hins vegar sýndi mikin styrk og reis upp gegn karlaveldinu og tengdamóður sinni, sem hafði stimplað hana veika á geði. Fljótlega eftir heimkomuna voru þau hjónin krínd konungshjón Ungverjalands og 10 mánuðum seinna fæddist þeim dóttir, Maria Valerie sem kölluð var “ungverska barnið” því móðir hennar sem talaði ungversku, sá til þess að barnið lærði málið,og menntun hennar færi fram á málinu, tengdamóður sinni til mikillar reiði. En Sisi fann ekki frið við hirðina heldur eyddi tíma sínum að mestu í Budapest.

Miklir fjölskyldu harmleikir höfðu átt sér stað, elsta dóttir hennar dó aðeins tveggja ára gömul og nánir ættingjar voru myrtir. Einkasonurinn og ríkisarfinn fyrirfór sér 31 árs gamall og gat Sisi aldrei horfst í augu við dauða hans sem hún sagði að hefði verið morð. 

51 árs var svo þessi fallega, óhamingjusama kona stungin til bana þegar hún var að fara um borð í skip sem átti að taka hana frá Genf til Kanada.

Sorgir, erfiðleikar í einkalífi, fegurð og aðdáun sem einkenndu líf hennar þykja minna mjög á líf Díönu prinsessu af Wales.  

Smá mannkynssaga á sunnudegi :-)

Fært undir .

Ein ummæli við “Fegursta kona veraldar á 19. öld.”

  1. peta ritaði:

    Þvílík hörmungar ganga hjá blessaðri konunni,,, slæmar tengdamæður hafa ansi margt á samviskunni,, kanski kennir þessi saga einhverjum,hvernig EKKI á að hegða sér við aðra. Takk fyrir þessa sögu mín kæra,,knús á þig