Valentínusarhelgin.

Helgin okkar í Elche var ein al besta helgi sem við höfum átt í svona helgarferðum. Hótelið mjög gott, í miðbænum. Fallegt rúmmgott herbergi og ekki var móttakan slæm. Okkar beið kampavín og jarðaber í súkkulaði þegar við komum upp á herbergi. Súkkulaðimolar lágu á koddunum. Við ákváðum að bíða með að njóta góðgætisins, heldur pakka upp okkar dóti og fara út. Við vorum svöng og langaði að ganga um einhvern af pálmagörðunum. Nokkrum skrefum frá hótelinu gengum við fram hjá tyrkneskum veitingastað sem okkur leist mjög vel á, eftir að hafa kannað umhverfið aðeins betur snérum við til baka og settumst inn á þann tyrkneska. Og ekki urðum við fyrir vonbrygðum. Staðurinn sjálfur, þ.a. er allar innréttingar og skraut á veggjum var eins og að vera komin til Afríku. Ég fékk grænmetisdisk og Gabriel disk hússins. Diskarnir reyndust hins vegar vera meðal stór föt. Minn innihélt ýmis konar smárétti úr grænmeti og baunum ásamt salati, feta osti, og sósum, Gabriels svipaður, nema hann var með kjúkling og lambi. Með drukkum við ljómandi gott rauðvín. Á eftir fengum við okkur svo te, en það er bara skylda á svona stöðum. Ég fékk tyrksneskt en Gabriel marakóskt. Munurinn er talsverður, hvort tveggja jurtate, en það marakóska er með sykri og myntulaufum. Það er hreint ótrúlegt hvað glas af þessum drykkjum hefur góð áhrif á meltinguna, maður er bara ekki saddur lengur eftir að hafa klárað úr glasinu.

Eftir þessa dásamlegu máltíð og ekki síður áhrif staðarins, fórum við í langa göngu. Enduðum í einum af mörgum pálmagörðum Elche og nutum sólarinnar. Í þessum garði eru ræktaðar dvergappelsínur, sem eru á stærð við vínber og má maður tína af trjánum. Við auðvitað tíndum nokkrar, þær eru sérlega góðar, mátulega súr-sætar og mikið notaðar hér í salöt og eftirrétti. En, ekkert jafnast á við að tína ávöxtinn og borða beint af trénu.

Þegar við svo komum til baka á hótelið smökkuðum við jarðaberin sem við dyfum í súkkulaði og dreyptum á kampavíni með. Eftir það var komið að siestu, maður verður jú að sofa bjútí blundinn áður en farið er huggulega út að kvöldi.

Þessi uppáhalds vetingastaður okkar í Elche sveik ekki þetta kvöld. Fagurlega skreytt borð og á disk dömunnar lá keramik hjarta með merki staðarins, snæri stungið í gegnum gat á hjartanu og bundið utan um servíettuna.

Forrdrykkur að eigin vali, síðan 5 forréttir hver öðrum flottari, þá fyrri aðalrétturinn sem var ýsa vafin í kálblöð og gufusoðin, borin fram með léttsoðnu grænmeti og ostrusósu. Síðan kom síðari aðalrétturinn sem var kjöt, en þar sem frúin borðar nú helst ekki dýr ;-) og alls ekki kjöt fékk ég flatfisk með ræjum og grænmeti, sem ég svona potaði í, fiskurinn var mjög góður en ég var orðin svo södd, fyrir svo utan það að ég var búin að brjóta öll boðorð grænmetisætunnar þetta kvöld, en ég var staðráðin frá upphafi í að ég skildi njóta þess og hugsa ekki um dýr, meðan það héti ekki kjöt. Að lokum var borin fram meiriháttar eftirréttur, sem erfitt er að lýsa. Vínin öll fyrsta flokks, hvítvín með öllu þar til kom að aðalrétti no.2, kjötinu, þá var borið fram rauðvín og síðan kampavín með eftirréttinum. Síðan gengum við heim á hótel, södd og sæl. Svifum um rétt eins og nýtrúlofuð.

Daginn eftir þurftum við ekki að fara af hótelinu fyrr en 12.00 svo það var nægur tími til að borða morgunmat af hlaðborði og taka sig til. Eftir að hafa kvatt hótelið gngum við um en þar sem það var rigningarúði ákváðum við að halda í áttina heim. Komum við í litlum bæ á leiðinni og fengum okkur drykk og svo beint heim.

Þessi helgi verður lengi í minnum höfð. Við tókum mikið af myndum, en ég kann ekki að setja myndir á bloggið, hins vegar er ég búin að setja valdar myndir frá helginni inn á facebook, svona fyrir ykkur sem eruð á facebook :-)

Saga Sisi, fegurstu komu veraldar á 19. öld bíður næstu færslu.

Góða nótt:-)

Fært undir .

Ein ummæli við “Valentínusarhelgin.”

  1. peta ritaði:

    takk fyrir ferðasöguna mín kæra,,,ef ég hefði ekki verið nýbúin að borða þá hefði ég slefað OFAN Á LYKKLABORÐIÐ…ummmm ,,,þetta hefur verið dásamlegt….knús á ykkur hjónakornin