Aftur á bak til skógareldanna.

Ég byrjaði að skrifa um daginn, nánar fyrir nær 2 vikum um skógarela sem kviknuðu hér í mesta óveðri sem við höfum haft í langan tíma. Gat ekki vistað skrifin :-(   Þetta byrjaði með mjög heitum vindi, hægum vindi í 2 daga (eins og oftast kemur þetta frá Afriku) síðan á aðfaranótt laugardags fyrir nær 2 vikum var komið óveður/hvirfilbilur. Snemma morguns fauk um koll rafmagnsmastur hér á jafnsléttu sem orsakaði íkveikju í fjallinu þar sem við hjónin og Binni hófum búskap okkar á Spáni. Vegna vindhraðans barst eldurinn mjög hratt út. Þarna í fjallinu eru garðarnir frægu Terra Mitica og Terra Natura, en hann er dýragarður. Strax var farið að bjarga dýrunum og voru þau flutt burt í stórum gámabílum. Eitthvað varð þó eftir af fuglum. Sem við vitum núna að dóu og hluti af garðinum brann, en því var haldið leyndu í fyrstu. Nú eru öll dýrin komin til síns heima. Eldurinn teygði sig yfir 4 bæjarfélög og mannlegur máttur var lítill sem engin vegna vinds. Ekki var hægt að nota flugvélar né þyrlur, og þeir sem ekki hafa upplifað svona lagað, geta ekki ímyndað sér örvæntingu þeirra sem berjast geng þessu mikla eyðingarafli sem eldurinn er. Öll slökkvulið voru við vinnu, sérhæfðar hjálparsveitir og að lokum var herinn kallaður til. 15.000 íbúar þurftu að yfirgefa heimili sín. Við fengum 4 fjölskyldur til að koma fyrir, ættingja Gabriels og Birgittu og Helga vini okkar. Sem betur fer höfðum við íbúðir til að setja 3 fjölskyldur inn í strax, en Birgittta og Helgi, börnin og 3 hundar voru hjá okkur fram eftir kvöldi að við komum þeim í íbúð hér í húsinu. Það versta fyrir okkur var allt þetta dýrafár, allir virðast eiga hunda og ketti, Birgitta og Co, komu með 3 hunda en fundu ekki köttinn þegar þau yfirgáfu heimili sitt, sem þá var komið í það ástand að þau þurftu að halda blautum handklæðum fyrir vitunum til að anda.

Morguninn eftir var lyngt og fóru því margar flugvélar og þyrlur á loft til slökkvistarfa. Við Gabriel vorum í Albir, næsta bæ við Benidorm um hádegi (fórum til að borða) og fylgdumst með flugvélunum koma inn til lendingar, að öllu heldur fyllingar á sjónum. Það þarf góða flugmenn til að leika þetta eftir.

Aðeins 5 hús brunnu, en eitt þeirra var nýbyggð endurvinslustöð sorphreinsunnar á Benidorm og hafði kostað 10 miljónir evra að byggja hana. 

Það hefur tekið þennan tíma frá því eldarnir kviknuðu að þrýfa sótið, meir að segja hér hjá okkur við ströndina, því vindurinn var ekki búin, lyngdi í 1 dag, reif sig upp aftur mátulega til að steypa sóti yfir okkur þann næsta. En nú er þessu lokið, við höfum haft rigningu af og til og hún hreinsaði loftið.

Nú ætla ég í rúmmið með bókina mína góðu, Bátur með segli og allt.

Njótið hvers dags, því engin veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér.

Fært undir .

Ein ummæli við “Aftur á bak til skógareldanna.”

  1. peta ritaði:

    Njóttu hans sjálf mín kæra