Grasekkja og saga um vináttu :-)

Ég er það sem heitir grasekkja þessa dagana. Gabriel fór á þriðjudagsmorgun til Madrid á ferðakaupstefnu og kemur heim annað kvöld. Mikið ósköp hefur þetta nú verið notalegt, ekki að það sé  óþægilegt að hafa hann nálægt, bara þetta að vera ein endrum og eins. Ég ætlaði mér að gera sitt líti af hverju í húsinu á meðan, en hvað hef ég gert? Eitthvað lítið. Í gærmorgun þurfti ég að fara á fætur fyrir allar aldir til að keyra Guðjónana tvo og Binna á flugvöllinn í Alicante, þeir brugðu sér á sýningu í tölvumálum til London. Binni búin að vera slæmur af flensu og ekki skánaði hann við ferðina. Er rúmliggjandi á hótelinu í dag með bullandi hita. En, einhver meðul hefur hann, svo vonandi verður þetta fljótt að ganga yfir. Þannig að ég er eins ein heima og hægt er, sá eini úr fjölskyldunni sem ég sé er Xeno hans Binna (kötturinn fallegi) því honum gef ég að borða. Bragi köttur Gauason hefur húsmóðurina heima, en kíkir stundum í heimsókn til ömmu gömlu, sem oft þykist ekki heyra í honum fyrir utan hurðina þegar hún er ein heima.  En ég er búin að hafa það rosalega gott með bókunum mínum, skriðið í rúmmið eins og barn, mjög snemma og lesið. Meir að segja tekið mig á í mataræði, búið til nýtt prógram og er farin að sja árangur…á 2 sóllarhringum;-) Það mætti halda að Gabriel yrði í burtu heilan mánuð, slík eru fyrirheitin og sjálfsdekrið.

En, ég bloggaði um daginn um Facebook og áhrif hennar á mig. Peta vinkona mín frá 9 ára aldri er líka á facebook og þar erum við vinkonur. Hún kommentar á færsluna og út frá því mætti halda aðvið hefðum verið týndar hvor annari í 30 ár…hei Petrea, við erum ekki orðnar 59 enn, gamla mín!!! Við höfum sem sagt ekki verið týndar, en oft liðið langur tími á milli þess sem við höfum sést eða haft annað en jólakorta samband. Nú tölumst við daglega við, ekkert minna en það:-) Annars er vinátta okkar mjög sérstök. Við fórum að skrifast á í gegnum Barnablaðið Æskuna þegar við vorum 9 ára, hún þá búsett á Hvammstanga ég í Reykjavík. Við sáumst fyrst árið sem við vorum fermdar. Síðan höfum við gengið í gegnum æfina saman með hléum en mjög nánum vinskap. Gaui var nokkur sumur hjá þeim hjónum (Petu og Agli) í sveit í Eyjafirðinum og Binni sótti mikið þangað. Daníel og Gummi komu auðvitað í Eyjafjörðin líka, en helst voru þeir gestir hjónanna þegar þau bjuggu á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu. Synir þeirra hafa átt athvarf hjá mér þegar þurft hefur. Margt er hægt að rifja upp, því Peta hefur skilið minjar um sig hjá okkur, í ýmsu formi. Postulíns jóladiskar sem hún málaði handa strákunum, útskurðarbretti fyrir laufabrauð og hlemmur, sem eru fagurlega hönnuð og munstur brend í, að ég tali nú ekki um smjör og osta hnífana sem ég nota daglega. Blómaskreytingar allar við brúðkaup Gumma og Toný sem fram fór á Akureyri, voru unnar af Petu minni. Svo fluttu þau hjónin á Austurland og þá misstum við samband þar til nú á facebook.

Peta kommentaði líka á annað blogg og lét sér detta í hug að of fáir vissu af blogginu mínu. Það er nú það…ég valdi að fara ekki á mbl.blog því mig langaði ekki að poppa upp á forsíðu Moggans af og til, jafnvel þó það hefði getað endað með því að mér hefi verið boðin útgáfusamningur, eins og einni sem ég þekki:-)  

Mér gengur ekki nógu vel að skrifa þessa blessaða uppskriftabók sem nú er orðin að tveim. Hugmyndirnar eru góðar og ég er farin af stað, en það vantar eitthvað spark.

En, akkurat núna ætla ég að ganga út í sólina og hitann, þetta er dagur 3 með vel yfir 20C. Svo hlakk ég til að fara heim að lesa:-)

Fært undir .

3 ummæli við “Grasekkja og saga um vináttu :-)”

  1. petrea ritaði:

    nei,nei bara 58 á þessu ári, ef talað er um ártöl,, annars erum við nú barasta alltaf 25 mín kæra,,,þú áttir nú svo sem ekki að skrifa heila bloggfærslu um okkur og okkar einka grísi..Eg gerði ekki ALLAR skreytingarnar fyrir Toný og Gumma,,Allt í lagi að vera stundum á síðum moggans,,þar hefðu fleiri séð skrifin þín..Svo er það bókin góða,,,fer hún ekki að koma út, eða ertu að bíða eftir að ég verði komin með englavængi…Af stað stelpa, á meðan við erum báðar í fullu fjöri…knús á þig og alla alla karlana þína þarna

  2. spanjola ritaði:

    Ha,ha,ha! Ég er að hugsa um að setjast við alvarleg skrif á næstu vikum. Tilraunir hafa staðið nógu lengi, þá meina ég í eldhúsinu,

  3. petrea ritaði:

    Svona á að gera þetta,,,ekki eftir neinu að bíða,,það er eitthvað eftir af prentsmiðjum í heiminum,,,ekki allar komnar á hausinn