Hvað hefur Facebook gefið mér?

Titilinn segir það sem segja þarf.

Ég fór á facebook í haust sl.og verð að segja að það gaf mér “sort of” nýtt líf. Þarna komst ég, og er enn að komast í samband við fólk sem ég hef ekki haft samband við í áratug eða tvo, eða þrjá, OMG. Gleðin, eftirsjáin, “hvað ef” og allt hitt hefur hitt mig í bringspalirnar. Ég er búin að fara nánast í gegnum allt mitt líf á facebook, og geri aðrir betur. Kanske er þetta einmitt það sem hendir fólk sem gerast meðlimir. Og þarna er ég ekki að tala um börnin okkar, unga áhyggjulausa og ekki svo reynslumikla fólkið okkar. Ég upplifi mig stundum eins og sögupersónu í gamalli kvikmynd. Allir þessir gömlu vinir, samstarfsmenn og kunningjar sem núna eru orðnir “vinir” mínir á facebook. Mér finnst þetta stórkostlegt. Ég viðurkenni, eins og allar stjörnur ;-) að margt hefur reynst mér erfitt, margar minningar sem ég hef þurft að kljást við. Endurnýjuð sambönd sem ég hefði aldrei látið mig dreyma um að gætu orðið að veruleika. Ástin sem var hvað erfiðust, starfsfélagar sem ég hélt að líkuðu ekki við mig og ég var ekki viss um að mér líkaði við. Frændi sem hefur fikrað erfiða braut, en er frábær rithöfundur eins og hann á kyn til. Vinalistinn stækkar og ég verð undrandi, glöð, hjartað hoppar og svo elskurnar sem eru i sambandi við mig í nútíðinni.

Facebook hefur gefið mér skemmtilega endurfæðingu, ekki auðvelda, langt í frá, en mjög skemmtilega. Ég þarf að endurskoða sjálfa mig daglega…þannig held ég mér ungri, vona ég.  

Fært undir .

Ein ummæli við “Hvað hefur Facebook gefið mér?”

  1. petrea ritaði:

    Gamla mín ég held að það séu ekki nægilega margir sem vita af ÞESSARI síðu þinni
    Sammála þér með fésbókina, hún er stórkostleg uppfinning,,það fór eins fyrir mér,,fann þig aftur og svo marga sem ég tapaði fyrir 35 árum,,,æðislegt,,,knús á þig gamla mín