Kökuveisla og krisis.

Ég ætla að byrja á seinnihluta titlsins. Krisis, mundi ekki íslenska orðið svo Gabriel kom mér til hjálpar. Kreppa..hér eins og annars staðar, þó við teljum okkur fara léttar í gegnum hana en margar aðrað þjóðir. Fréttir í dag sögðu okkur að 3.000.000, 3 miljónir manna á Spáni séu atvinnulausir. Spánn telur, meginlandið, Baltik eyjarnar sem eru Mallorka og aðrar þar um kring, Kanarí eyjar svo og þau tvö landsvæði í Marokko sem tilheyra Spáni. Spáð er að 600.000 til viðbótar missi vinn á árinu. En það er svo merkilegt hvað allir sem talað er við eru jákvæðir og fullir bjartsýni að þetta gangi yfir á næstu 2 árum. Vonandi.

Fyrir 2 dögum, 15. jánúar var ár liðið frá því Guðjón eldri var skorin og skipt um hjartaæðar og fannst öllum tilvalið að halda upp á það. Hann kallaði það eins árs afmæli sitt. Þar sem ég var heima þann dag var ég fengin ti að baka, sem ég gerði með glöðum hug. Við áttum hér skemmtilega samveru, ég og allir karlarnir sem hér eru.

Ég er farin að hlakka mikið til að koma til Íslands og er jafnvel byrjuð að undirbúa það. Mikið verður gaman að sjá barnabörnin sem ég hef ekki séð svo lengi. Og auðvitað ykkur öll hin.

Þar sem ég hef verið mjög dugleg í eldhúsinu við tilraunir ýmisskonar, skulda ég ykkur orðið uppskriftir. Þær skal ég reyna að standa mig í að setja inn á næstu dögum.

En núna bíður mín sjónvarpsmynd sem ég ætla að horfa á.

Góða nótt.  

Fært undir .

Ein ummæli við “Kökuveisla og krisis.”

  1. petrea ritaði:

    eitt ár er nú bara nokkuð góður tími, það er líka rúmlega eitt ár síðan ég fékk fjand… blóðtappann, hann var þó skárri en heilablæðingin í sumar, ég held að hún ætli bara ekki að ganga til baka.. knús á þig mín kæra og alla karlana þína, líka afmælisbarnið (1.árs) kv/peta