Frost og snjór allt niður í 400 metra.

Það er kalt á Spáni núna, frost allt að -8C og snjór víða um land. Reyndar þykir okkur þetta hálf spaugilegt hér í húsinu. Ekki það, að við finnum líka fyrir kulda við ströndina, en fréttamyndir af snjónum frá hinum ýmsu stöðum mundu heita snjóföl á Íslandi. Þó er ekki óalgengt að snjói allt að hálfum metri í þeim bæjum og borgum sem hæst standa.

Nú eru jólin yfirstaðin. Þrettándinn, eða Reyes (vitru kóngarnir) leið með hátíðarhöldum. Við vorum með fjölskyldu Gabriels í mat og það var mikill matur, vorum í 2 tíma að borða. Skipst var á jólagjöfum og allir mjög glaðir. Kvöldið áður riðu Kóngarnir 3 í bæinn á úlföldum. Það var geisi mikil skrúðganga og ráku þeir lestina á sínum virðulegu reiðskjótum. Segja má að mannkynsagan hafi verið rakin í skrúðgöngunni. Allar götur voru fullar af fólki, margir með börn, aðrir ekki. Sælgæti rigndi yfir áhorfendur frá þáttakendum skrúðgöngunnar. Ég var í bænum með ungan vin minn sem skemmti sér mjög vel. Það gerðu foreldrar hans líka. Íslendingar sem aldrei höfðu upplifað neitt þessu líkt og nutu hverrar mínútu. Þau héldu síðan heim til fósturjarðarinnar í gær eftir 3ja mánaða ævintýra búsetu hér.

Og, þá er ég loks búin að taka ákvörðun um komudag til Íslands. 13. mars skal það verða. Ég er búin að bóka farið en ekki búin að ákveða hvenær ég fer heim aftur. Geri það þó á næstu dögum. Svo nú er bara að leyfa sér að byrja að hlakka til.

Sjáumst bráðum!!! 

Fært undir .

4 ummæli við “Frost og snjór allt niður í 400 metra.”

 1. Sigga systir ritaði:

  Já ertu að meina að það sem Spánverjar kalla snjó sé snjóföl á Íslandi. Þá eiga Spánverjar margt ólært vesalíngarnir. En á þessu ómögulega skeri sem ég hef oft heyrt að sé (frá ónefndum, þó að ég sé ekki sammála) eru bara ljúf hlýindi. Þrátt fyrir gjaldþrotið. Guð gefur okkur þó í bili veður sem þyngir ekki lundina og nú er andrúmsloft mun betra en það var í haust. Allavega er fyrir mestu að lífið haldi áfram. Já og mín á leið til Íslands mánuði fyrir “brullup aldarinnar”. Frábært systa. Hlakka til að fá þig en hjá mér er botnlaus vinna, verð að finna tíma engu að síður fyrir þig snúlla. Heyrumst hony :)

 2. Kristín mágkona ritaði:

  Held jafnvel að Ísland hafi verið með hitametið a.m.k. í
  v- Evrópu undanfarið, en nú er spáð kólnandi eftir helgi.
  Hitnar þá vonandi aftur hjá ykkur.
  Frábært að þú sért búin að bóka ferð,
  þú stoppar vonandi lengi lengi.

 3. spanjola ritaði:

  Þegar ég vitna till snjókomunnar, þá er ég að tala um þau svæði sem ekki eru vön snjó. Auðvitað snjóar mjög mikið sumstðasr eins og eðlilegt er. Spánn er annað fjalla-mesta landið í Evrópu, svo það er mjög hátt sumsstaðar. Og, mjög snjóþungt á mörgum svæðum.
  Hlakka til að sjá ykkur.

 4. Sigga systir ritaði:

  Já auðvitað er sum svæði í heiminum sem þekkja ekki sjóinn. Þetta var nú bara létt grín. Það styttir þessa fyrstu löngu mánuði ársins hér á landi að hafa svona milt veður. Sara frænka Guðjóns (dóttir Láru í London) var hér um jól og áramót. Hún kom til okkar eitt kvöldið í síðustu viku og henni var búið að hlakka svo til að koma heim í snjóinn og norðurljósinn en svo var bara endalaus rigning á meðan var frost og kuldi heima hjá henni í London.
  Hlakka til að tölvupóstinn frá þér eftir skrifin í gær.
  Hafðu góða helgi gullið mitt :)
  Knús frá litlu systur.