Dugleg í dag.

Nú sit ég hér talandi við ykkur lesendur mínir á sunnudagskvöldi, alsæl með daginn. Gabriel og Guðjón Ó. fóru suður til Murcia í morgun sem þýddi að ég hef haft allan daginn fyrir mig. OG, það er ekki slæmt svona um helgi. Ekki að mér leiðist í nærveru eiginmannsins, heldur get ég unnið svo mikið þegar ég er ein heima. Munurinn á okkur hjónum er sá að hann vill liggja í sófanum og horfa á sjónvarp, eða fara út að borða í hádegi á sunnudegi og svo heim í siestu og eftir það í bíó. Það er ekkert að þessu, nema síður sé ef ekkert þarf að gera í húsinu. En, ef mig langar að gera eitthvað heima verð ég að velja tíma þegar hann er í burtu og, ef ég þarf aðstoð karlmanns, t.d. við borun þarf ég að leita til Binna. Og þetta er bara hið besta fyrirkomulag, því ég hef frjálsar hendur um “dekoration” heimilisins.  Svo, venjulega þakkar bóndinn mér vel unnið starf;-)

Í dag hef ég gert ýmislegt. Þetta venjulega, þvo og strauja, pressa og ganga frá þotti. En, ég framkvæmdi líka nokkuð sem mig hefur langað að gera lengi. Ég sneri stofunni við, borðstofan fór þar sem sófinn og sófaborð höfðu verið og öfugt. Útkoman hreint frábær. Svo setti ég geisi fallegan norskan jólalöber á borðstofuborðið (sem er hvítt) löber sem er gjöf frá Obbu og Tóta, sem þau afhentu okkur um daginn þagar þau voru hér. Áður en karlarnir komu heim í kvöld var ég búin að lýsa upp stofuna og stigann upp á oft með kertaljósum.

Þar sem ég hafði bakað eplaköku handa þeim og þeir vissu af henni, komu báðir beint hingað, Gaui kom líka. Jólastemming í nýrri stofu og allir hrósuðu hönnuðinum, frúnni í húsinu.

En það er nú ekki eins og þetta sé það eina sem ég hef gert í dag. Bakaði skonsur handa Gaua í morgunmat, msn er svo frábært, það er hægt að senda mömmu eitt msn og biðja um kaffi og nýbakaðar skonsur eða öfugt, mamma sendir msn og býður;-) Ég fægði silfur ofl.

Svo nú er þessi sjálfumglaða kona að fara í heitt olíubað. Finnst ég eiga það skilið. En ég ætla líka að vera heima á morgun og gera meira skemmtilegt. Hvílíkt lúxus líf sem ég lifi:-)

Fært undir . 2 ummæli »

Blogg versus facebook.

Föstudagur og ég heima samkvæmt breyttum vinnusamning;-) Ég skemmti mér svo vel þegar ég er heima, en það gera fleiri því þá elda ég mikið og baka með. Svo húsið er fullt af körlum þá daga sem ég er heima. Ekki að þeir setjist að, heldur detta inn í morgunkaffi og koma í mat.

Tóti og Obba fóru sl. miðvikudag aftur heim. Við áttum mjög skemmtilegan tíma saman, hittumst daglega og borðuðum oft saman. Obba bauð til mikillar veislu sl. laugardag í tilefni 70 ára afmælis síns sem var í ágúst s.l. Frábært kvöld. Binni var fjarri góðu gamni eins og komið hefur fram, en hann skemmti sér mjög vel í veislunni sem hann fór í til Madrid. Síðasta kvöldið þeirra hér fórum við öll saman út að borða og eins og fyrr, mjög gott kvöld.

Hér hefur verið óvenju kalt fyrir nóvembermánuð. Snjór og frost víða um land og hjá okkur vindur og allt niður í 10C, sem er mjög kalt. Þó erum við ekki farin að kynda húsið, sólin skýn allan daginn aftur (eftir 2ja daga rigningu) og svo fer maður bara í peysu á kvöldin.  

Jólastemming komin í frúna fyrir löngu, en er að ná hámarki. Í morgun fékk ég sendan linkinn á Jólastjörnuna.net og nú er bara bein útsending frá Íslandi búin að hljóma frá í morgun. Eftirmiðdaginn og kvöldið ætla ég að nota til að byrja að skreyta, það er jú fyrsti í aðventu á sunnudaginn. Og, þar sem Gabriel ætlar út með vinum sínum i kvöld get ég dundað mér að vild við undirleik Jólastjörnunnar:-)

Annars hefur bloggið þjáðst svolítið eftir að ég fór á facebook, en ég skal bæta úr því. Mér finnst nú lágmark að blogga tvisvar í viku, það er að segja ef maður hefur eitthvað að segja;-) og oftar ef tilefni er til.

Ég er reyndar með nokkrar upskriftir sem ég hef verið að prufa eða búa til, kem einhverju inn um helgina.

Hafið það sem best öll sömul.

Fært undir . 1 ummæli »

Það er svo gaman að vera til…

Laugardagsmorgun og veðrið dásamlegt. Glampandi sól og vel heitt.

Hér eru góðir gestir frá íslandi. Tóti bróðir Guðjóns og Obba kona hans. Við höfum átt skemmtilegan tíma saman, í gær fórum við ex-svilkonurnar í búðarráp og í kvöld förum við öll út að borða, og það voða fínt. Allir nema Binni því hann er fjarri góðu gamni. Fór í partí helgi til Madrid með nokkrum vinum sínum. Svo, fljótlega ætla ég að byrja að pakka inn jólagjöfum sem svo fara til Íslands með þeim hjónum í næstu viku. Krappan sem alir hafa heyrt talað um, hefur áhrif á jólagjafakaup á mínu heimili eins og annarsstaðar, en það er jú ekki verðmiðinn sem gildir á jólum, ó nei, það er ástin og hugurinn sem býr í pakkanum. Tíminn og tilfinningarnar sem fóru í að velja fyrir hvernn og einn, því það er líka gert með væntumþykju, og svo pökkunin…mikið vandað til því maður vill jú láta pakkann bera ástinni vitni.

Við fengum hangikjöt með þeim hjónum. Það var jólagjöf frá Sigrúnu vinkonu okkar í Vestmannaeyjum. Vel valin gjöf það, sem mun gleðja munna og maga í mínu húsi um jólin.

En nú er jólatónlistin farin að hljóma og ég að fara í pökkunar stellingar. 

Góða helgi:-)

Fært undir . Engin ummæli »

Andlitsbókin og Jesus Crist…

Síðan ég fór á facebook.com hefur verið svooo gaman. Stundum líður mér eins og ég sé í saumaklúbb. Maður er í spjalli við margt fólk, oft bara konur um mat og lífið og tilveruna. Ekkert smá gaman. En, mikið þarf maður að passa sig því þetta getur verið tímaþjófur. Þetta hefur samt einhvern veginn hleypt mér úr einhvers konar einangrun. Gaman, gaman.

Á laugardagskvöldið fórum við að sjá Jesus Christ Superstar. Sýning sem ég hef oft séð. Fyrst í London 1970, svo aftur í London síðar. Í Austurbæjarbíó í Reykjavík fyrir löngu með Pálma í hlutverki Jesus, svo í uppfærslu Versló þegar Gummi minn var þar við nám. Allar hreint frábærar sýningar. En, því miður verður ekki sagt það sama um þessa. Uppfærslan var ekki að mínu skapi og virtist ekki ná til salarins. Klappið var óskup máttlaust í lokin. Gabriel, sem aldrei hefur séð Jesus Christ, enda rétt að fæðast þegar sýningin kom fyrst á fjalirnar, svaf allan tímann eftir hlé. OG, ég bara skil það vel.

Eftir sýninguna höfðum við planað að hafa rómantíska máltíð heima. Maturinn var hálfmatreiddur, en við ákváðum að fara og fá okkur gott salat á ströndinni og hafa rómantíkina í gær, sem og við gerðum. Opnuðum reyndar ekki eðal rauðvín eins og við höfðum ætlað, en gott rauðvín engu að síður. Svo fórum við í bíó eins og flesta sunnudaga, myndirnar byrja kl. 18.30 sem er fínn tími. Sáum Women, hreint frábæra mynd með góðum leikkonum.

Í dag er ég heima, húrra!!! Eldaði Mexikanskt í hádeginu og fékk alla karlana í húsinu, þ.e. þeir sem tilheyra fjölskyldunni, í mat. Nafnarnir G. eldri og GB. komu bæði í morgunkaffi og hádegismat. Það er nefnilega ekki bara ég sem er himinglöð þegar ég er heima, karlpeningurinn er ekki síður glaður.

Búin að hengja upp Friðarkúlurnar sem gefnar eru út á Íslandi fyrir hver jól, og ég svo heppin að eiga allar frá upphafi.

En, nú er komin tími á fleiri húsverk. Og, úti skýn sólin og ég með allt opið upp á gátt. Það bara er svo heitt að deginum:-) 

Fært undir . 2 ummæli »

Mig langar að verða heimavinnandi húsóðir:-)

Ó, þetta er bara búin að vera dásamlegur tími, Fiestas Benidorm. Ég hef dundað heima, eldað góðan mat og meir að segja bakað. Nokkuð sem ég hef gert lítið af sl. árin, nema brauð auðvitað. Svo erum við búin að blanda mátulega miklu af “út að borða” með vinum inn í. Allir að verða háðir því að hafa mig heima, morgunkaffi og alles. Og nú langar mig að verða heimavinnandi aftur…mig langar líka að opna litla nuddstofu, og er alvarlega að hugsa um að láta vaða með það. Blanda þá saman vinnu á skrifstofunni og nuddi, það yrði bara unaður. Svo nóg að spá og spekulera þessa dagana. Það er heilasellunum kanske ekki of gott að standa svona mikið yfir pottum, allt of mikill tími til að hugsa og alls kyns hugmyndir fæðast.

Svo langar mig líka að leggja meiri vinnu í þessar 2 matreiðslubækur sem ég hef haft í smíðum, aðra í nokkur ár og hina allt þetta ár. Hei!!! Stop nú kona, þú ert komin allt of langt í löngunum.

Er að malla baunarétt frá Rwanda, svo aftur í eldhúsið.

Fært undir . 3 ummæli »

Sumarhiti og hátíð í bænum.

Það er svo dásamlegt veður, sól og hiti. Í gær og í dag er bera eins og hásumar. Sumir syndia í sjónum aðrir ganga léttklæddir um.

Það er gaman að ganga um bæinn, því nú stendur yfir hátíð sem kallast Fiestas Benidorm, hún stendur í 6 daga og er mikið um að vera. Á svölum húsa eru hengdir spænski fáninn og/eða fáni þess félags sem fólk tilheyrir, svona eins og íþróttsfélags. Barir leigja húsnæði sitt og bareigendur fara í frí. Önnur auð atvinnuhúsnæði eru líka leigð, því hvert félag þarf að hafa aðsetur á meðan á hátíðinni stendur. Þar koma meðlimir sama og borða og drekka eins og Spánverjar best gera. Svo eru sprengdir kínverjar allan sólarhringinn, þannig að manni líður eins og komin sé styrjöld. Skrúðgöngur og flugeldasýningar, messur þar sem blómum er raðað við styttu af Maríu mey og ræður haldnar. Mikið um að vera. Það er gott að búa svona langt frá erlinum eins og við gerum, við bjuggum einu sinni í miðbænum, við torg eitt mjög fallegt, en þar er alltaf mikið að gerast. Og mestur er hávaðinn og sprengingarnar á nóttunni.

Ég fór með enskri vinkou minni að borði í bænum í gærkvölldi, eftir matinn gengum við um og nutum hlýrrar næturinnar.

Í dag ætlum við að gera eitthvað skemmtilegt og síðan verða karlarnir í fjölskyldunni í mat í kvöld. Ég ætla að gera nautahakk rúllu fyllta með skinkku, osti og mörðum kartöflum. Svo læt ég hana malla í tómatsósu og ber kartöflumús og grænmeti með. Þetta hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mínum strákum frá því þeir muna eftir sér.

Svo nú er bara að byrja. Sjóða kartöflurnar og undirbúa rúlluna svo ég geti notið þessa fallega dags með manninum mínum:-) 

Fært undir . 3 ummæli »

Til hamingju með daginn, HEIMUR.

Það var ljúft að vakna í morgun og sjá fréttirnar. Því þrátti fyrir að spár hafi allar verið á þann veg að Obama myndi sigra kostningarnar í USA, vissi maður aldrei nema eitthvað gæti komið í veg fyrir það. Nú, með þessum sögulega sigri færumst við sem byggjum þessa jörð vonandi nær friði og væntumþykju í garð hvers annars. Ég vil trúa því að ég heyri aldrei aftur það sem bandarískur maður, giftur íslenskri konu sem voru gestir okkar um daginn. Hann sagði þegar kostningarnar bárust í tal, “ég ætla ekki að kjósa, McCain er of gamall og svartan mann kysi ég aldrei, þeir eiga að vera á ökrunum”. Svo mörg voru þau orð. En, landar hans voru á annari skoðun og kusu breytingu, sögulega breytingu.

Annars er ég að reyna að vinna. Úti skýn sólin og mig langar út, langar að fara að ljúka jólagjafakaupunum, og koma pökkunum í póst í næstu viku. Það er nefnilega ótrúlegt hvað tíminn llíður hratt…úps.

Eigið góðan dag öll sömul:-)

Fært undir . Engin ummæli »

Sól og blíða og ég að lakka neglurnar.

Ekki stóð nú óveðrið lengi yfir sem betur fer. Ég er nú hálf klaufaleg á lyklaborðinu því ég var að lakka neglurnar og þær eru ekki orðnar þurrar:-) Sit hér við stofuborðið með allt opið út.

Þetta er svo fallegur árstími þegar sólin skýn, sem hún gerir nú oftast. Trén og blómin á terrasinu í fullum  blóma og litadýrðin dásamleg. Einn veggur er fjólublár, annar rauður. Eru það trén sem klifra upp vegina sem blómstra svona fallega. Tómata tréð skaffar okkur litla, sæta (bragðið) tómata daglega og hefur ekki gefið svona mikið fyrr.

Mig langar að fara í verslunarmiðstöðina í dag og kíkja á og kaupa jólagjafir, en, akkurat þegar ég nenni slíku er lokað. Það er enn einn hátíðisdagurinn í dag og allt lokað.

Einu sinni skrifaði ég blogg undir heitinu Klukk-klukk, Sigga Rúna spurði mig hvað þetta þýddi. Í stuttu máli er þetta leikur sem við lékum  í gamla daga. Klukk, ein útgáfan og sú sem ég man best er þannig að krakkar hlaupa um, einhver er HANN, og þegar Hann nær að snerta annan segir hann Klukk og þar með er sá sem klukkaður var orðin Hann og svo koll af kolli. Í þessum leik sem ég fékk sendan og setti á bloggið þýddi klukkið að sá sem las það eða fékk í e-maili átti að svara spurnignunum sem voru spurðar. Fyrirgefðu hvað hefur tekið mig langan tíma að skýra þetta bull. Það er svona þegar maður byrjar að fresta hutunum, þá vilja þeir gleymast.

Góða helgi.

Fært undir . 1 ummæli »