Gaui komin af spítalanum og Ítalía á morgun.

Best af öllu er að Gaui var útskrifaður í morgun. Hann er nú komin heim og trúir ekki hvað hann er máttfarinn;-) Honum fannst hann svo yfir hress á spítalanum að ekkert fengi hann stoppað þagar hann kæmi út. En hann fer aftur á morgun að hitta lækninn, því sá vill vita hvernig hann bregst við lyfjunum sem hann var sendur heim með, hvort einhver einkenni um ofnæmi verði til staðar.

Niðurstaða rannsókna, og meðferð samkvæmt því, var að hann var með vinstra lunga fallið saman og alverlega lungnabólgu. En með réttri meðferð hefur hann náð ótrúlegum bata. Svo nú er bara að hvetja drenginn til að fara varlega og hefja líkamsæfingar til að byggja upp þol og kraft.

EN! Á morgun förum við Gabriel í langþráða ferð til Ítalíu, ferðina sem ég gaf honum i afmælisgjöf í ágúst. Við verðum á Amalfi ströndinni í 6 daga, og ég ætla ekki að taka tölvuna með mér. Þetta á að vera brúðkaupsferðin sem aldrei var farin;-)

Hótelið okkar er lítið, aðeins 4 herbergi, en með öllum lúxus sem hægt er að hugsa sér. Foreldrar ítalsks vinar okkar hér eiga hótelið þannig að við vitum að það verður vel hugsað um okkur. Frændi vinarins á bát og ætlar að fara með okkur dagsferð til Capri og við ætlum að heimsækja Pompey. Ég er kanske búin að segja allt þetta í öðru bloggi. Gabriel ætlar að kafa einu sinni, að öðru leiti er ekkert planað. Við verðum með bílaleigubíl og munum keyra um.

Svo fram að því að ég kem til baka, þá bara hafið þaðöll sem allra best:-)

Fært undir . 1 ummæli »