Vinnuvika hafin.

Reyndar er mánudagur að enda kominn, eða þannig. Við erum að reyna að komast úr vinnunni enda klukkan orðin 19.00. Ég hef haft mikið að gera í dag. Skólasystirin fór í eftirmiðdaginn til Kaupmannahafnar eftir mjög skemmtilegan tíma hér. Hún var í mat hjá okkur í gærkvöldi, við vorum með grillaðan túnfisk, grillaðar stórar rækjur í skel, salat og arabískt kúkús. Gott rauðvín, kertaljós og fallegt veður.

Gaui er mun hressari en fyrir helgi og er með væntingar um að komast heim í vikunni. Allt sem við vitum er að hann fer í skann aftur seinna í vikunni og þá verður vitað hvort hann kemst heim í vikunni eða ekki. Hann getur gert líkamsæfingar núna sem hann hefur verið ófær um að gera í fleiri mánuði. Sem sagt allt í rétta átt.

Svo styttist í langþráða fríið okkar. Fljúgum til Ítalíu á föstudaginn:-)

Fært undir . 1 ummæli »