Laugardagur og Gaui á spítala.

Í gærkvöldi fór ég með skólasysturinni á enskan bar/veitingastað þar sem skemmtiatriði voru  og Bretarnir skemmtu sér ofsalega vel. Skólasystirin líka, ég hafði gaman af því að fara, enda fer ég aldrei á svona staði og skemmti mér best af því að fylgjast með fólkinu í kringum mig. Áður en ég verð rasisti;-) ætla ég að stoppa. Ég fór heim um kl. 02.00 en skólasystirin hélt áfram framm undir morgun. Hún er mjög framlág í dag, en það fylgir bara skemmtilegum kvöldum/nóttum. Hún verður í mat hjá okkur í kvöld og hressist örugglega við það. Annars er þetta mín helgi til að vinna, en við hjónin gerðum verkaskiptngu um sl. helgi, ég vann sunnudaginn svo hann gæti farið að kafa og sama er þessa helgi. Hann vinnur í dag og ég á morgun. Góð skipti. Auðvitað fer hann að kafa á morgun, en ætlar að hitta okkkur skólasysturnar í hádegismat þegar hann er komin á þurrt, sem venjulega er um kl. 15.00. Svo fer skólasystirin á mánudags-eftirmiðdaginn. Hún fer til Kaupmannahafnar til sonar síns sem þar býr. Hvað tíminn flígur. Svo förum við Gabriel til ítalíu á föstudaginn.

Annars er ekki allt mjög skemmtilegt núna. Gaui minn er á spítala. Það er freystandi að segja “loksins”, því hann er búin að vera veikur meir og minna í yfir heilt ár. Hann sem sagt dreif sig til læknis um daginn sem m.a. tók röntgen myndir af lungunum í honum. Niðurstaðan var mjög slæm og læknirinn hræddi okkur, m.a. með því að segja að þetta liti svo illa út að hann yrði aldrei undir 2 vikum í ransóknum. Eftir nokkra daga suð fengum við hann loks til að fara á spítalann þar sem hann er nú. Eftir miklar ransóknir höfum við þær niðurstöður að hann er með slæma sýkingu og vatn í öðru lunga. Þetta er óvenjuleg baktería sem hugsanlega er búin að grassera mjög lengi. Hann svarar vel við fúkkalyfjunum sem hann er á ásamt því að vera í súrefni, og með sama áframhaldi erum við að vona að hann komist heim fyrir næstu helgi.   

Svo allir eru bjartsýnir.

Ástarkveðjur.

Fært undir . 3 ummæli »