Klukk, klukk.

Þórey vinkona okkar hefur klukkað mig. Ég á sem sagt að svara neðangreindum spurningu og klukka svo einhverja aðra. Svo hér hefst fjörið.

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

Bankamær.

Flugleiðir

Hjúkrunarheimili í Englandi

Farastjóri á Spáni

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Langagerði 82 í Reykjavík

Stokhólmur

Víða á Englandi

Benidorm, Spáni

Fjórar bíómyndir sem ég held uppá:

Shirley Valintine

The first wifs club

Zoro

Dirty dancing

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

Embrujadas (charmed)

Entre fantasmas

Medium

Rex

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Trinidad&Tobago

Kúba

USA

Luxemborg og margir fleiri

- Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:

Bókunarsíðan hjá ESPIS 

Facebook

mbl.is

???

Fernt sem ég held uppá matarkyns:

Paella

Kartöfluommeletta

Grillaður túnfiskur

Allt grænmeti

-

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:

Ýmis Budda rit og bækur

What smart women know

Matreiðslubækur

Bræðurnir frá Brekku, sem ég les enn á aðfangadag ár hvert.

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

Sigga Rúna

Sigga systir

Jóna Helga

Toný

Þið verðið bara að skrifa inn á mína síðu þar saem þið eruð ekki með blogg;-) Getið sett það í komment.

Fært undir . 1 ummæli »

Metsölubók að fæðast?

Þetta hafa verið skemmtilegir dagar eftir að skólasystirin kom. Hún hefur mikið breyst frá því hún var hér síðast fyrir 2 árum, þá með manninum. Hún kom mér þá fyrir sjónir sem bæld kona sem bjó við mikla vanlíðan, var eins og skugginn af manninum. Nú er hún ærslafull en róleg, bein í baki og kaupir sér föt í litum. Áður hefur hún bara klæðst, hvítu, svörtu, brúnu og beis. Með ljósan varalit, en breytti því líka í gær og keypti sterkari lit. Hún er að upplifa Benidorm eins og hungraður ferðamaður, hefur aldrei fengið að kynnast menningu og lífi íbúanna. Bara borðað á McDonalds, Subway og kinastöðum.Nú klæðir hún sig upp á kvöldin og við förum út, göngum um gamla bæinn, borðum tapas, sitjum á strandbar og virðum fyrir okkur lífið. Og tölum:-) Það er mikið sem kona hefur að segja eftir 32 ára samband, samband sem virðist hafa átt að slíta strax á fyrstu árunum. Hún er ekki síður að segja sjálfri sér frá en mér, og verður oft undrandi á því sem hún heyrir sig segja. Ég gaf henni fallega stílabók og hún er að byrja að skrifa söguna, þ.e. ferðasöguna. Við sjáum spaugilega hluti í nær öllu umhverfinu og í gærkvöldi sagði ég henni að ég væri bara nokkuð viss um að hún yrði frægur rithöfundur eftir Benidorm dvölina,-)

En það sem hún hlakkar mest til, er að þegar hún kemur til Kaupmannahafnar til sonar síns klædd litum og með breytta málningu, að sjá svipinn á honum. Hún veit þegar að það mun gleðja hann mjög, en að hann verði hissa.

Svo ég er að skemmta mér mjög vel. Vinn frá morgni til kvölds og nýt svo þess að taka þátt í fæðingu nýrrar konu eftir vinnu.

Fært undir . 1 ummæli »