Haustið komið.

Ekki stóð ég mig nú í að blogga í gær. Fór að vinna snemma í gærmorgun og kom ekki heim fyrr um kvöldið. Haustið er komið hjá okkur. Reyndar hlýtt og gott en rigningar, sem betur fer rignir yfirleitt bara á nóttunni:-) Ég fór í síðbuxum og lokuðum skóm á föstudaginn í vinnuna, en sá fljótt að það væri óþarfi. Enn of heitt fyrir slíkan klæðnað, svo það er bara áfram stutt pils og bolur svo og bandaskórnir. Gerði betur, sótti sængina upp í skáp og breyddi yfir rúmmið. Dásamlegt. Reyndar er heldur mikið að sofa með sæng, en þá er bara að halda í eitt horn á henni, það nægir svo maður kúri vel. Gabriel heldur því fram að við sofum betur með sænginni okkar, það er nú bara vegna þess að þegar sængin kemur í rúmmið er það merki þess að við erum hætt að renn svittna alla óttina.

Italía!!!

Ferðin var dásamleg frá upphafi til enda. Eins og þið eflaust vitið öll, þá vorum við í Amalfi bænum á Amalfi ströndinni, suður af Róm. Komum að kvöldi til Rómar og gistum fyrstu nóttina þar. Tókum bílaleigubíl á flugvellinum og það var nú all nokkuð. Höfðum pantað Fiat Punkto því við vorum að fara þangað sem eru þröngir fjallvegir og hvergi hægt að leggja nema troða sér sem næst fjallinu þar sem stoppa átti (eins og t.d. við gististaðinn okkar, sem er hátt uppi í fjalli). Vona svo bara að bílinn yrði óskemdur þegar komið var næst að honum. Jæja, formsatriðum lauk og stúlkan sagði, “því miður eigum við ekki bílinn sem þið pöntuðu, en við gefum ykkur BMW á sama verði” OK, við sátt við það. Þegar við svo komum á bílastæðið að taka bílinn “okkar”, bíður þá ekki svartur BMW station, bikasvartur og sjálfskiptur:-) Okkur leið samstundis eins og við værum James Bondar og héldum af stað. Að sitja í bílnum var eins og að sitja í hægindarstóll heima í stofu. En meira um það seinna.

Daginn eftir keyrum við svo til Amalfi. Byrjuðum á því að keyra á ströndina og borða. Við vissum að allt væri mjög dýrt þarna þannig að við áttum að vera undirbúin. En nei, ekki alveg vorum við nú undirbúin undir verðin sem blöstu við okkur. Fljótlaga vorum við þó komin í Polliönu leikinn og mundum að við komum þarna til að hvíla okkur, borða vel og leika ferðamenn. Engin verslun, svo þá skipti kanske ekki máli þó 1 bjór og 1 vínglas kostuðu 10 evrur.

Gististaðurinn okkar var indislegur, hátt í fjallinu með útsýni yfir allt. Herbergið sem við fengum var mjög fallegt, stórt og vel búið húsgögnum, ísskáp og sjónvarp. 2 baðherbergi á gangi sem lá frá herberginu. Mér leið eins og ég væri að koma til ömmu og afa í Víkinni, myndir og puntudót voru næstum alveg eins og í stofunni hennar ömmu og heklaðir dúkar á borðum  og kommóðum. Eigendurnir dásamlegt fólk sem dekraði við okkur á allan hátt og kvaddi okkur með gjöfum.

Við eyddum degi í Pompei og öðrum í Positano. Pompei er stórkostleg. Ég hef séð rústir bæja á Grikklandi en Pompei slær öllu við. Keyptum okkur bók um borgina og sögu hennar þannig að við héldum af stað með einhverja vitneskju. Lásum okkur svo til á korti sem fylgdi bókinni þegar inn i rústirnar var komið. Ég gæti skrifað heila ritgerð um það sem fyrir augu bar og verið er að gera þarna og hefur verið gert. En það bíður betri tíma.

Positano er lítill strandbær rétt við Amalfi. Mjög fallegur og fullur af ferðamönnum. Þetta svæði er vinsælt af auðmönnum og sáum við nokkrar misstórar snekkjur og skútur. Einn bátur var þó merkilegri en aðrir, hann er í eigu eins ríkasta Rússa heims. Hér er linkurinn að bátnum http://www.ricch.com/2008/09/26/giga-yacht-a-the-new-name-for-opulence-on-water/ 

Þetta blogg er orðið langt, svo það kemur annað seinna í dag með fleiri fréttum frá Ítalíu, s.s. þegar við borðuðum kvöldverð með heimsfrægum Hollywood leikara. 

Fært undir . 2 ummæli »

Komin frá Ítalíu.

Erum komin eftir frábæra ferð. Hef ekki tíma til að blogga en geri það a morgun og sunnudag.

Góða helgi:-)

Fært undir . 1 ummæli »

Gaui komin af spítalanum og Ítalía á morgun.

Best af öllu er að Gaui var útskrifaður í morgun. Hann er nú komin heim og trúir ekki hvað hann er máttfarinn;-) Honum fannst hann svo yfir hress á spítalanum að ekkert fengi hann stoppað þagar hann kæmi út. En hann fer aftur á morgun að hitta lækninn, því sá vill vita hvernig hann bregst við lyfjunum sem hann var sendur heim með, hvort einhver einkenni um ofnæmi verði til staðar.

Niðurstaða rannsókna, og meðferð samkvæmt því, var að hann var með vinstra lunga fallið saman og alverlega lungnabólgu. En með réttri meðferð hefur hann náð ótrúlegum bata. Svo nú er bara að hvetja drenginn til að fara varlega og hefja líkamsæfingar til að byggja upp þol og kraft.

EN! Á morgun förum við Gabriel í langþráða ferð til Ítalíu, ferðina sem ég gaf honum i afmælisgjöf í ágúst. Við verðum á Amalfi ströndinni í 6 daga, og ég ætla ekki að taka tölvuna með mér. Þetta á að vera brúðkaupsferðin sem aldrei var farin;-)

Hótelið okkar er lítið, aðeins 4 herbergi, en með öllum lúxus sem hægt er að hugsa sér. Foreldrar ítalsks vinar okkar hér eiga hótelið þannig að við vitum að það verður vel hugsað um okkur. Frændi vinarins á bát og ætlar að fara með okkur dagsferð til Capri og við ætlum að heimsækja Pompey. Ég er kanske búin að segja allt þetta í öðru bloggi. Gabriel ætlar að kafa einu sinni, að öðru leiti er ekkert planað. Við verðum með bílaleigubíl og munum keyra um.

Svo fram að því að ég kem til baka, þá bara hafið þaðöll sem allra best:-)

Fært undir . 1 ummæli »

Vinnuvika hafin.

Reyndar er mánudagur að enda kominn, eða þannig. Við erum að reyna að komast úr vinnunni enda klukkan orðin 19.00. Ég hef haft mikið að gera í dag. Skólasystirin fór í eftirmiðdaginn til Kaupmannahafnar eftir mjög skemmtilegan tíma hér. Hún var í mat hjá okkur í gærkvöldi, við vorum með grillaðan túnfisk, grillaðar stórar rækjur í skel, salat og arabískt kúkús. Gott rauðvín, kertaljós og fallegt veður.

Gaui er mun hressari en fyrir helgi og er með væntingar um að komast heim í vikunni. Allt sem við vitum er að hann fer í skann aftur seinna í vikunni og þá verður vitað hvort hann kemst heim í vikunni eða ekki. Hann getur gert líkamsæfingar núna sem hann hefur verið ófær um að gera í fleiri mánuði. Sem sagt allt í rétta átt.

Svo styttist í langþráða fríið okkar. Fljúgum til Ítalíu á föstudaginn:-)

Fært undir . 1 ummæli »

Laugardagur og Gaui á spítala.

Í gærkvöldi fór ég með skólasysturinni á enskan bar/veitingastað þar sem skemmtiatriði voru  og Bretarnir skemmtu sér ofsalega vel. Skólasystirin líka, ég hafði gaman af því að fara, enda fer ég aldrei á svona staði og skemmti mér best af því að fylgjast með fólkinu í kringum mig. Áður en ég verð rasisti;-) ætla ég að stoppa. Ég fór heim um kl. 02.00 en skólasystirin hélt áfram framm undir morgun. Hún er mjög framlág í dag, en það fylgir bara skemmtilegum kvöldum/nóttum. Hún verður í mat hjá okkur í kvöld og hressist örugglega við það. Annars er þetta mín helgi til að vinna, en við hjónin gerðum verkaskiptngu um sl. helgi, ég vann sunnudaginn svo hann gæti farið að kafa og sama er þessa helgi. Hann vinnur í dag og ég á morgun. Góð skipti. Auðvitað fer hann að kafa á morgun, en ætlar að hitta okkkur skólasysturnar í hádegismat þegar hann er komin á þurrt, sem venjulega er um kl. 15.00. Svo fer skólasystirin á mánudags-eftirmiðdaginn. Hún fer til Kaupmannahafnar til sonar síns sem þar býr. Hvað tíminn flígur. Svo förum við Gabriel til ítalíu á föstudaginn.

Annars er ekki allt mjög skemmtilegt núna. Gaui minn er á spítala. Það er freystandi að segja “loksins”, því hann er búin að vera veikur meir og minna í yfir heilt ár. Hann sem sagt dreif sig til læknis um daginn sem m.a. tók röntgen myndir af lungunum í honum. Niðurstaðan var mjög slæm og læknirinn hræddi okkur, m.a. með því að segja að þetta liti svo illa út að hann yrði aldrei undir 2 vikum í ransóknum. Eftir nokkra daga suð fengum við hann loks til að fara á spítalann þar sem hann er nú. Eftir miklar ransóknir höfum við þær niðurstöður að hann er með slæma sýkingu og vatn í öðru lunga. Þetta er óvenjuleg baktería sem hugsanlega er búin að grassera mjög lengi. Hann svarar vel við fúkkalyfjunum sem hann er á ásamt því að vera í súrefni, og með sama áframhaldi erum við að vona að hann komist heim fyrir næstu helgi.   

Svo allir eru bjartsýnir.

Ástarkveðjur.

Fært undir . 3 ummæli »

Klukk, klukk.

Þórey vinkona okkar hefur klukkað mig. Ég á sem sagt að svara neðangreindum spurningu og klukka svo einhverja aðra. Svo hér hefst fjörið.

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

Bankamær.

Flugleiðir

Hjúkrunarheimili í Englandi

Farastjóri á Spáni

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Langagerði 82 í Reykjavík

Stokhólmur

Víða á Englandi

Benidorm, Spáni

Fjórar bíómyndir sem ég held uppá:

Shirley Valintine

The first wifs club

Zoro

Dirty dancing

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

Embrujadas (charmed)

Entre fantasmas

Medium

Rex

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Trinidad&Tobago

Kúba

USA

Luxemborg og margir fleiri

- Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:

Bókunarsíðan hjá ESPIS 

Facebook

mbl.is

???

Fernt sem ég held uppá matarkyns:

Paella

Kartöfluommeletta

Grillaður túnfiskur

Allt grænmeti

-

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:

Ýmis Budda rit og bækur

What smart women know

Matreiðslubækur

Bræðurnir frá Brekku, sem ég les enn á aðfangadag ár hvert.

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

Sigga Rúna

Sigga systir

Jóna Helga

Toný

Þið verðið bara að skrifa inn á mína síðu þar saem þið eruð ekki með blogg;-) Getið sett það í komment.

Fært undir . 1 ummæli »

Metsölubók að fæðast?

Þetta hafa verið skemmtilegir dagar eftir að skólasystirin kom. Hún hefur mikið breyst frá því hún var hér síðast fyrir 2 árum, þá með manninum. Hún kom mér þá fyrir sjónir sem bæld kona sem bjó við mikla vanlíðan, var eins og skugginn af manninum. Nú er hún ærslafull en róleg, bein í baki og kaupir sér föt í litum. Áður hefur hún bara klæðst, hvítu, svörtu, brúnu og beis. Með ljósan varalit, en breytti því líka í gær og keypti sterkari lit. Hún er að upplifa Benidorm eins og hungraður ferðamaður, hefur aldrei fengið að kynnast menningu og lífi íbúanna. Bara borðað á McDonalds, Subway og kinastöðum.Nú klæðir hún sig upp á kvöldin og við förum út, göngum um gamla bæinn, borðum tapas, sitjum á strandbar og virðum fyrir okkur lífið. Og tölum:-) Það er mikið sem kona hefur að segja eftir 32 ára samband, samband sem virðist hafa átt að slíta strax á fyrstu árunum. Hún er ekki síður að segja sjálfri sér frá en mér, og verður oft undrandi á því sem hún heyrir sig segja. Ég gaf henni fallega stílabók og hún er að byrja að skrifa söguna, þ.e. ferðasöguna. Við sjáum spaugilega hluti í nær öllu umhverfinu og í gærkvöldi sagði ég henni að ég væri bara nokkuð viss um að hún yrði frægur rithöfundur eftir Benidorm dvölina,-)

En það sem hún hlakkar mest til, er að þegar hún kemur til Kaupmannahafnar til sonar síns klædd litum og með breytta málningu, að sjá svipinn á honum. Hún veit þegar að það mun gleðja hann mjög, en að hann verði hissa.

Svo ég er að skemmta mér mjög vel. Vinn frá morgni til kvölds og nýt svo þess að taka þátt í fæðingu nýrrar konu eftir vinnu.

Fært undir . 1 ummæli »

Laugardagseftirmiðdagur í vinnunni.

Hæ.

Hér sit ég við skrifborðið og reyni að klára verkefni sem höfu orðið eftir í gær. Ekkert voða spennandi, en verður að gerast.

Gömul (en ung þó) skólasystir mín frá unglingsárunum er hér, hún er að gera tilraunir á sjálfri sér. Ný skilin, sem reyndist mjög erfitt og hefur aldrei farið ein til útlanda fyrr. Alltaf treyst á manninn. Saman komu þau 9 sinnum til Benidorm svo ég dáist að henni fyrir að velja þann stað til að byggja upp sjálfa sig. Hér hrannast upp minningar við hvert skref. Hún gistir í Gemelos þar sem þau hjónin voru svo oft. Þar þekkir hún sig og finnst hún örugg. Það er mjög merkilegt að fylgjast með konu í þessari stöðu.

Hún hringdi í mig fyrir nokkru og var með þessa hugmynd að koma hér, áður en hún færi í heimsókn til annars sonar síns sem býr í Kaupmannahöfn. Niðurstaðan varð sú að hér er hún. Kom á fimmtudagskvöldið, svo hún er rétt að hefja ævintýrið. Svo bjartsýn og ánægð með að hafa stigið þetta skref. Við ætlum út að borða saman í kvöld. Hittumst þegar hún kom og aftur í gær, en ég var fremur framlág í gær. Vélin sem kemur venjulega um kl 01.00 aðfaranótt föstudags kom rétt fyrir kl. 05.00 í gærmorgun. Svo ég kom heim kl. 07.30, mátulega þegar Gabriel var að fara á fætur. Ég fékk mér morgunmat, enda ofursvöng eftir alla nóttina, svo skreið ég í rúmmið. Styllti klukkuna á 11.00 því ég ætlaði í vinnuna. Rétt fyrir 10.00 hringdi síminn, vitlaust númer, en ég sofnaði ekki aftur. Svo ég dreyf mig á fætur, gerði nokkur verk heima, eins og t.d. að bjóða Gaua og Binna á morgunkaffi, þvo og strauja. Síðan fór ég í vinnuna og eftir því sem leið á daginn fann ég meir og meir fyrir því að hafa nær ekkert sofið í einn og hálfan sólarhring. Gabriel sótti mig kl. 19.00 þar sem ég sat með skólasysturinni við spjall og við drifum okkur heim. Horfðum á mjög góða mynd með Morgan Freeman og Jack Nichols? ekki viss um stafsetninguna. Gamlir menn sem áttu nokkra mánuði ólifaða, úr sitt hvorri stétt mannlífsins en voru leiddir saman af sjúkdóm sínum. Ekki man ég hvað hún heitir, en mikið er þetta sterk og góð mynd. Ég náði að halda mér vakandi alla myndina:-) svo beint í rúmmið.

Snemma á fætur í morgun. Gabriel á helgarvaktina en eins og alltaf vinnum við saman þegar annað á vakt. Í fyrramálið ætlar hann að kafa svo ég vinn fyrir hann, þannig vinn ég mér inn punkta;-) Næstu helgi á ég svo vaktina. Síðan er það Ítalía.

Verð að vinna svolítið meira:-)

Fært undir . Engin ummæli »

1. september.

Ég bjóst nú ekkert við því að hafa tíma til að blogga þessa viku eins og svo oft áður í vinnuviku. Tölvan kemur nefnilega ekki heim með mér á kvöldin, nema ég hafi ákveði að vera heima næsta dag eða komið sé að helgi.

1. september! Þetta er dagur sem skiptir miklu í lífi Spánverja og annarra Suður Evrópubúa. Dagurinn þegar lífið fer aftur í sinn vana gang. Sumarleyfum líkur og skólar fara að byrja. Fyrirtæki sem hafa lokað allan ágúst mánuð vegna sumarleyfa opna aftur… Hitinn fer að minnka hægt og bítandi, en ekki fyrr en lengra líður á mánuðinn. Í morgun kl 09.00 þegar við vorum á leið í vinnu var hitinn 26C. Sigga Rúna tengdadóttir mín! ertu búin að gleyma hvað getur verið heitt á kvöldin langt fram á haust? Ég er að vitna til komments frá henni á síðasta blogg mitt. 

Við horfum/hlustum alltaf á fréttir í sjónvarpinu á morgnanna á meðan við erum að taka okkur til, borða morgunmatinn og slíkt. Í morgun var ein frétt sem var mjög sorgleg, 53 ára kona í Madrid  (í flottu húsi) var drepin af manninum sínum. Hún er 42. konan sem lætur lífið fyrir hendi fyrrum eða verandi manna sinna það sem af er árinu. Ég hrökk við í morgun, ekki vegna þess að talan var orðin svona há, heldur vegna þess að ég stóð mig að því að taka fréttinni nánast eins og daglegu brauði. Það þótti mér vont. Að ég sem hef svo sterkar skoðanir á öllu ofbeldi skuli vera orðin hálf dofin fyrir þessum ósköpum. Sum þessara morða eru svo hræðileg og lýsingarnar enn verri, sem er nokkuð sem ég get aldrei skilið við fréttaflutning, þurfum við endilega að sjá allt blóðið og grátandi börnin? Ekki ég! Ég hef nógu frjótt ímyndunarafl til að gera mér grein fyrir hryllingnum sem fylgir svona, eins og öðrum ofbeldisverkum. Spánverjar í kringum mig segja gjarnan “næstum allir eru útlendingar”, það er rétt, en breytir ekki verknaðinum né því að þetta fólk er búsett hér. 

Jæja, aðeins að skipta um gír. Þetta hefur verið mjög annasamur dagur, eins og mánudagar eru oftast. En góður dagur því bókanir hafa streymt inn. Ég ætla að fara að ganga frá og vonandi kemur Gabriel fljótlega til að sækja mig. Hvað við borðum í kvöld er ráðgáta því ég sendi Binna með afganga gærkvöldsins heim með sér, nema salatið. Salatið kom mjög vel út hjá mér og ég tók afganginn af því með mér i vinnuna og borðaði í dag.

Þetta er mjög einfalt salat. Ferskar fíkjur sem ég skar í 4 hluta (eins og epli), Mosarella ostur skorinn í litla bita eða rúllað upp í kúlur. Þetta er sett yfir rukola eða annað álíka gras og síðan stráði ég léttbrúnuðum furuhnetum yfir og að lokum hunangs sósunni sem ég bjó til daginn áður. Var víst búin að segja frá henni, en það var fljótandi hunang+extra virgin ólífiolía+balsamik edik. Allt hrært og hrist vel saman. Hver og einn verður að prufa sig áfram með magnið, en ég setti ca. 50/50 af hunangi og olíu og eins og 1-2 msk af ediki. En ekki setja of mikið yfir salatið, heldur hafa sósuna í skál með til að fólk geti bætt á ef vill. Hún er nokkuð sæt og það eru líka fíkjurnar, en þetta harmonerar mjög vel saman. í staðin fyrir furuhnetur má nota hvaða hnetur eða fræ sem vill.

Eigið gott kvöld.  

Fært undir . 2 ummæli »