Helgin að enda komin.

Sunnudagskvöld og börnin búin að vera í mat. Kettirnir komu líka, Bragi Gauason hress og kátur að vanda, vill endalaust vera að leika sér og skoða. Xeno Binnason, hógvær eins og alltaf, gengur varlega um og skoðar, finnur sér svo öruggan stað til að leggjast niður á og hreifir sig ekki fyrr en þeir feðgar fara heim. En þeir tveir eru miklir vinir eins ólíkir og þeir eru, Bragi og Xeno.

Maturinn heppnaðist vel og allir voru glaðir. En, líka hálfþreyttir, trúlega þessi mikli hiti sem verið hefur í dag. Allir voru búnir að vera í sólbaði og sundi eða liggja hálfsofandi fyrir framan sjónvarpstækin allan daginn. En, nú þegar ég er búin að ganga frá eftir matin og uppþvottavélin malar í eldhúsinu, ætla ég að fara í pottinn og njóta næturinnar. Enn eru flöktandi kertaljós um allt terrasið mitt og ég vil njóta þess áður en ég fer að sofa.

Góða nótt.

Fært undir . 1 ummæli »

Sunnudagur og börnin í mat.

Ég trúði ekki mínum eigin augum þegar ég vaknaði, kl. var 09.15. Mjög óvenjulegt að ég sofi svona lengi, en!!!það sem enn merilegra var að Gabriel svaf líka og sefur enn og kl. orðin 10.00. Hann ætlaði að fara að kafa í morgun, þá fer hann úr húsi kl 08.00, en sefur svona vært að ég læðist um til að vekja hann ekki. Augljóslega orðin langþreyttur.

Ég er búin að bjóða strákunum og kærustu Gaua í mat í eftirmiðdaginn. Ætla að herma eftir fíkjusalatinu góða sem ég fékk um daginn á veitingahúsi. Grafinn lax og eitthvað fleira smátt verður í forrétt. Síðan ætla ég að hafa ítalskan rétt úr bókinni góðu sem ég minntist á um daginn. Þetta er líka réttur sem ég hef gert síðan strákarnir voru litlir og halda mikið upp á.

Ég hnoða nautahakk með kryddi og smá hveiti, hnoða mjög vel, rúlla því svo út eins og rúllutertu, set skinku, ost og músaðar kartöflur (kartöflurnar hreinar, þ.e. áður en ég geri hefðbundna kartöflumús). Rúlla svo upp hakk kökunni og loka vel endunum. Blanda saman tómatfrito/tómatpúrru, ólífuolíu og smá vatn. og kryddum+nokkrum lárviðarlaufum. Hita þetta á góðri pönnu eða stórum potti og set rúlluna í. Með skeið set ég sósu á alla rúlluna og síðan læt ég hana malla ca. 45 mín. Með hef ég góða kartöflumús og stundum snöggsoið grænmeti, t.d. gulrætur og brokkolí. 

Ég skal setja inn uppskriftina seinna í dag eða á morgun. Í gær gerði ég hunangsolíu til að setja á salatið í dag. Rennandi hunang, jómfrúr oliu og smá Balsamik edik. Spennt að sjá hvernig þetta kemur út.

Gaui er komin í kaffi, Gabriel vaknaður og ég ætla að sinna þeim. 

Fært undir Matur. 1 ummæli »