3 færslur á einum degi.

Það er ekkert að þó ég bloggi þrisvar á sama sólarhringnum. Bara svona til að segja ykkur hvað plön fara iðurlega úrskeiðis. Sólbaðið og afslöppun í dag…hvert fór það? Jú, Binni minn kom í heimsókn um hádegisbilið, til að hjálpa mömmu smá með tölvuna. Hann var svangur og þóttist ekki eiga neitt að borða, þyrfti að hjóla í súpermarkaðinn til að kaupa í matinn. Mömmur eru gjarnar á að vorkenna afkvæmun sínum við ótrúlegustu aðstæður. Ég er engin undantekning. Svo ég fór í eldhúsið og saxaði lauk og grænmeti, setti í pott og steikti, skvetti góðum slatta af rauðvíni yfir og lét sjóða niður. Setti þá tómate fritó (steikta tómatmaukið) og lét sjóða um stund. Kryddaði með Piri piri kryddi, setti vel af því, við viljum matinn sterkan við Binni. Setti svo að lokum sýrðan rjóma saman við sósuna. Á meðan á þessu stóð sauð ég pasta skrúfur og setti þær að lokum í sósuna. Allt tók þetta 10-15 mín. og við borðuðum sæl saman. Gabriel kom svo stuttu seinna, öllum a óvörum því ég hélt að hann væri í ræktinni, og borðaði afganginn.

Svo að lokum skellti ég mér í sturtu og gerði mig klára fyrir vinnu.

Við vorum svo að borða úti með ungum vinum frá Úkraníu í kvöld. Verulega gaman.

Helgin er óplönuð og best að hafa hana þannig, þá er maður svo dásamlega frjáls.  

Fært undir . Engin ummæli »

Nýir skór!

Gleymdi að segja ykkur að ég keypti mér aðra Swarovski skó. Ekki að ég sé komin með merkja dellu heldur bara eru þeir slíkur klassi. Þetta var nú bara svona tilviljun. Þekki konu sem á fínar kjólabúðir í nágreni skrifstofunnar og ég kíki stundum inn. Til hvers veit ég ekki því ég hef efni á því að kaupa flík þar nema á nokkurra ára fresti. Alla vega, trítlaði inn og við hófum tal saman. Ég dáðist að skónum sem eru silfur bandaskór með marglitum kristöllum, gala skór. Hún bauð mér þá á fínu verði því þeir höfðu verið notaðir á týskusýningu, svo út fór ég með spariskó næstu ára.

Annars er ég heima. Svaf ekki nema 3 tíma og þar sem tölvan kom heim með mér í gær ákvað ég að vinna að heiman og geta dundað við  fleira. Átti jú von á matargestum í kvöld, en frúin fótbrotnaði í gær þannig að ekkert verður úr. Svo við þáðum matarboð sem lá á borðinu hjá okkur. Erum boðin á veitingastað í Altea. Nei, ég ætla ekki í nýju skónum, en gæti farið í þeim sem ég keypti um daginn.

Svo nú er ég orðin syfjuð aftur og ætla út í sólbað og sofna kanske smá. Þarf að fara á fund kl. 18.00.

Fært undir . 1 ummæli »

Fimmtudags-faratjóri.

Þá er farastjóraleikurinn hafinn á ný. Nema núna er ég vinnandi á fimmtudögum og svo ef á mér þarf að halda þess á milli. Klukkan er núna 05.00 á föstudagsmorgni og ég nýkomin heim úr “transfer” til og frá flugvellinum. Þetta var óvenju langt transfer því ég fór með gesti á Benidorm, Albir og alla leið til Calpe. Þegar ég svo kom heim kl 04.30 fór ég að strauja:-) Það er svo gaman, eða þannig. Nei, ég hafði þvegið áður en ég fór og þar á meðal var kjóll sem var svona akkurat mátulegur til a strauja að ég týmdi ekki að láta hann þorna meir. Svo er ég búin að kíkja í mbl.is og nú er ég að hugsa um að fara að sofa, það er jú vinnudagur á morgun. Svo er Gabriel búin að bjóða fólki í mat annað kvöld.

Hitinn lækkar lítið, í dag voru 33C og nóttin er yndislega hlý. Ekki kvarta ég undan hita því hann hentar mér mjög vel, en verð þó að viðurkenna að maður er þreyttari í hitanum heldur en þagar kalt er. Sumir eru að spá okkur köldum vetri en ég ef ekki skoðun á því. Vona þó að svo verði ekki. Bara þoli ekki kulda.

Hins vegar spái ég því að kreppan fari að lagast á næsta ári. Mörgum finnst ég full bjartsýn, en ég stend við það. Ekki að allt verði gott á augnabliki, allt tekur sinn tíma. En hægt og rólega fara hlutirnir að færast í góðæri aftur.

Við finnum fyrir þessu hér í ferðamanna iðnaðinum. Veitingastaðir kvarta, svo og hótelin. Við sem erum með íbúðargistingar erum þó sátt. Fólk leigir sér heldur íbúð þar sem það getur eldað og útbúið nesti til að fara með á ströndina. Spánverjar koma með bílinn fullan af mat, sama gera Portugalir. En þetta fólk lætur þó eftir sér að fara í strandarfrí, en eyðir bara minna í veitingahús. Svo við erum sátt með sumarið enn sem komið er, en þurfum meiri nýtingu í september, erum fullbókuð til 12. sept. en eftir það eru of mörg göt. Svo endilega ef þið eruð að hugsa um að skreppa í sólina, komið þá til okkar:-)

Farin að sofa.

Fært undir . Engin ummæli »