Ama de casa.

Hvað skyldi þetta þýða? Ama de casa! Það má túlka þetta á tvo vegu. Annars vegar sú/sá sem viðhledur ást í húsinu, sem ber ábyrgð á andlegri heilsu heimilismanna. Hins vegar, sú/sá sem ber ábyrgð á húsinu. Ég kýs að halda mig við fyrri túlkunina, finnst hún alltaf svo falleg. En á íslensku þýðir þetta Húsmóðir. Þær hafa verið mikið í sviðljósinu hér sl. ár, búnar að stofna samtök húsmæðra, (fyrir löngu), fara í húsmæðra orlof innan lands og utan. Halda meir að segja landsfund. Amas de casa eru að verða ein virtasta starfsgrein Spánar. HÚRRA. En bara nafnið eitt er svo sætt.

Nú er matreiðsluþáttur í sjónvarpinu, valin eru 5 ungmenni sem þekkjast og fengin til að bjóða hópnum heim. 5 matarboð, sá sem stendur sig best að mati hópsins sigrar og verður matreiðslukóngur/drottning. Þetta er mjög skemmtilegt, inn á milli fléttast viðtöl við einstaklingana, mikið eldað, hlegið og enn meira skálað. Svona þátt vildi ég gera í íslenska sjónvarpinu;-) ætti ég sjens sem þáttastjórnandi??? Eins og ég segi alltaf við strákana mína; það er ekkert ómögulegt svo lengi sem þú setur mettnað þinn í það.

Ég er að verða meir en lítið væmin, eða þannig. Annars er þetta búin að vera einn af þessum yfir erfiðum dögum. Var með transfer til og frá flugvelli í nótt. Vélin lenti 00.40 og átti að fara klukkutíma síðar. Ég byrjaði að sækja farþega kl 10.30 og innritaði á vellinum. Vandræðin byrjuðu þar. Tölvukerfið datt niður, mátulega þegar ég var búin að innrita Siggu systir og fjölskyldu;-( Ekki að þa væri þeim að kenna, en svona geta hlutirnir farið. Auðvitað stóð það ekki lengi yfir en ég sá þó ástæðu til að ganga aftur eftir röðunum sem biðu og segja fólki hvað var að, ég er svona skelfilega gamaldags, finnst alltaf viðskiptavinurinn eigi rétt á sem mestum upplýsingum. Þetta varð hin mesta skemmtun. Ekki bara var fólk ánægt með þessa óvæntu upplýsingamiðlun, heldur hitti ég þarna fólk sem ég hef aldrei séð, en verið í e-mail sambandi við, og ung stúlka gaf sig á tal við mig og spurði hvort ég væri ég??? Hún væri dóttir góðkunningja okkar. Þetta stytti verulega bið farþganna eftir framhaldi innritunar. Síðan tók hvað við af öðru, vélin lenti á réttum tíma, allt leit vel út. En, nei. Of gott til að vera satt klukkan nærri 02.00 að nóttu.

Handtaka um borð í vélinni, stúlkan yfir drukkin var leyst úr haldi sem hefði ekki átt að gerast að mínu mati, betra að hún hefði sofið úr sér í klefa lögreglunnar. Dauðadrukkið par sem gerði sér ekki grein fyrir að það þarf að taka farangur sinn áður en flughöfnin er yfirgefin;-( SVO, eftir stóð farastjóri í farastjóraleik og þurfti að fá leyfi lögreglu til að fara inn að færiböndunum til að finna farangur parsins, eins gott að farastjórinn ber ávalt vegabréfið á sér. Því það er ekkert sjálfsagt að komast í gegn, pappírsvinna og síðan lögreglufylgd. En allt gekk þetta, með elskulegu lögreglufólki og loks gátu farþegar rútunnar minnar lagt af stað til Benidorm. Stórkostlega þolinmóðir farþegar. En það endaði ekki þar, eftir að hafa tjekkað fólk inn á hótel og klukkan var orðin 04.00 hringdi kona í móðursýkiskasti (ein sem ég hafði verið að tjekka inn) því það var ekki eldskynjari í íbúðinni og hún var ekki að fara að sofa með syni sína nema ég léti lagfæra þetta. Tók sinn tíma að tala hana niður og við hittumst í viðtalstíma í morgun og hún alsæl. Búin að sofa og komin í frí.

Svo nú er ég að fara að sofa, svaf reyndar 2 tíma á terrasinu milli 18.00 og 20.00, en nóttin var löng og ég valdi að vinna og njóta gærdagsins frekar en sofa áður en ég færi á flugvöllinn. Svo, ég flýtti mér heim eftir að hafa klárað vinnuna í gær til að elda handa litlu systur og fjölskyldu, bauð líka systur Gabriels og hennar drengjum svo og mínum. Við mágkonurnar vorum að fara á flugvöllinn saman, hún hjálpar mér alltaf þegar ég hef meir en 1 rútu og stendur sig frábærlega sem farastjóri á íslensku:-)

En kvöldið var dásamlegt, góður matur, gott fólk og mikill hiti. Það var sérstök stemming fyrir mig að hafa Siggu og co, hjá mér á síðustu klukkustundum þeirra á Spáni í bili. 

Heitasti dagur sumarsins er að baki en mjög heit nótt tekur við. Dásamlegt. 

Fært undir . Engin ummæli »