Fuglasaungur og kyrrð.

Ég sit heima og hlusta á fuglana syngja. Blankalogn og hiti. Vikan var óvenju annasöm og ég mjög þreytt, of þreytt til að blogga. Sigga systir og fjölskylda komu á miðvikudaginn og mér hefur tekist að vera svoldið með þeim.

Helgin er vinnuhelgi, Gabriel á vaktina og ég hjálpa alltaf til, fljótlega þarf ég að fara í tvær íbúðir hér í byggingunni til að hleypa fólki út. Dagurinn í dag er óvenju stór í innkomum þannig að seinnipartinn fer ég með Gabriel til að hleypa inn í íbúðir. Við þurfum líka að fara í líkhúsið því góður vinur okkar var að deyja og okkur langar að kveðja hann með því að leggja hjá honum blóm og njóta síðasta andartaksins sem við fáum með honum. Þetta var allt svo snöggt, hann var búin að vera á spítala í meðferð við krabbameini sem gekk mjög vel. Konan hans, sem legið hefur fyrir dauðanum nokkuð lengi lá á stofu með honum. Við komum eðlilega reglulega að líta til þeirra og hann hress og kátur, hún mjög veikburða. Svo bara á fimmtudagskvöldið gáfu nýrun sig og hann dó. Við vorum tvisvar hjá konunni hans í gær, en henni hefur ekki verið sagt frá andláti hans. Læknar telja að það sé ekki góð hugmynd að segja henni frá því, það muni geta flýtt fyrir endalokum hennar. Hvað er að því??? Konan er að deyja hvort sem er og er tilbúin að fara. Alla vega, við ráðum engu um það. Þau voru barnlaus og hálfgerðir útlagar því fjölskyldur hvors um sig gátu ekki sætt sig við hjónaband þeirra. Og nú bíða  þessir ættingjar eftir því að hún fari svo þeir geti fengið eignir þeirra og peninga. Skammarlegt. Það á ekki einu sinni að hafa jarðarfarar athöfn fyrir hann, bara brenna líkið og gleyma honum svo. Ég vissi ekki hvað ég er reið yfir þessu fyrr en ég fór að skrifa. En, hvað um það. Við ætlum alla vega að fara og kveðja hann fallega.

Svo er ég að vona að við getum verið með Siggu og Co. eitthvað um helgina, alla vega á morgun því þá verður rólegra. 

Góða helgi!

Fært undir . Engin ummæli »