Ömmustelpan 2ja ára:-)

Hún Tara Kristín á afmæli í dag, tveggja ára hnátan sú og talar spænsku ;-)

Hún segir alltaf við mig í símann “amma, te quero” og veit að það þýir “ég elska þig”. Við sungum saman í símann í morgun afmælissönginn og puttalagið, þumalfingur, þumalfingur, hvar ert þú… hún hefur mikið gaman af því að tala í símann. Lík ömmu sinni og mömmu??? ;-)

Ég er að fara nú í eftirmiðdaginn í Buddasentrið mitt, löngu orðið tímabært og hlakka ekkert smá til. Hér hefur verið mikið að gera og miklar og sterkar tilfinningar gengið milli fólks á skrifstofunni svo ég þarf að kúpla niður og hverfa í þögnina og verndina sem Budda gefur mér.

Ég fer símalaus og tölvulaus(auðvitað) svo það þýðir ekkert að ætla að reyna að ná í mig, fyrr en á sunnudagskvöldið í síma, og mánudagsmorgun gegnum tölvuna.

Svo, eigið góða helgi öll saman og reynið að slappa af eins og ég :-)  

Fært undir . 2 ummæli »