Paella, sól og hiti.

Sunnudagur og ég var búin að vinna kl 11.00. Ég er á helgarvakt eins og ég er kanske búin að nefna og er svona ljónheppin að í morgun var ég búin að hleypa út kl.11. Því miður eru engir að koma inn í dag, en það var mikið að gera í gær, var ekki búin fyrr en undir miðnætti, svo einn rólegur dagur er vel þegin. Fór í sólbað og Gabriel gerði Paellu, hvílík himnasæla. Hann er bara besti Paellu kokkur í heimi:-) Gott rauðvín með. Við duttum niður á mjög gott rauðvín, fyrir nokkrum vikum, frá uppáhalds héraðinu okkar, en það sem best er, er að flaskan kostar ekki nema rúma 3 evrur. Svo, þetta vín er orðið daglega matarvínið okkar og keypt í kössum. Undir venjulegum kringustæðum dugir 1 flaska okkur í tvær máltíðir. Það er hins vegar ekki þannig þegar við opnum dýra, góða flösku. Þá sötrum við hana á einu kvöldi og njótum vel.

Á næsta föstudag ætlum við að halda upp á afmæli Gabriels, hann á afmæli á laugardaginn 2. ágúst. Búin að bjóða karlahóp í mat og ég er að setja saman matseðilinn. Það er reyndar ekki mjög flókið, hangikjöt, flatkökur, reyktur og grafinn lax, íslenskur kavíar, sushi, og grillaðar nautasteikur. Þetta hljómar örugglega skelfilega, en eins og borðhald er hér mun þetta allt koma eftir kúnstarnnar reglum. Eitthvað langar mig að gera fleira en sjáum til.

Í kvöld ætlum við í bíó að sjá Something happened in Las Vegas, en þar til er það sólbað. Gabriel situr í pottinum og ég að bráðna hér svo nú er að hoppa í pottinn og taka svo síestu á sólbekknum.

Fært undir . Engin ummæli »

Ama de casa.

Hvað skyldi þetta þýða? Ama de casa! Það má túlka þetta á tvo vegu. Annars vegar sú/sá sem viðhledur ást í húsinu, sem ber ábyrgð á andlegri heilsu heimilismanna. Hins vegar, sú/sá sem ber ábyrgð á húsinu. Ég kýs að halda mig við fyrri túlkunina, finnst hún alltaf svo falleg. En á íslensku þýðir þetta Húsmóðir. Þær hafa verið mikið í sviðljósinu hér sl. ár, búnar að stofna samtök húsmæðra, (fyrir löngu), fara í húsmæðra orlof innan lands og utan. Halda meir að segja landsfund. Amas de casa eru að verða ein virtasta starfsgrein Spánar. HÚRRA. En bara nafnið eitt er svo sætt.

Nú er matreiðsluþáttur í sjónvarpinu, valin eru 5 ungmenni sem þekkjast og fengin til að bjóða hópnum heim. 5 matarboð, sá sem stendur sig best að mati hópsins sigrar og verður matreiðslukóngur/drottning. Þetta er mjög skemmtilegt, inn á milli fléttast viðtöl við einstaklingana, mikið eldað, hlegið og enn meira skálað. Svona þátt vildi ég gera í íslenska sjónvarpinu;-) ætti ég sjens sem þáttastjórnandi??? Eins og ég segi alltaf við strákana mína; það er ekkert ómögulegt svo lengi sem þú setur mettnað þinn í það.

Ég er að verða meir en lítið væmin, eða þannig. Annars er þetta búin að vera einn af þessum yfir erfiðum dögum. Var með transfer til og frá flugvelli í nótt. Vélin lenti 00.40 og átti að fara klukkutíma síðar. Ég byrjaði að sækja farþega kl 10.30 og innritaði á vellinum. Vandræðin byrjuðu þar. Tölvukerfið datt niður, mátulega þegar ég var búin að innrita Siggu systir og fjölskyldu;-( Ekki að þa væri þeim að kenna, en svona geta hlutirnir farið. Auðvitað stóð það ekki lengi yfir en ég sá þó ástæðu til að ganga aftur eftir röðunum sem biðu og segja fólki hvað var að, ég er svona skelfilega gamaldags, finnst alltaf viðskiptavinurinn eigi rétt á sem mestum upplýsingum. Þetta varð hin mesta skemmtun. Ekki bara var fólk ánægt með þessa óvæntu upplýsingamiðlun, heldur hitti ég þarna fólk sem ég hef aldrei séð, en verið í e-mail sambandi við, og ung stúlka gaf sig á tal við mig og spurði hvort ég væri ég??? Hún væri dóttir góðkunningja okkar. Þetta stytti verulega bið farþganna eftir framhaldi innritunar. Síðan tók hvað við af öðru, vélin lenti á réttum tíma, allt leit vel út. En, nei. Of gott til að vera satt klukkan nærri 02.00 að nóttu.

Handtaka um borð í vélinni, stúlkan yfir drukkin var leyst úr haldi sem hefði ekki átt að gerast að mínu mati, betra að hún hefði sofið úr sér í klefa lögreglunnar. Dauðadrukkið par sem gerði sér ekki grein fyrir að það þarf að taka farangur sinn áður en flughöfnin er yfirgefin;-( SVO, eftir stóð farastjóri í farastjóraleik og þurfti að fá leyfi lögreglu til að fara inn að færiböndunum til að finna farangur parsins, eins gott að farastjórinn ber ávalt vegabréfið á sér. Því það er ekkert sjálfsagt að komast í gegn, pappírsvinna og síðan lögreglufylgd. En allt gekk þetta, með elskulegu lögreglufólki og loks gátu farþegar rútunnar minnar lagt af stað til Benidorm. Stórkostlega þolinmóðir farþegar. En það endaði ekki þar, eftir að hafa tjekkað fólk inn á hótel og klukkan var orðin 04.00 hringdi kona í móðursýkiskasti (ein sem ég hafði verið að tjekka inn) því það var ekki eldskynjari í íbúðinni og hún var ekki að fara að sofa með syni sína nema ég léti lagfæra þetta. Tók sinn tíma að tala hana niður og við hittumst í viðtalstíma í morgun og hún alsæl. Búin að sofa og komin í frí.

Svo nú er ég að fara að sofa, svaf reyndar 2 tíma á terrasinu milli 18.00 og 20.00, en nóttin var löng og ég valdi að vinna og njóta gærdagsins frekar en sofa áður en ég færi á flugvöllinn. Svo, ég flýtti mér heim eftir að hafa klárað vinnuna í gær til að elda handa litlu systur og fjölskyldu, bauð líka systur Gabriels og hennar drengjum svo og mínum. Við mágkonurnar vorum að fara á flugvöllinn saman, hún hjálpar mér alltaf þegar ég hef meir en 1 rútu og stendur sig frábærlega sem farastjóri á íslensku:-)

En kvöldið var dásamlegt, góður matur, gott fólk og mikill hiti. Það var sérstök stemming fyrir mig að hafa Siggu og co, hjá mér á síðustu klukkustundum þeirra á Spáni í bili. 

Heitasti dagur sumarsins er að baki en mjög heit nótt tekur við. Dásamlegt. 

Fært undir . Engin ummæli »

Gaua hent út úr eign húsi..

Ekki erum við nú bestu foreldrar í heimi Gabriel og ég, héldum þó annað;-)

Hentum bara Gaua og sambýliskonu hans út af heimili þeirra í gær. Af hverju? Okkur vantaði íbúð til leigu og þar sem Guðjón eldri er alltaf á Íslandi og Gaui hefur flutt vinnuaðstöðu sína heim tl pabba síns, þótti okkur tilvalið að þau bara flyttu þangað. Best fyrir alla, svona peningalega séð. Eða þannig:-)

Ég ber ábyrgð á tvíbókun sem engin leið var að redda, fólkið að koma inn á morgun, örugglega búin að hlakka lengi til að komast í frí og heimsækja mömmu og manninn hennar sem búa hér í húsinu. Svo hvað gat ég gert? Gaui hafði verið búin að tala um það að hann vildi gjarnan leigja íbúðina sína yfir sumarmánuðina þar sem hann hvort sem er eyðir 80% sólarhringsins i íbúð pabba síns. SVO…mamma klúraði bókun og unga parið fékk hálfan sólarhring til að flytja út. Og geri aðrir betur. Að flytja heimili sitt og allar prsónulegar eignir, hafandi búið 4 ár í íbúðnni, það er ekki létt verk. En þeim tókst þetta og kl. 09.00 í morgun voru ræstitæknar frá okkur mættar á staðinn til að fullkomna verkið.

Gaui minn sem ekki er heilsuhraustur stóð sig eins og hetja. M.a. er hann með hægri handlegginn í fatla því hann greindist í vikunni mð tennisolboga. En allir lögðust á eitt, við, Binni og fleiri svo þetta varð mögulegt. Ég hefi aldrei trúað slíku.

Nú hefur hitinn rokið upp enn og aftur og farþegarnir sem í gær kvörtuðu því það var skýjað, kvörtuðu í dag yfir allt of miklum hita. Svo hvað gerið aumur frastjóri? Brosir og segir “það er sumar á Spáni”, veðrið sl. 2 daga var nefnilega einsdæmi í yfir 10 ár (i júlí). Það bara rignir ekki hér frá apríl fram í nóvember í venjulegu ársferði.

Farin að sofa. Góða nótt:-) 

Fært undir . 2 ummæli »

Rauð rigning og ljósashow.

Ofur þreyttur farastjóri/skrifstofustjóri situr heima með fæturnar uppi á stól og horfir á einhverja þá stórkostlegustu ljósasýningu sem sést hefur. Við fengu rauða rigningu í dag, hún er sú al versta sem við fáum því allt verður rautt, hvítu húsin okkar þurfa þvott að ég tali nú ekki um bílana, þeir líta út eins og þeir hafi aldrei komist í snertingu við vatn. Nú í kvöld erum við svo búin að hafa slíkar eldingar að þær bókstaflega dansa um himininn og leika sér eins og börn. Við stóðum úti á terrasi og horfðum á dásemdirnar og alsstaðar var fólk að horfa. Það er ekki hægt að lýsa þessu með orðum og áfram halda þær hér utan við gluggan minn. Á þessum 10 árum sem ég hef búið hér hef ég aldrei séð annað eins.

Rigningin kom frá Afríku en eldingarnar koma frá æðri máttarvöldum;-) Annars er þetta staðreyndin, rigningin sem kemur frá Afríku er alltaf rauð því sandurinn frá Sahara berst með henni. Ljósagangurinn er langt úti á Miðjarðarhafinu og þess vegna er hann svona stórkostlegur, því við heyrum ekki þrumurnar, þetta er að gerast svo langt í burtu.

Hei!!! Þetta var þá ekki lengra en svo að allt í einu opnuðust himnarnir og niður streymdu stór högl sem síðan urðu að heiftarlegri rigningu. Svo nú, nokkuð löngu eftir að ég byrjaði lýsinguna sit ég hér og rigningin streymir niður fyrir utan, ljósasýningin heldur áfram.  

Sigga og fjölskylda voru í mat í gærkvöldi og það var svo huggulegt og notalegt hjá okkur að þau fóru ekki fyrr en 01.30. Nóttin var dásamleg og við sátum við kertaljós úti. Strákarnir spiluðu og við stelpurnar lágum á sólbekkjum, töluðum og nutum næturinnar.

Svona er sumarið okkar. Og vel þess virði að vera þreyttur fyrir.

Annars var ég á flugvllinum í dag, bæði með brottför og komu og slíkir dagar eru alltaf erfiðir. En þetta er gaman af og til.

Góða nótt.

Fært undir . Engin ummæli »

Aftur í farastjóraleik.

Góðan daginn allir. Hér er heitur og fallegur dagur að renna upp. Klukkan rétt 08.00 og ég búin að gera Tai Chi æfingar á terrasinu og fá mér te. Mig langar reyndar að fara og gera fleiri æfingar, þetta er svo dásamlegt fyrst á morgnanna.

Gabriel farinn til vinnu og ég þarf að fara að undirbúa brottför og komu Íslendinga sem ferðast á morgun á vegum Heimsferða. Nú er ég í fullri vinnu hjá þeim í rúmar tvær vikur. Þegar ég vinn sem farastjóri er vinnan mín hjá Espis öðru vísi, ég þarf ekki að fara snemma morguns á skrifstofuna, heldur er mér sent sem mest verkefni í tölvuna svo ég geti unnið að heiman. Þetta er vissulega mikil vinna en það er allt annað að vinna í ró heima heldur en í erli á skrifstofunni. Þar er endalaust verið að trufla og áríðandi verk að koma upp þannig að maður þarf að hlaupa frá því sem verið var að gera. Svo þó vinnudagurinn minn sé óneitanlega mjög langur þá er hann skipulagðari. Ég gat unnið það mikið fram fyrir mig sem farastjóri í gær að ég ætti að vera búin vel fyrir hádegi í dag og þá er bara að vona að neyðarsíminn verði til friðs.

Mig langar að bjóða Siggu systir og fjölskyldu í mat í kvöld. Það hefur ekki verið tími til að bjóða þeim heim enn og þau eru búin að vera í viku á morgun. En svona er lífið. Við höfum þó hist á hverjum degi og borðað saman á kvöldin nema í gærkvöldi, þá tóku allir það rólega.

Við Gabriel höfum verið tvö í vinnu sl. viku og yfir helgina. Þó skrifstofustúlkan sé þar, þá hættir hún kl. 16.00 og gefur ekki kost á sér til að vinna lengur hvað sem á gengur. Við erum búin að komast að því að við getum hæglega verið án hennar, svo í haust stefnum við í að láta hana fara. Systir Gabriels sem vinnur hjá okkur hefur verið í viku fríi til að vinna á árlegri hátíð úti á landi þar sem hún bjó áður. Hún kemur til vinnu aftur í dag svo þá léttir mikið á Gabriel. Hún vinnur á við tvo.

Svo nú er bara að leggja síðustu hönd á morgundaginn og fara að hugsa um hvað ég ætla að hafa í matinn í kvöld, áður en ég fer á skrifstofuna.  

Ég vona að þið eigið öll góðan dag og gaman væri að heyra frá ykkur, þó veit ég að mikið af lesendum mínum eru í sumarfríi. En það má láta sig dreyma;-)

Fært undir . Engin ummæli »

Fuglasaungur og kyrrð.

Ég sit heima og hlusta á fuglana syngja. Blankalogn og hiti. Vikan var óvenju annasöm og ég mjög þreytt, of þreytt til að blogga. Sigga systir og fjölskylda komu á miðvikudaginn og mér hefur tekist að vera svoldið með þeim.

Helgin er vinnuhelgi, Gabriel á vaktina og ég hjálpa alltaf til, fljótlega þarf ég að fara í tvær íbúðir hér í byggingunni til að hleypa fólki út. Dagurinn í dag er óvenju stór í innkomum þannig að seinnipartinn fer ég með Gabriel til að hleypa inn í íbúðir. Við þurfum líka að fara í líkhúsið því góður vinur okkar var að deyja og okkur langar að kveðja hann með því að leggja hjá honum blóm og njóta síðasta andartaksins sem við fáum með honum. Þetta var allt svo snöggt, hann var búin að vera á spítala í meðferð við krabbameini sem gekk mjög vel. Konan hans, sem legið hefur fyrir dauðanum nokkuð lengi lá á stofu með honum. Við komum eðlilega reglulega að líta til þeirra og hann hress og kátur, hún mjög veikburða. Svo bara á fimmtudagskvöldið gáfu nýrun sig og hann dó. Við vorum tvisvar hjá konunni hans í gær, en henni hefur ekki verið sagt frá andláti hans. Læknar telja að það sé ekki góð hugmynd að segja henni frá því, það muni geta flýtt fyrir endalokum hennar. Hvað er að því??? Konan er að deyja hvort sem er og er tilbúin að fara. Alla vega, við ráðum engu um það. Þau voru barnlaus og hálfgerðir útlagar því fjölskyldur hvors um sig gátu ekki sætt sig við hjónaband þeirra. Og nú bíða  þessir ættingjar eftir því að hún fari svo þeir geti fengið eignir þeirra og peninga. Skammarlegt. Það á ekki einu sinni að hafa jarðarfarar athöfn fyrir hann, bara brenna líkið og gleyma honum svo. Ég vissi ekki hvað ég er reið yfir þessu fyrr en ég fór að skrifa. En, hvað um það. Við ætlum alla vega að fara og kveðja hann fallega.

Svo er ég að vona að við getum verið með Siggu og Co. eitthvað um helgina, alla vega á morgun því þá verður rólegra. 

Góða helgi!

Fært undir . Engin ummæli »

Vinna og meiri vinna.

Þá er maður komin í hversdgsleikann aftur eftir hreint stórkostlega daga í Budda sentrinu. Kom heim á sunnudags eftirmiðdag og hófst handa ásamt Gabriel við að undirbúa matarboð! Já, við vorum með boð. Enskir gestir sem búið var að bjóða fyrir löngu og áttu að koma á laugardagskvöldinu, var frestað fram á sunnudag svo frúin í húsinu kæmist í hvíldarhelgi. Mjög skemmtilegt kvöld. Svo í gærkvöldi var aftur matarboð, gestir voru ungir vinir frá Úkraníu (sonur og tengdadóttir vina okkar þar) Gaui, sem er mikilll vinur unga mannsins og Úlfur Uggason frændi minn og góður vinur Gaua sem komin er í heimsókn til frænda síns eins og svo oft áður. Binni gat því miður ekki verið með okkur þar sem hann var að koma frá Hollandi og var upptekinn við annað. Kvöldið heppnaðist frábærlega vel. Úlfur er kokkur sem hefur unnið víða um heim, m.a. á Michelin stað í Frakklandi. Hann svo og aðrir við borðið voru mjög ánægðir með matinn. Svo í kvöld ætlum við að slappa af, ég trúi að ég fari bara að sofa snemma.

Gabriel notaði tímann meðan ég var í Budda sentrinu til að slappa af heima á kvöldin en kafa bæði laugardag og sunnudag. Ekki fann hann hafmeyjar, en lék sér með höfrungum fyrir utan Altea áður en hann stakk sér á kaf.

Ég er svo að reyna að vinna mig niður úr bunkanum sem beiðn mín. Sigga systir og fjölskylda koma næstu nótt þannig að á fimmtudaginn vil ég vera komin það langt í vinnu að ég geti alla vega hitt þau í hádeginu.

Svo það breytist ekkert hér. Alltaf nóg að gera. Svo er ég að fara að leysa farastjóra Heimsferða af í 2 vikur þannig að helgin í einangrun var mjög kærkomin.

Kveðja úr hitanum á Benidorm. 

Fært undir . Engin ummæli »

Ömmustelpan 2ja ára:-)

Hún Tara Kristín á afmæli í dag, tveggja ára hnátan sú og talar spænsku ;-)

Hún segir alltaf við mig í símann “amma, te quero” og veit að það þýir “ég elska þig”. Við sungum saman í símann í morgun afmælissönginn og puttalagið, þumalfingur, þumalfingur, hvar ert þú… hún hefur mikið gaman af því að tala í símann. Lík ömmu sinni og mömmu??? ;-)

Ég er að fara nú í eftirmiðdaginn í Buddasentrið mitt, löngu orðið tímabært og hlakka ekkert smá til. Hér hefur verið mikið að gera og miklar og sterkar tilfinningar gengið milli fólks á skrifstofunni svo ég þarf að kúpla niður og hverfa í þögnina og verndina sem Budda gefur mér.

Ég fer símalaus og tölvulaus(auðvitað) svo það þýðir ekkert að ætla að reyna að ná í mig, fyrr en á sunnudagskvöldið í síma, og mánudagsmorgun gegnum tölvuna.

Svo, eigið góða helgi öll saman og reynið að slappa af eins og ég :-)  

Fært undir . 2 ummæli »