Neyðarástand.

Úps, ég var á einkarekna spítalanum í morgun þar sem íslensk (kona) gestur okkar liggur og ætlaði að fara að hraða mér á skrifstofuna þar sem Gabriel beið þess að ég keyrði hann til læknis, þá fékk símtal frá honum þar sem hann sagði að ég skyldi ekki reyna að nálgast miðbæinn því búið væri að loka öllum götum. Ástæðan var sú að stór flutningabíll hlaðinn gasi hafði reynt að komast undir brúnna sem liggur yfir götu hér rétt við skrifstofuna, bíllinn festist og gas fór að renna út. Allir tiltækir fagmenn og annar gasbíll mættu á staðinn og byrjað var að reyna að flytja gasið milli bíla. Áður en til þess kom fannst mönnum ástandið vera orðið ískyggilegt og voru allar byggingar á stóru svæði rýmdar, þar á meðal skrifstofubyggingin þar sem við erum og 4 íbúðarhæðir fyrir ofan okkur. Ráðhúsið fyrir framan og 30 aðrar byggingar.

Allt fór vel að lokum, engin gas-sprengin  en nokkrir tímar liðu þar til fólk fékk að fara till baka. Flestir höfðu farið heim, þ.e. starfsmenn fyrirtækja og ráðhúsið lokaði það sem eftir lifði dags, en ESPIS hjartað slær alltaf svo um leið og ég komst hingað mætti ég. EN, ég var búin að hafa mjög góðan tíma heima áður, þvoði þvott, strauaði, dittaði að plöntunum á terrasinu ofl. Meir að segja tíndi fulla stóra skál af tómötum af tómataplöntunum. Svo nú er ég hér og búin að vera í 5 tíma. Erum að fara út að borða með vini Gabriels og hans frú frá Íslandi, úr Hafnarfirði (þar sleit Gabriel unglingaskónum sínum). Hefði þurft að leggja mig áður því ég kom ekki heim fyrr en kl. 04.00 í morgun eftir að hafa verið í transfer frá flugvellinum. 3 vélar komu á hálftíma, tvær áttu að koma fyrr um daginn og undir kvöld en seinkun varð svo allar komu í einu. Mikill handagangur í öskjunni þar og ekki allir jafn glaðir eftir langan dag og bið á flugvelli.

En nú ætla ég að pakka saman og fara í hreinsunina. Aldrei endir á vinnu konu:-)

Fært undir . Engin ummæli »

Verkföll og sumarið komið.

Þá kom sumarið aftur. Blöðin hafa sagt okkur að meðalhiti í apríl hafi verið 30C en í maí aðeins 20C. Nú í gær skall sumarið svo á aftur með miklum hita og glaðri sól. Ég búin að vera mikið á ferðinni í dag og svitnað í takt við það. Nú i nótt, kl. 23.30 fer ég á flugvöllinn (í farastjóraleik) og tekk rútu inn í bæ, vaninn er að ég sé búin um 04.00 og komin heim ca. 04.30. Svo er vinna á morgun.

Mamma og Þórður eru farin heim eftir mjög vel heppnaða viku, við gerðum margt skemmtilegt saman. Ég hringdi í mömmu í gærkvöldi og vældi yfir því hvað ég saknaði hennar, hefði viljað hafa hana mikið lengur. En hún er búin að lofa að koma aftur í haust. Nú er hér í gistingu hjá okkur systurdóttir mömmu með 3 börn sín. Ég er auðvitað búin að hitta þau, hleypti þeim inn í íbúðina og allir eru alsælir. Um helgina stefnum við í að borða saman.

Flutningabílstjórar hér hafa verið í “verkfalli” til að mótmæla bensínverði eins og gerðist á Íslandi. Það hefur því miður kostað dauðaslys svo og önnur óhöpp. Í gær varð einn flutningabílstjórinn fyrir bíl og lést og í nótt var kveikt í bíl sem leiddi til þess að 6 trukkar sem stóðu hlið við hlið brunnu, einn bílstjóri hlaut mikil brunasár á 25% líkamans. Svo nú hefur lögreglan tekið stjórnina og menn eru farnir að fara til síns heima. En það sem verst er í stöðunni er að um allan Spán liggja viðkvæm matvæli undir skemmdum, mjólk, egg, ávextir og grænmeti, allt þetta hefur verið flutt á haugana þar sem ekki er til geymslupláss og varan viðkvæm. Fólk hefur hamstrað í verslunum eins og um stríðsástand sé að ræða. Enginn ferskur fiskur hefur fengist í nokkra daga og veitingahús farin að matreiða úr frosnu. En vonandi er þessu ástandi að ljúka. Það er ekki eins og ríkisstjórnir geti gert mikið, öllu stjórnað frá Brussel, Evrópu höfuðstöðvunum. Vissulega er hægt að lækka einhverja skatta og vonandi verður það svo…

Ætla heim núna og gera mig klára fyrir næturvinnuna.  

Fært undir . Engin ummæli »

Grár sunnudagur.

Búið var að spá sól alla helgina en ekki stoppaði hún nú lengi í dag. Fór að hellirigna um hádegisbilið og rigndi lengur en við eigum að venjast. Mamma og Þórður hafa ekki verið heppin með veðrið þessa daga, því þó sé hlýtt þá hefur verið sólarlítið.

En mikil veisla hefur þessi vika verið hjá okkur. Í gærkvöldi borðuðum við á ítölskum stað í Altea, Stromboli heitir hann fyrir þá sem þar þekkja til. Mikilll og góður matur í fallegu umhverfi. Við fórum í listagalleríin og eitthvað var keypt. Nú vorum við að koma heim eftir að hafa borðað sunnudags lambið. Við fórum á stað í gömlu Altea (sér þorp) og borðuðum á geysi góðum stað sem sérhæfir sig í lambakjöti. Það fóru allir vel saddir og mjög ánægðir þaðan. Svo nú er bara að taka stutta síestu og fara svo kanske í bíó.

Fært undir . 1 ummæli »

Laugardagur.

Þá er ég sest við tölvuna, nýkomin heim eftir að hafa verið með mömmu í La Marina verslunarmiðstöðinni fyrir ofan Benidorm. Við áttum góðan, stresslausan dag. Bragi, kötturinn hans Gaua sefur á sófanum fyrir aftan mig, hann var sofandi þar þegar ég fór um hádegi og sefur enn!! Gabriel var að passa systurson sinn sem er 4 1/2 árs og aðrir karlmenn í fjöslkyldunni væntanlega hvílt sig eða unnið. Matarveislan í gærkvöldi hepnaðist mjög vel. Veðrið var eins og best var á kosið til að sitja úti langt fram á nótt við kertaljós og smá mánaskyn, hann er lítill hálfmáni þessa dagana blessaður. En nóg var að kertum og sólarorku lömpum sem við erum með um allt terrasið. Ég hef enga spennandi uppskrift handa ykkur frá kvöldinu, þetta var grillveisla með stórum rækjum grilluðum í miklu magni af grófu salti, ferskur túnfiskur, ferskur sverðfiskur, marinerað svínakjöt á teini, nautarif og nautalundir. Mikið af ostum, paté og því sem tilheyrir slíku. Salat gerði ég auðvitað og fólk er mjög hrifið af salötunum mínum svo ég ætla að segja ykkur hvernig ég geri salat með mat, eða eitt og sér með einni!!! brauðsneið. Ég set Rukol og Conómigos sem ég veit ekki hvað heitir á íslensku, en þetta eru lauf, ekki kál leins og við notuðum hér áður fyrr (og oft enn). Þessu blanda ég vel saman í skál, síðan léttsteiki ég á pönnu í ólífuolíu, gulrætur í fínum sneiðum, ferskan aspargus, púrrulauk, kúrbít, papriku…allt sem ykkur dettur í hug, ekkert er heilagt þarna. Helli því svo ásamt olíunni ef einhver er eftir yfir grænu blöðin í skálinni og blanda öllu mjog vel saman. Síðan slatti af kirsuberjatómötum sem ég tíni af plöntum á terrasinu mínu (en má nota búarkeypta með sama árangri;-), agúrku, fetaosti+olíunni af honum (ekki endilega allri) og stundum, m.a. í gær steikti ég sesamfræ og stráði yfir.

Svo ef þið prófið salatið mitt einhvern tíma þá endilega látið mig vita hvað ykkur finnst. Hér er það algjört hitt:-)

En nú ætla ég að fara að undirbúa mig fyrir kvöldið. Gabriel er að gera klárt fyrir morgundaginn, hann fer ekki í venjulega köfun heldur ákvað hann að taka þátt í því að hreinsa sjóinn fyrir utan strendurnar, svo það verður kafara vinna en ekki hafmeyjarleit. En hann er mjög spenntur. Þórður, Gaui og Binni eru á einhverjum barnum að horfa á opnunarleik EM og mig langar að leggja mig í 15 mín…ha,ha,ha. Ekki eins og ég sé góð í slíku. En verð að lappa upp á útlitið fyrir kvöldið. Það á að borða í Altea og þar er gott að borða. Það á líka að ramba inn á lista galleríin og gleðja augun með fagurri list og kanske kaupa eitthvað.

Verið góð hvert við annað, lífið er svo agnar stutt;-)

Fært undir . 2 ummæli »

Skemmtilegur dagur.

Gærkvöldið var mjög ljúft. Hittumst snemmna og borðuðum á hollenskum stað rétt við skrifstofuna. Mikill og góður matur.

59 ár siðan mamma og pabbi giftu sig!

En, mikið átti ég skemmtlegan dag í dag með mömmu og Þórði. Við byrjuðum á að keyra frá Benidorm til Albir, skoða okkur um þar og keyra síðan eftir ströndinni í Albir til Altea. Keyrðum í gegnum Altea til þess staðar á ströndinni þar sem við Gabriel giftum okkur. Mömmu þótti mjög skemmtilegt að koma á þangað og Þórður rifjaðu upp veisluna sem haldin var þennan dag fyrir 8 árum. Héldum svo til Campomanes sem er snekkjuhöfn millanna í Altea Hills. Þar fengum við okkur dykkk og létum okkur dreyma um að eignast snekkju, áður en við fórum til Guadalest, þessa stórkostlega Mára þorps sem allir verða að heimsækja. Þar byrjuðum við á því a borða. Ég fór fjallabaksleið með þau upp í fjöllin, í gegnum ávaxta-akra og dásamlegar sveitir. Eftir matinn skoðuðum við okkur um í Guadalest en þar er margt að sjá, og er þá náttúrufegurðin númer eitt. Fórum svo heim stuttu, beinu leiðina og eftir að hafa skilað þeim heim fór ég á skrifstofuna þar sem ég er nú. Í kvöld ætla ég að taka lífinu með ró og byrja undirbúning á matarveislu sem við verðum með annað kvöld. Þar verða auk sona minna, mömmu og Þórðar, systir Gabriels með tvo syni sína og enskir vinir okkar sem eiga íbúð í Albir og eru hér nú. Matseðillinn er ekkert mjögn flókinn, grillað verður og ég geri nokkra dæmigerða spænska rétti. En eitt veit ég; að það verður mjög gaman. 

Við mæðgur ætlum að reyna að komast í búðir á morgun svo ég vil undirbúa sem mest í kvöld. Á laugardaginn ætlum við að halda áfram búðarrápi því Þórður, Gaui og Binni ætla á enskan bar til að fylgjast með Evrópu keppninni í fótbolta, um kvöldið borðum við svo öll saman í Altea. Sunnudagurinn er bókaður í gömlu Altea, borðum hádegismat að hætti Spánverja. Eigum bókað borð kl. 14.30, þetta er staður sem sérhæfir sig í lambakjöti og þarf að panta með löngum fyrirvara og tilgreina hversu margir ætla að borða lambið. Þeir baka lærin í nokkra klukkutíma og úrbeina síðan af mikilli snilld við borð gestanna. Með þessu er borin fram kartöflumús með möndlum. Ég er ánægð með mína kartöflumús;-)

Fyrir hádegi á sunnudaginn ætlar Gabriel að fara að leita hafmeyja, fer að kafa fyrir utan Calpe (sem margir Íslendingar þekkja) og mun mæta beint í matinn.

En nú er ég að hugsa um að fara að koma mér heim. Vonandi verður helgin ykkar jafn spennandi og mín.

Fært undir . 1 ummæli »

Quando tiempo!

Þetta þýðir “hvílíkur tími” eða “langur tími”.

Farastjóra tíminn var ekki svo langur en mjög annasamur, síðan tók við að ganga frá papírum og koma sér almennilega inn í Espis vinnuna. Hætti á laugardegi og átti helgarvakt hjá Espis sömu helgi þannig að hvíldin var engin. Svo komu mamma og Þórður bróðir á mánudaginn og verða hér fram á næsta mánudag. Það er nú bara slík gleði, mamma að koma i fyrsta skipti síðan ég flutti hingað fyrir 10 árum og Þórður ekki komið síðan í brúðkaupi okkar Gabriels fyrir 8 árum. Við skelltum í smá veislu heima í gærkvöldi, þar var borðað sitt lítið af hverju eins og gengur á Spáni. Grillaðar stórar rækjur, ferskur grillaður túnfiskur, nautakjöt, kartöflu ommeleta og salat. Rennt niður með slatta af indælu rauðvíni og minna magni af hvítvíni.

Í kvöld förum við að borða saman og minnast (halda upp á) 59 ára hjúskaparafmæli mömmu og pabba.

Á morgun ætlum við að fara inn til fjalla og skoða okkur um í litlum þorpum. Sveitin er falleg á Spáni.

Svo ég vonandi skrifa aftur fljótlaga.

Fært undir . 1 ummæli »