Ektamaki.

Sigga Rúna tengdadóttir mín kommentaði á bloggið mitt “bolti,party…”og spyr hvað orðið ektamaki þýði. Ég geri ráð fyrir því að hún sé að strýða mér, þekkjandi mína. En ég sló upp orðabók Háskólans þar sem ég gleymdi að ath. þetta í íslensku orðabókinni sem ég á heima. Fyrir mér hefur þetta orð alltaf þýtt eiginmaður, og ektakvinna, eiginkona. Háskólinn staðfestir þetta og segir jafnframt að elstu heimildir um notkun orðsins séu frá 1635. Svo kemur langur listi yfir setningar þar sem orðið kemur fram.

Þannig að Gabriel er minn ektamaki og ég hans ektakvinna. Annað hljómar íslenskt hitt danskt :-)

Fært undir . 1 ummæli »