Spennan vex.

Þá fer að líða að leik Spánar og Rússlands…Ekki nema rúmur 1 og hálfur tími þar til hann hefst. Hér hefur verið að byggjast upp mikil spenna. Byggingar og bílar skarta spænska fánanum, barir eru að undirbúa sig fyrir mannfjöldann sem mun fylgjast með leiknum. Torg í borgum eru að fyllast af fólki sem bíður. Við erum enn á skrifstofunni en stefnum í að fara fljótlega því við eigum eftir að fara að versla g koma við heima áður en við förum til systir Gabriels þar sem al-systkynin ætla að hittast ásamt mökum og frændfólki þeirra sem eru hér á Benidorm í fríi. Allir munu koma með eitthvað að borða og drekka. Ekki spurning að þetta verður mikil stemming, hvernig sem leikurinn fer. Við erum mjög ósátt með úrslitin í gærkvöldi, Tyrkland/Þýskaland. Tyrkir voru svo miklu betri, eins og ballerínur á vellinum…en, þýska stálmaskínan. Allir Evrópubúar sem ég hef talað við segja það sama “alls ekki Þýskaland sem meistarar”. Það er einhver óvíld í garð þeirra, og það er ekkert nýtt. Úr þessu vil ég sjá Rússa vinna, nema svo skemmtilega vildi til að Spánn færi alla leið. Svo, haldið fingrum í kross fyrir okkur, því þó okkar strákar hafi unnið Rússa 4-1 í fyrri leik liðanna þíðir það ekki að þeir muni ganga að sigri vísum í kvöld.

Fært undir . 2 ummæli »