Fótbolti:-)

Alveg gleymdi ég í fyrra blogginu mínu í dag að minnast á fótboltann. Það er slík hátíð núna meðan hann er í gangi. EH, það er Evrópu keppnin á spænsku. Kann ekki skamstöfunina fyrir hana á íslensku.

Í gærkvöldi, 17. júní, horfðum við hjónin ásamt Gaua á báða leikina samtímis á skoskum bar sem vinir okkar eiga. Ítalía/Frakkland til hægri og Holland/Rúmenía til vinstri. Æði. Við fengum okkur að borða á barnum og héldum heim eftir leikina. Hefðum viljað sjá Rúmeníu vinna Holland því þá væru Ítalía og Frakkland farin heim, en það varð ekki og við erum mjög sátt vð úrslitin. Í kvöld er svo mega leikur, Spánn og Grikkland. Ég var búin að ætla að hafa frænku mína og börn hennar í mat en frestaði því vegna leiksins. Já! ég er svona mikil fótboltakerling. Við vorum að gantast með hvorum megin drottningin okkar yrði í kvöld. Þessi dásamlega konungsfjölskylda er mikil íþróttafjölskylda og drottningin var grísk prinsessa áður en hún giftis Juan Carlos. Það er auðvitað orðið svo langt síðan að hún hlýtur að vera orðin spænsk, eða þannig. Annars átti ég dálítið bágt í leik Spánar og Svíþjóðar sl. laugardag. Ég er nefnilega svolítið beggja blands þó ekki hafi ég nú búið lengi í Svíþjóð. En, sem sagt, í kvöld verðum við mætt við sjónvarpstækið heima til að sjá leikinn. Vonandi gerið þið það líka;-)

Fært undir . 1 ummæli »

Fleiri afmæli.

Guðjón eldri á afmæli í dag og Guðjón Björn, sá yngri á föstudaginn. Júní er fullur af afmælum. 

Það er svo heitt, svitinn lekur niður ennið og fötin límast við mig. Svona er sumarið og þetta er nákvæmlega það sem maður vill. Ég sit reyndar núna ósveitt á skrifstofunni, en hef veri á ferð og flugi allan morguninn þannig að framangreind lýsing átti við þar til fyrir stuttu.

Ansi oft kemur eitthvað í veg fyrir að góðu plönin manns gangi upp. Ég var búin að láta mig dreyma um að fara í Budda sentrið um helgina, en nei. Ég fer í farastjóraleik, flugvallarferðir á morgun og skoðunarferð á föstudaginn. Svo þá er bara að reyna að vinna minna um helgina en t.d. um síðustu helgi. Annars vita allir að dagar eins og helgar eru bestu dagar til vinnu, sérstaklega þegar maður er með hrúgu af verkefnum sem liggja óunnin á skrifborðinu. En þar sem við erum bæði í “fríi” um helgina og Gabriel ætlar að kafa á sunnudaginn, langar mig að gera eitthvað fyrir mig. Sólbað? Fara í gegnum blöð og DVD myndir og flokka og raða? Eitthvað finn ég mér til að gera.

Við erum boðin í brúðkaup á Íslandi í ágúst, en því miður komumst við ekki. Við hefðum svo mikið viljað koma bæði tvö. Foreldrar Gabriels litla (nafna míns) ætla að gifta sig, svo það hefði verið skemmtilegt fyrir Gabriel að kynnast loks litla nafna sínum og fara í afa leik með hann. Það verður að bíða betri tíma. Við höfum ekki planað neitt þetta árið og alls óvíst hvort eitthvað verður farið. Enda…við höfum nú bara farið í 2 alvöru frí saman á 12 árum. 

Nú ætla ég að fá mér eitthvað í svanginn, klukkan orðin 15.40 og komin tími til að borða lítilræði.

Fært undir . Engin ummæli »