17. júní!!!

Til hamingju með daginn Íslendingar. Hér verður lítið um dýrðir í dag. Ferðaskrifstofurnar hvetja fólk til að eyða deginum í vatns rennibrauta garðinum Aqualandia og verða þar með hlaðborð milli 13.00 og 15.00. Og, diskótekk sem er mjög vinsælt af ungum Íslendingum auglýsir Íslendingahátíð í kvöld og nótt. Við erum annars auðvitað bara í vinnunni. Hitinn fór í fyrsta sinn yfir 30C í gær og verður aftur þannig í dag svo nú er sumarið loks komið. Ég er að hugsa um að bregða mér í Budda sentrið mitt helgina, finn orðið mikla þörf til að komast þangað. Komist ég, fer ég snemma á föstudaginn og verð fram á sunnudags eftirmiðdag. Læt ykkur vita;-)

Fært undir . 2 ummæli »